Hoppa yfir valmynd
8. mars 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 016, 8. mars 1999: Utanríkisráðherrafundur Barentsráðsins í Bodö í Noregi dagana 4.-5. mars 1999.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 016


Utanríkisráðherrafundur Barentsráðsins var haldinn í Bodö í Noregi dagana 4.-5. mars. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn af hálfu Íslands.
Á fundinum var undirrituð viljayfirlýsing fyrir hönd sex aðildarríkja Barentsráðsins og sjö ríkja sem eiga áheyrnaraðild að ráðinu um að stuðla að og efla samvinnu hvað varðar öryggi og meðferð kjarnorkuúrgangs í Rússlandi. Stefnt er að gerð fjölþjóðlegs samkomulags um samvinnu á þessu sviði hið allra fyrsta.
Utanríkisráðherra, sem undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd sagði á fundinum að um væri að ræða mikilvægt skref til að efla umhverfisvernd á norðurheimsskautssvæðinu. Þá sagði hann Íslendinga leggja mikla áherslu á verndun sjávar gegn hverskonar mengun og hvatti til aukinnar samvinnu Barentsráðsins og Norðurskautsráðsins þar um.
Í yfirlýsingu fundarins koma fram áhersluatriði í starfsemi Barentsráðsins þám. starfsáætlanir á sviði heilsugæslu og menningarmála sem samþykktar voru á fundinum.
Yfirlýsing ráðherrafundarins er meðfylgjandi.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 8. mars 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum