Hoppa yfir valmynd
15. október 2002 Utanríkisráðuneytið

Breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni

Nr. 107

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu




Utanríkisráðherra hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á skipan sendiherra í utanríkisþjónustunni:

Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, sem hefur verið ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins frá árinu 1999, tekur við starfi sendiherra Íslands í London.

Gunnar Snorri Gunnarsson, sem verið hefur sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel frá árinu 1997, tekur við starfi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.

Þorsteinn Pálsson, sem hefur verið sendiherra Íslands í London frá árinu 1999, tekur við starfi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn.

Helgi Ágústsson, sem verið hefur sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn frá árinu 1999, tekur við starfi sendiherra Íslands í Washington D.C.

Kjartan Jóhannsson, sendiherra, sem starfað hefur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins undanfarin tvö ár, tekur við starfi sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel.

Jón Baldvin Hannibalsson, sem verið hefur sendiherra Íslands í Washington D.C. frá árinu 1998, tekur við starfi sendiherra Íslands í Helsinki.

Kornelíus Sigmundsson, sem verið hefur sendiherra Íslands í Helsinki frá árinu 1999, tekur við starfi aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í Kanada.

Eiður Guðnason, sendiherra, sem verið hefur aðalræðismaður Íslands í Winnipeg frá því á síðasta ári, tekur við starfi sendiherra Íslands í Beijing.

Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Beijing síðan 1998, flyst heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Þar mun hann meðal annars gegna starfi sendiherra gagnvart nokkrum fjarlægum ríkjum.

Gunnar Pálsson, sendiherra, og fráfarandi fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu frá árinu 1998, tók 1.október síðastliðinn við starfi skrifstofustjóra umhverfis - og auðlindaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Gunnar Gunnarsson, sendiherra, fráfarandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók 1.október síðastliðinn við starfi fastafulltrúa Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel.

Sturla Sigurjónsson hefur tekið við starfi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann var skipaður sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands þann 1.ágúst 2002.

Ofangreindar breytingar, sem ekki hafa þegar átt sér stað, munu koma til framkvæmda í nóvember og desember næstkomandi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. október 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum