Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2002 Utanríkisráðuneytið

Morgunverðarfundur utanríkisráðherra með japönskum þingmönnum 27. ágúst 2002

Nr. 84

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Hópur átta japanskra þingmanna úr vináttufélagi Japans og Íslands á japanska þjóðþinginu kom til Íslands í gær í boði utanríkisráðuneytisins ásamt aðstoðarmönnum. Þingmennirnir munu kynna sér íslenskt efnahags-og atvinnulíf og samskipti við Japan á þeim sviðum auk þess sem stjórnmálasamskipti ríkjanna verða treyst.

Þingmennirnir munu meðal annars heimsækja Alþingi í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og þiggja kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra.

Þingmennirnir munu ennfremur kynna sér starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar, Flugleiða, Granda og heimsækja eldisstöðina Sæbýli í Vogum þar sem fram fer eldi á sæsniglum. Þeir munu einnig heimsækja Bláa lónið og fara í skoðunarferð um Suðurland.

Japönsku þingmennirnir halda af landi brott næstkomandi fimmtudag, 29. ágúst.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 26. ágúst 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum