Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2002 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherrum ESB-ríkjanna

Nr. 130

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hitti í gær og í dag í tengslum við leiðtogafund NATO í Prag, utanríkisráðherra ESB-ríkjanna og afhenti orðsendingu um afstöðu Íslands varðandi stækkun EES.

Halldór Ásgrímsson lýsti eindregnum stuðningi Íslands við stækkun EES og ESB en um leið undirstrikaði hann að þær kröfur sem framkvæmdastjórn ESB væri að undirbúa á hendur EFTA-ríkjunum væru óásættanlegar og að fyrir þeim væri enginn grundvöllur í EES-samningnum.

Einnig ítrekaði hann að nauðsynlegt væri að finna lausn á því vandamáli sem mundi skapast varðandi viðskipti með fisk eftir að fríverslunarsamningar EFTA við umsóknarríkin falla niður.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. desember 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum