Hoppa yfir valmynd
23. maí 1996 Utanríkisráðuneytið

Framlag til UNICEF

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 044



Íslensk stjórnvöld tilkynntu í Genf á framlagafundi með mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, formanni nefndar um
réttindi barnsins og aðstoðarframkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um 500 þús. króna framlag til
sérstakrar framkvæmdaáætlunar til eflingar samningsins um réttindi barnsins.

Framkvæmdaáætluninni er ætlað að styrkja starf nefndarinnar um réttindi barnsins á margvíslegan hátt.

Nú hafa 187 ríki gerst aðilar að samningnum um réttindi barnsins og hann er því sá alþjóðasamningur sem flest ríki hafa
fullgilt.

Af Íslands hálfu var samningurinn fullgildur 28. október 1992.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 23. maí 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum