Hoppa yfir valmynd
10. september 1996 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn José Cutileiro, aðalfrkvstj. VES

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 069



Dagana 10. - 12. september 1996 verður Aðalframkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, José Cutileiro, í opinberri
heimsókn á Íslandi í boði utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar.

Ásamt því að eiga fund með utanríkisráðherra mun aðalframkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins eiga fundi með
forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, utanríkismálanefnd Alþingis og þingmönnum er
sitja þingmannafundi Vestur-Evrópusambandsins.

Aðalframkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins mun halda blaðamannafund á Hótel Sögu í D-sal á annarri hæð klukkan
15:30 miðvikudaginn 11. september. Klukkan 17:00 sama dag mun hann halda erindi á vegum Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs og ber erindið yfirskriftina "Lykilstaða VES milli Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins".
Fundurinn verður haldinn í Skála á annarri hæð Hótel Sögu.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 10. september 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum