Hoppa yfir valmynd
2. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundir utanríkisráðherra með ráðamönnum í Íran

Nr. 143

Fréttatilkynning:

Mynd frá fundi utanríkisráðherra og forseta ÍransHalldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Mohammad Khatami, forseta Írans, í Teheran. Þeir ræddu tvíhliða samskipti ríkjanna, m.a. hugsanlega samstarfsmöguleika í sjávarútvegi og í nýtingu jarðhita í Íran. Þá fjölluðu þeir um þróun mála í landinu á undanförnum árum, þ. á m. nauðsyn lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum, og skiptust á skoðunum um ástand og horfur í Írak og Afganistan. Þeir voru sammála um mikilvægi þess að tryggja frið og stöðugleika í vestanverðri Asíu með virku samstarfi ríkja sem eiga hagsmuna að gæta.

Utanríkisráðherra átti einnig fund með Muhammad Hojjati, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írans, og ræddu þeir hugsanlegt samstarf íslenskra og íranskra sjávarútvegsfyrirtækja.

Utanríkisráðherra var einnig viðstaddur opnun sjávarútvegssýningar í Teheran. Opinberri heimsókn hans til Írans lýkur í dag.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 2. desember 2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum