Hoppa yfir valmynd
6. maí 1997 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur Evrópuráðsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 39

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat utanríkisráðherrafund Evrópu-ráðsins, sem haldinn var í Strasbourg í dag.
Eins og kunnugt er tekur Ísland við formennskunni í ráðherranefnd Evrópu-ráðsins vorið 1999 og varaformennsku í nefndinni á næsta ári og hefur undirbúningur að því verið hafinn.
Ráðherrarnir fjölluðu einkum um undirbúning að leiðtogafundi Evrópuráðsins, sem haldinn verður 10.-11. október n.k. auk þess sem rætt var sérstaklega um ástandið í Albaníu.
Í ræðu sinni lagði utanríkisráðherra m.a. áherslu á að Evrópuráðið nýtti sérfræðiþekkingu sína til fullnustu til að treysta stoðir lýðræðis og stöðuleika í Evrópu. Einnig lýsti hann ánægju sinni með störf ráðherranefndarinnar að því er varðar eftirlit með skuldbindingum aðildarríkjanna gagnvart grundvallarreglum Evrópuráðsins.
Samhliða fundinum var haldinn sérstakur fundur um ástandið í Albaníu. Mikill einhugur ríkti um fullan stuðning við að endurreisa lýðræði í landinu og tryggja að kosningar fari fram sem fyrst.
Meðfylgjandi er ræða utanríkisráðherra.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 6. maí 1997.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum