Hoppa yfir valmynd
28. september 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 084, 28. september 1998: Samningur gegn hryðuverkasprengingum undirritaður af Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 084

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritaði í dag í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York samninginn gegn hryðjuverkasprengingum, en hann var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 15. desember 1997.

Samningurinn er mikilvægt skref í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Af þessu tilefni sagði utanríkisráðherra að stefna ætti sem fyrst að undirritun og fullgildingu allra samninga sem beinast gegn hryðjuverkum.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 28. september 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum