Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 026, 28. apríl 2000. Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Bandaríkjanna

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 026


Nú stendur yfir heimsókn Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, til Bandaríkjanna. Næstu daga dvelur hann í Norfolk í tengslum við AZALEA hátíðina, en Ísland er þar í heiðurssæti. Utanríkisráðherra á jafnframt fund í Norfolk með yfirmanni Atlantshafsherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (SACLANT), Harold W. Gehman, flotaforingja. Mánudaginn 1. maí verður utanríkisráðherra í Washington í boði Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og munu þau funda um tvíhliða samskipti ríkjanna og framvindu mála á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra mun jafnframt eiga fundi með varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Strobe Talbott, og flotamálaráðherra, Richard Danzig. Heimsókninni lýkur 2. maí.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 28. apríl 2000.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum