Hoppa yfir valmynd
9. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Íslenskur landbúnaður í alþjóðlegu umhverfi

Nr. 148


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Sumarið 2002 var, að frumkvæði utanríkisráðherra, myndaður hópur til að fjalla um óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar að teknu tilliti til Doha-lotunnar á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og alþjóðavæðingar, þ.m.t. til samrunaþróunarinnar í Evrópu.

Í hópnum störfuðu fulltrúar Bændasamtaka Íslands, utanríkisráðuneytisins, landbúnaðarráðuneytisins og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Nefndin hefur nú skilað af sér áfangaskýrslu.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að innganga Íslendinga í Evrópusambandið nú, í samanburði við núverandi stuðningskerfi ríkisins við landbúnaðinn, myndi m.a. valda samdrætti og tekjumissi í landbúnaði og afurðastöðvum. Þessu valda einkum breytingar sem gera má ráð fyrir að yrðu á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu og innfluttrar. Stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem að líkindum koma til framkvæmda eftir 2006, geta hugsanlega kallað á endurskoðun viðhorfa í íslenskum landbúnaðarmálum.
Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu utanríkisráðuneytisins, íslenskur landbúnaður í alþjóðaumhverfi


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 9. desember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum