Hoppa yfir valmynd
14. mars 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 016, 14. mars 1998: Óopinberri heimsókn utanríkisráðherra til Bosníu-Hersegóvínu lýkur.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________



Nr. 16

Óopinberri heimsókn utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar til Bosníu-Hersegóvínu lauk í dag með fundi með íslenskum lögreglumönnum í Alþjóða-lögregluliði Sameinuðu þjóðanna.
Á leið sinni til Bosníu hinn 11. mars átti ráðherra fund með utanríkisráðherra Króatíu, hr. Granitz, í Zagreb. Hinn 12. mars heimsótti ráðherra heilsugæslusveit Íslands í SFOR, Friðargæslusveit Atlantshafsbandalagsins, í Baníu Luka og ræddi við yfirmenn í breska hernum sem íslenska sveitin starfar með. Þá átti hann fund með hr. Dodik, forsætisráðherra heimastjórnar serbneska lýðveldisins.
Hinn 13. mars hitti ráðherra eftirtalda ráðamenn í Sarajevo: Hr. Zivalj, varautanríkisráðherra Bosníu-Hersegóvínu, hr. Lubic, heilbrigðisráðherra Bosníu-Hersegóvínu, hr. O'Sullivan, yfirmann Alþjóðabankans í Bosníu-Hersegóvínu, hr. Monk, yfirmann Alþjóðalögregluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu, frú Rehn, sérstakan fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu.
Auk þess kynnti ráðherra sér nánar verkefni Íslands í Bosníu-Hersegóvínu á sviði heilbrigðismála og hitti starfsfólk Kosevo sjúkrahússins í Sarajevo sem fer til Íslands í þjálfun í næsta mánuði.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 14. mars 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum