Hoppa yfir valmynd
25. mars 1997 Utanríkisráðuneytið

Neyðaraðstoð við Bosníu-Herzegóvínu

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 022





Í dag undirritaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar samning við stoðtækjafyrirtækið Össur h/f vegna kaupa á stoðtækjum og tækniaðstoð á því sviði til Bosníu og Herzegóvínu. Samningurinn er hluti af aðstoð Íslands við uppbyggingarstarf í Bosníu og Herzegóvínu sem ríkisstjórnin samþykkti 19. júlí sl. Aðstoðin sem nú er veitt bætir til muna alla möguleika 600 einstaklinga sem misst hafa fót fyrir neðan hné í styrjöldinni í Bosníu og Herzegóvínu. Verkefnið er unnið í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Bosníu og Alþjóðabankann.
Nefnd sem skipuð var af utanríkisráðherra vegna framlags Íslands til uppbyggingarstarfsins í Bosníu og Herzegóvínu vinnur nú að mótun tillagna til ríkisstjórnarinnar um framhald aðstoðarinnar. Til skoðunar eru verkefni á sviði ungbarna- og mæðraverndar sem framkvæmd verða í samvinnu við Alþjóðabankann. Lögð verður áhersla á að bjóða íslenska tækni- og sérfræðiaðstoð. Einnig koma til greina frekari kaup á stoðtækjum og aðstoð á því sviði.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 25. mars 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum