Hoppa yfir valmynd
26. júní 1996 Utanríkisráðuneytið

Markaðsstyrkir

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 054



Á fundi ríkisstjórnarinnar 25. þ.m. var ákveðið að úthluta markaðsstyrkjum samtals að fjárhæð 25 milljónum króna til
íslenskra fyrirtækja. Styrkirnir eru veittir til að efla þekkingu og hæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja við markaðssetningu
erlendis, til þess að auka markaðsstarfsemi fyrirtækja á erlendum mörkuðum og stuðla að aukinni atvinnu.

Alls bárust 144 umsóknir umsóknir um samtals 173 milljónir króna til ýmiss konar verkefna. Úthlutunarnefnd sem í eiga
sæti fulltrúar utanríkisráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og
Útflutningsráðs fjölluðu um umsóknirnar og gerði tillögu um þau 33 fyrirtæki og einstaklinga sem ríkisstjórnin ákvað að
styrkja að þessu sinni. Útflutningsráð Íslands hefur séð um undirbúning verkefnisins, faglegt mat umsókna áður en
úthlutnarnefnd fer yfir þær og hefur með höndum greiðslu styrkjanna og eftirlit með því hvernig þeir nýtast.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 26. júní 1996.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum