Hoppa yfir valmynd
5. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Hryðjuverk í Ísrael fordæmd

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 014



Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hryðjuverkin í Ísrael undanfarna daga sem hafa orðið fjölda manns að bana. Ekki er
með nokkru móti hægt að réttlæta hryðjuverk, hverjir sem þau fremja og hver sem yfirlýst markmið þeirra kunna að vera.
Ljóst er að hryðjuverkum í Ísrael er stefnt gegn friðarferlinu í Mið-Austurlöndum, sem farið er að bera árangur til blessunar
fyrir alla aðila.

Utanríkisráðherra vottar Ísraelsþjóð og fjölskyldum fórnarlambanna dýpstu samúð, og vonar jafnframt að þrátt fyrir
hörmungar undangenginna atburða muni stjórnvöld í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna ekki hvika frá leið
sátta og friðar.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 5. mars 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum