Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2002 Utanríkisráðuneytið

Ráðning Berglindar Ásgeirsdóttur í stöðu eins fjögurra aðstoðarforstjóra OECD.

Nr. 077

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Stjórn OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar í París, ákvað á fundi sínum 25. júlí 2002 að ráða Berglindi Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í stöðu eins fjögurra aðstoðarforstjóra stofnunarinnar til tveggja ára frá og með 2. september n.k.
Berglind Ásgeirsdóttir lauk lögfræðiprófi frá háskóla Íslands 1978 og M.A. prófi í alþjóða samskiptum 1985. Hún hóf störf í utanríkisþjónustunni og starfaði sem sendiráðsritari og síðar sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu og sendiráðunum í Bonn og Stokkhólmi þar til hún var skipuð ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu árið 1988. Hún gegndi störfum framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn árin 1996-1999 og tók þá aftur við starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu.

Höfuðstöðvar OECD eru í París og hefur Ísland átt aðild að stofnuninni frá árinu 1946, en þrjátíu ríki eiga aðild að OECD. Sendiherra Íslands hjá OECD er Sigríður Snævarr sendiherra Íslands í París.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. júlí 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum