Hoppa yfir valmynd
21. apríl 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 31, 21. apríl 1999: Undirritun samnings um smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 031

Í dag var undirritaður samningur milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna um aukna samvinnu milli Landhelgisgæslu Íslands og varnarliðsins. Ríkisstjórnin hafði áður samþykkt að leita samninga við bandarísk stjórnvöld um samstarf um smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að nýja varðskipið verði hannað og byggt til að mæta þörfum Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins við samstarf þeirra um varnir landsins; við leit og björgun, eftirlit á sjó og önnur verkefni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum verða íslenskum stjórnvöldum innan handar við ýmsar tæknilegar útfærslur á varðskipinu, tæknibúnað og þjónustu. Íslensk stjórnvöld munu sjá til þess að varðskipið sé til taks við sameiginleg verkefni sem þjóðirnar standa að.
Samningurinn var undirritaður af yfirmanni varnarliðsins, David Architzel flotaforingja og Benedikt Ásgeirssyni, sendiherra, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. apríl 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum