Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 105, 11. nóvember 1998: Varautanríkisráðherra Kína Mr. Wang Yingfan kemur í opinbera heimsókn til Íslands.

Nr. 105

Wang Yingfan, varautanríkisráðherra Kína, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 11.-14. nóvember n.k. Í fylgd með honum eru m.a. Ma Chanrong, yfirmaður Vestur-Evrópuskrifstofu kínverska utanríkisráðuneytisins, og Chi Jianchao, deildarstjóri í Vestur-Evrópuskrifstofunni.

Hann mun eiga fund með Helga Ágústssyni ráðuneytisstjóra og fleiri embættismönnum, og fara í kurteisisheimsókn til Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Varautanríkisráðherrann mun auk þess eiga fund með utanríkismálanefnd Alþingis og heimsækja íslensk fyrirtæki; Silfurtún hf., Oz hf. og Marel hf.

Íslensk-kínverska verslunarráðið heldur hádegisverðarboð fyrir varautanríkisráðherrann og borgarstjórinn í Reykjavík heldur honum boð í ráðhúsinu.

Á fimmtudaginn, 12. nóvember, mun Wang Yingfan halda fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 17:00 á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist "The World and China}s Views" og er hann reiðubúinn til þess að svara fyrirspurnum að fyrirlestri loknum.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 11. nóvember 1998


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum