Hoppa yfir valmynd
18. júní 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 057, 18. júní 1999:Lágflugsæfingar í tengslum við NORÐUR VÍKING 99.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 057

Dagana 19., 21., 22. og 23. júní eru ráðgerðar lágflugsæfingar orrustuflugvéla á afmörkuðu lágflugssvæði yfir hálendinu í tengslum við varnaræfinguna NORÐUR VÍKINGUR 99. Einnig er ráðgert lágflug yfir Bolafjalli þann 24. júní. 6 Jagúar orrustuvélar breska flughersins og 4 F-15 orrustuvélar bandaríska flughersins munu fljúga lágflugið, sem mun fara fram á eftirfarandi tímum:

Lágflugssvæðið yfir hálendinu

19. júní 09:10 - 10:30
21. júní 09:10 - 10:30
22. júní 09:10 - 10:30 og 12:00 - 17:00
23. júní 09:10 - 10:30 og 14:10 - 15:30

Yfir Bolafjalli

24. júní 07:30 - 10:30

Dagsetningar og tímasetningar lágflugsins gætu breyst vegna veðurs.

Lágflug er skilgreint sem flug undir 500 fetum. Það er einungis heimilað á þeim svæðum þar sem öryggi almennings, flugvéla og mannvirkja verður ekki undir nokkrum kringumstæðum stefnt í voða. Lágflugsæfingarnar hafa verið skipulagðar í náinni samvinnu við Flugmálastjórn.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 18. júní 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum