Hoppa yfir valmynd
11. desember 2003 Utanríkisráðuneytið

Ræða fastafulltrúa í tilefni af 55. ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna

Nr. 149


FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson sendiherra, hélt í gær, miðvikudag, ræðu í allsherjarþinginu í tilefni af 55 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar og þess að 10 ár eru liðin frá mannréttindaráðstefnunni í Vínarborg 1993.

Í ræðu sinni fjallaði fastafulltrúinn um þá mikilvægu þróun sem mannréttindayfirlýsingin hefði sett af stað á mannréttindasviðinu innan Sameinuðu þjóðanna og lagði hann áherslu á algildi mannréttinda og bann við allri mismunun. Einnig fagnaði hann nýrri ályktun allsherjarþingsins um baráttuna gegn heimilisofbeldi og áformum um að tekin verði saman innan tveggja ára skýrsla um ofbeldi gegn konum í heiminum.

Hann vakti jafnframt athygli á tengslum milli fátæktar, þróunar og mannréttinda og mikilvægi þess að samkomulag næðist á alþjóðavettvangi um réttlátari viðskiptahætti. Að lokum lagði hann áherslu á hversu mikilvæg verndun mannréttinda væri í baráttuni gegn hryðjuverkum.

Texti ræðunnar á ensku fylgir í viðhengi:





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. desember 2003





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum