Hoppa yfir valmynd
8. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 120, 8. desember 1999 Opinber heimsókn Cornelio Sommaruga, forseta alþjóðaráðs Rauða krossins til Íslands

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 120


Cornelio Sommaruga, forseti alþjóðaráðs Rauða krossins, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 10.-11. desember næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og Rauða kross Íslands. Tilefni heimsóknarinnar er 75 ára afmæli Rauða kross Íslands og sérstakt málþing helgað alþjóðlegum mannúðarmálum sem haldið verður af því tilefni.

Forseti alþjóðaráðs Rauða krossins mun meðal annars verða heiðursgestur í hádegisverðarboði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og eiga fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Hann mun jafnframt taka þátt í sérstakri afmælisdagskrá Rauða kross Íslands, föstudaginn 10. desember næstkomandi.

Cornelio Sommaruga, forseti alþjóðaráðs Rauða krossins, verður ásamt George Weber, aðalframkvæmdastjóra alþjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, frummælandi á málþingi helgað alþjóðlegum mannúðarmálum "Role of Humanitarian Organizations in the World Today and the Main Challenges Ahead".

Málþingið verður haldið í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands kl. 12:00 næstkomandi föstudag 10. desember 1999. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.

Málþingið er skipulagt af Rauða krossi Íslands, utanríkisráðuneytinu og alþjóðastofnun Háskóla Íslands.

Æviágrip Cornelio Sommaruga, forseta alþjóðaráðs Rauða krossins er hjálagt til fróðleiks








Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. desember 1999.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum