Hoppa yfir valmynd
22. október 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 093, 22. október 1999.Opinber heimsókn Huang Ju, aðalritara kínverska kommúnistaflokksins, til Íslands.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 093


Sendinefnd stjórnmálamanna, embættismanna og viðskiptaaðila frá borginni Shanghai í Kína kemur til Íslands í opinbera heimsókn dagana 22.-25.október næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Oddviti sendinefndarinnar er Huang Ju, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins í Shanghai og félagi í miðstjórn flokksins.

Í heimsókninni mun Huang Ju eiga fundi með forsætisráðherra, forseta Íslands og embættismönnum utanríkisráðuneytisins.

Um helgina mun sendinefndin meðal annars heimsækja Vatnsveitu Reykjavíkur, Svartsengi, Bláa lónið og Sundhöll Selfoss og fyrirtækin Marel, Sameinaða útflytjendur, Netverk og Set. Hún mun einnig hafa viðdvöl við Gullfoss og Geysi.

Á mánudagsmorguninn, 25.október, mun kínverska sendinefndin taka þátt í sérstökum viðræðufundi um viðskiptamöguleika í boði kínversk-íslenska viðskiptaráðsins og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. október 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum