Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 1996 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðh.fundur Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 063



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat hinn 20. ágúst utanríkisráðherrafund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í
Ríga í Lettlandi.

Á dagskrá fundarins voru þrjú málefni; svæðisbundið samstarf við Eystrasaltið, öryggismál í Evrópu og samrunaþróun í
Evrópu.

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi hins svæðisbundna samstarfs, annars vegar á milli
Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja og hins vegar innan Eystrasaltsráðsins. Hann sagði aukna samvinnu á sviði
efnahagsmála, viðskipta, umhverfismála og löggæslu stuðla að öryggi og stöðugleika í þessum hluta Evrópu.

Hvað varðar öryggismál Eystrasaltsríkjanna og óskir þeirra um að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu, kvað Halldór
íslensk stjórnvöld styðja aðild þeirra að bandalaginu en ekki væri hægt, að svo stöddu, að fullyrða um það hvenær einstök
ríki gætu fengið aðild.

Í umræðum um samrunaþróun í Evrópu tók utanríkisráðherra undir stuðning allra Norðurlandanna við þá viðleitni
Eystrasaltsríkjanna að sækjast eftir aðild að ESB, enda myndi aðild þeirra að sambandinu stuðla að auknum stöðugleika og
efnahagsþróun á landsvæðum við austurhluta Eystrasaltsins.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 22. ágúst 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum