Hoppa yfir valmynd
25. mars 1996 Utanríkisráðuneytið

Íslenskir skipverjar á Mt.Vydunas

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 021



Utanríkisráðuneytið hefur fengið staðfestingu frá stjórnvöldum í Litháen þar sem segir að Búnaðarbankinn í Litháen, einn
eigenda Mt. Vydunas LA-0902, hafi stefnt skipinu heim til Litháen vegna viðskiptalegs ágreinings.

Líðan íslenskra skipverja er góð og munu þeir fá bestu fyrirgreiðslu og þeim verður séð fyrir flugi til Íslands strax við komu
til Litháen.

Utanríkisráðuneytið hefur krafist þess, í ljósi atburða, að Íslendingarnir geti haft fjarskiptasamband við ættingja sína og
íslenska málsvarsaðila. Formlegt svar við kröfu utanríkisráðuneytisins hefur enn ekki borist.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 25. mars 1996

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum