Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Vísindavika norðurslóða

Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu
Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu

Í dag hefst á Nordica Hotel í Reykjavík svonefnd Vísindavika norðurslóða og stendur til 28. apríl 2004. Vísindavika norðurslóða er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem m.a. leggur áherslur á aukna samvinnu og samræmingu á sviði rannsókna á norðurslóðum. Á Vísindaviku koma saman hátt í tvö hundruð innlendir og erlendir vísindamenn sem fást við rannsóknir á loftslagi, lífríki, umhverfi og mannlífi norðurslóða.

Markmið Vísindaviku er að skapa tækifæri til að auka samvinnu og samræmingu á öllum sviðum vísinda sem stunduð eru á norðurslóðum. Jafnframt gefst íslenskum vísindamönnum færi á að kynna rannsóknir sínar fyrir erlendum samstarfsmönnum sínum.

Hápunktur Vísindaviku norðurslóða er Vísindadagurinn, 24. apríl, sem ber yfirskriftina aðlögun að loftslagsbreytingum. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Norðurskautsráðsins, flytur opnunarávarp á Vísindadegi. Í ávarpi sínu mun utanríkisráðherra m.a. gera grein fyrir umfangsmiklu mati Norðurskautsráðsins á loftslagsbreytingum á norðurslóðum og mögulegum áhrifum þeirra. Athuganir þessar staðfesta að hlýnun á norðurslóðum er bæði meiri og örari en annarsstaðar í heiminum og getur gefið glögga vísbendingu um það sem koma skal á öðrum svæðum. Í ávarpi sínu mun utanríkisráðherra jafnframt gera aukið samstarf á sviði loftslagsbreytinga að tillögu sinni og fjalla um mögulegan þátt Norðurskautsráðsins í því.

Að loknu ávarpi utanríkisráðherra verða flutt margvísleg erindi um aðlögun að loftslagsbreytingum út frá sjónarhóli náttúru- og félagsvísinda.

Meðfylgjandi er dagskrá Vísindadags, sem er öllum opinn.

Nánari upplýsingar um Vísindaviku er að finna á vefslóðinni: www.congress.is/assw/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum