Hoppa yfir valmynd
29. maí 1996 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur EFTA haldinn á Akureyri 4. júní

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 045



Ráðherrafundur EFTA verður haldinn hinn 4. júní 1996 á Akureyri. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, stýrir
fundinum, en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Daginn áður verður á Akureyri fundur þingmannanefndar EES og
fundur ráðgjafanefndar EES. Jafnframt munu ráðherrar EFTA eiga fundi með þingmannanefnd EFTA, ráðgjafanefnd
EFTA og Hans van den Broek fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB, en hann fer með utanríkis- og öryggismál og Evrópumál í
framkvæmdastjórninni, þ.m.t. EFTA, EES, ríkjaráðstefnuna og stækkun ESB.

Ráðherrafund EFTA sækja auk Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, Jean Pascal-Delamuraz, forseti Sviss, Grete
Knudsen, utanríkisviðskiptaráðherra Noregs og Andrea Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum verður m.a. rætt
um EFTA, samskipti EFTA-ríkjanna við ESB, ríkjaráðstefnuna, stækkun ESB og samskipti EFTA og ESB við þriðju ríki.

Hans van den Broek verður í opinberri heimsókn á Íslandi hinn 5. júní. Hann mun eiga fundi með forsætisráðherra,
utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd og halda erindi á hádegisverðarfundi Landsnefndar alþjóða verslunarráðsins.

Blaðamannafundur verður með ráðherrum EFTA-ríkjanna hinn 4. júní kl. 16.30-17.00 á Akureyri og með Hans van den
Broek hinn 5. júní kl. 15.30-16.00 á Hótel Sögu.

Meðfylgjandi er dagskrá ráðherrafundar EFTA og heimsóknar Hans van den Broek.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 29. maí 1996



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum