Hoppa yfir valmynd
15. september 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 079, 15. september 1999. Fyrsti fundur 54. allsherjarþings S.Þ.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 079



Á fyrsta fundi 54. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær, gengu þrjú ríki í samtökin. Þau eru Kyrrahafseyríkin Kiribati, Nauru og konungsríkið Tonga. Heildarfjöldi aðildarríkja samtakanna telur nú 188 ríki.

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Þorsteinn Ingólfsson, ávarpaði þingið fyrir hönd vesturlandaríkjahópsins og bauð hin nýju aðildarríki velkomin.

Á þessum fundi eru samkvæmt venju kjörnir varaforsetar allsherjarþingsins og var fastafulltrúi Íslands í hópi þeirra sem kjörnir voru til að gegna slíku embætti á nýhöfnu allsherjarþingi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. september 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum