Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 011, 17. febrúar 2000 Enduropnun flugskýlis á Keflavíkurflugvelli

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 011


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag eftir umfangsmiklar endurbætur, flugskýli fyrir P-3 Orion kafbátaleitarflugvélar varnarliðsins í varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli.

Flugskýlið var upphaflega byggt árið 1955. Framkvæmdir við verkið hófust í mars 1997 í kjölfar alþjóðlegs samkeppnisútboðs á vegum mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins.

Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins fjármagnaði 85 prósent framkvæmdanna og féll sá verkþáttur í hlut Ístaks hf.

Íslenskir aðalverktakar sáu um aðra þætti verksins og fjármagnaði Bandaríkjaher þá hluta. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er um 23 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 1.6 milljaðra íslenskra króna.

Útboðið var hið fyrsta sinnar tegundar eftir að reglur um alþjóðleg samkeppnisútboð vegna framkvæmda á vegum mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins tóku gildi hér á landi árið 1995.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. febrúar 2000.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum