Hoppa yfir valmynd
21. apríl 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 030, 21. apríl 1999:Erindi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra í National Press Club í Washington D.C.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 030

Á morgun, sumardaginn fyrsta, flytur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra erindi í hinum virta klúbbi National Press Club í Washington D.C. í boði klúbbsins.

Erindi Halldórs heitir "Small Nations-Grand Alliance, Iceland the Transatlantic Bridge". Að flutningi loknum mun ráðherrann sitja fyrir svörum fréttamanna en þeir eru fjölmennir í borginni vegna leiðtogafundar NATO ríkjanna.

Athygli er vakin á því að ræða ráðherrans verður birt á heimasíðu ráðuneytisins: www.utn.stjr.is strax og flutningur hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík 21. apríl 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum