Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 069, 24. ágúst 1999. Stækkun og rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar - skipun í nefndir

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 069.


Eins og kunnugt er stendur yfir undirbúningur fyrir verulega stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til að mæta ört vaxandi farþegafjölda, en gert er ráð fyrir að hann nemi um 1.280 þús. á þessu ári og geti orðið 1.360 þús. á næsta ári. Einnig er nauðsynlegt að ráðast í þessar framkvæmdir til að tryggja að ákvæðum Schengensamningsins sé fullnægt. Stækkuninni verður skipt í nokkra áfanga en undirbúningur nú miðast við 1. áfanga, sem á að vera lokið vorið 2001. Í þeim tilgangi að hafa yfirumsjón með stækkun og breytingum á flugstöðinni hefur utanríkisráðherra ákveðið að skipa bygginganefnd, frá og með 24 ágúst 1999:
Bygginganefnd er þannig skipuð:
- Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríksráðuneytis,
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, formaður.
- Skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytis, Þórhallur Arason.
- Flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson.
- Flugvallarstjóri, Björn Ingi Knútsson.
- Forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (settur), Ómar Kristjánsson.
- Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson.
- Stöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli, Gunnar Olsen.


Með hliðsjón af umfangi ofangreindra framkvæmda telur utanríkisráðherra einnig nauðsynlegt að skipa sérstaka stjórn honum til ráðgjafar um framtíðarrekstur flugstöðvarinnar. Jafnframt er nauðsynlegt að huga að tekjuöflun hennar þegar til lengri tíma er litið. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að eftirfarandi aðilar skipi stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, frá og með 24 ágúst 1999:
- Gísli Guðmundsson, forstjóri, formaður.
- Björn Theodórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri.
- Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri.


Þar sem tekjur Fríhafnarinnar skipta verulegu máli fyrir rekstur og uppbyggingu flugstöðvarinnar telur utanríkisráðherra ennfremur nauðsynlegt að skipa ráðgefandi stjórn fyrir Fríhöfnina, frá og með 24. ágúst 1999. Hún á m. a. að kanna allar hliðar framtíðarrekstrar hennar. Stjórnina skipa:
- Sigurður Gils Björgvinsson, hagfræðingur, formaður.
- Rúnar Bj. Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur og lögg. endurskoðandi.
- Þórhallur Jósepsson, ráðgjafi.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 24. ágúst 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum