Hoppa yfir valmynd
9. desember 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 112, 9. desember 1998: Tvíhliða fundir í tengslum við utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 112

Í tengslum við utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, Evró-Atlantshafssamstarfsráðsins (EAPC), samstarfsráðs Atlantshafsbandalagsins og Rússlands (PJC) og samstarfsnefndar Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu (NUC) átti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ýmsa tvíhliða fundi. Meðal þeirra voru fundir með hr. Abel Matutes, utanríkisráðherra Spánar, og með hr. Jaimie Cama, utanríkisráðherra Portúgals. Á þeim fundum var m.a. fjallað um kröfur Spánar um áframhaldandi greiðslur í þróunarsjóð EES. Fundirnir komu í kjölfar tvíhliða funda utanríkisráðherra með utanríkisráðherrum Írlands og Grikklands í síðustu viku í tengslum við utanríkisráðherrafund ÖSE í Osló. Þar með hefur utanríkisráðherra átt viðræður við utanríkisráðherra þeirra fjögurra ESB-ríkja, sem rétt hafa átt á styrkjum og lánum úr þróunarsjóði EES.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 9. desember 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum