Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 1997 Utanríkisráðuneytið

Ávarp ráðherra á þingi Norðurl.ráðs

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________

Nr. 91



Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu um utanríkis- og öryggismál á 49. þingi Norðurlandaráðs sem haldið er í Helsinki dagana 10.-13. nóvember.

Í ræðu sinni fjallaði utanríkisráðherra um mikilvægi norræns samstarfs fyrir Íslendinga og undirstrikaði fjölþætt samstarf Norðurlanda. Hann fagnaði jafnframt aukinni umræðu um utanríkis- og öryggismál í víðu samhengi á vettvangi Norðurlandaráðs.

Í máli sínu vakti ráðherra athygli á auknu vægi svæðisbundinnar samvinnu og samræmingar á samstarfi Norðurlanda innan Eystrasaltsráðsins og Norðurskautsráðsins.

Utanríkisráðherra fjallað einnig um Schengen-samstarfið og lagði áherslu á að tryggja yrði þátttöku Íslendinga í umræðu um Schengen málefni innan Evrópusambandsins.

Ennfremur fagnaði hann hugmyndum finnskra stjórnvalda um "norðlæga vídd" í starfsemi Evrópusambandsins.


Reykjavík, 11. nóvember 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum