Hoppa yfir valmynd
11. apríl 1996 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Tékklands

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 026



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í tékkneska lýðveldinu í dag og á morgun.

Í dag hefur utanríkisráðherra átt viðræður við Vaclav Havel forseta, Milo Uhde þingforseta svo og vararáðherra iðnaðar- og
viðskipta og varafjármálaráðherra. Á viðræðufundunum hefur verið rætt um samskipti landanna og öryggis- og
varnarmálaþróun í Evrópu.

Á morgun mun Halldór Ásgrímsson eiga fund með Josef Zieleniec utanríkisráðherra tékkneska lýðveldisins og hitta aðila
sem flytja inn fiskafurðir og búvörur. Heimsókninni lýkur annað kvöld.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. apríl 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum