Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 020, 7. apríl 2000 60 ára afmæli utanríkisþjónustunnar

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu




Nr. 020


Utanríkisþjónusta Íslands minnist tímamóta í starfi sínu næstkomandi mánudag, 10. apríl. Þann dag verða sextíu ár liðin frá því að Íslendingar tóku framkvæmd utanríkismála í eigin hendur.

Í tilefni afmælisins mun Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opna ljósmyndasýningu í Þjóðarbókhlöðunni sem helguð er 60 ára sögu íslenskrar utanríkisþjónustu. Sérstakur gestur utanríkisráðuneytisins verður Friis Arne Petersen, ráðuneytisstjóri danska utanríkisráðuneytisins.

Tilgangur ljósmyndasýningarinnar er að vekja athygli á mikilvægum viðburðum er tengjast sögu utanríkisþjónustunnar og endurspegla margvísleg verkefni starfsmanna hennar í sextíu ár. Við undirbúning sýningarinnar hefur verið lögð áhersla á að safna saman fjölbreyttu myndefni. Með ljósmyndasýningunni er lagður grunnur að ljósmyndasafni utanríkisráðuneytisins og bættri varðveislu myndefnis á sviði utanríkismála.

Ljósmyndasýningin í Þjóðarbókhlöðunni stendur frá 10. apríl til 10. maí næstkomandi. Stefnt er að því að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum í kjölfarið.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. apríl 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum