Hoppa yfir valmynd
30. september 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 082, 30. september 1999. Framlenging Ómars Kristjánssonar í embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 082


Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem utanríksráðherra skipaði 24. ágúst sl. til að fjalla um framtíðarrekstur flugstöðvarinnar, hefur að undanförnu unnið að athugun á stöðu flugstöðvarinnar í stofnanalegu skipulagi flugvallarsvæðisins. Hún hefur haft samráð við viðkomandi aðila. Á grundvelli þess sem stjórnin hefur lagt til hefur verið ákveðið að hún geri heildstæðar tillögur til utanríkisráðherra um rekstur, stjórnun og stofnanalegt fyrirkomulag FLE á flugvallarsvæðinu.
Fjögur embætti heyra undir utanríkisráðherra á Keflavíkurflugvelli, og fara þau með mismunandi þætti í starfseminni á flugvallarsvæðinu: sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Fríhöfnin og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnin telur að nauðsynlegt sé að afmarka og skýra frekar verksvið Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar gagnvart öðrum embættum er starfa í umboði ráðherra á flugvallarsvæðinu og að ákveða nánar verkaskiptingu milli flugstöðvarinnar og þessara rekstrareininga.
Því hefur verið ákveðið að falla frá því að skipa í embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á grundvelli auglýsingarinnar frá 30. mars sl., en setning núverandi forstjóra , Ómars Kristjánssonar, í embættið verður framlengd um eitt ár til 1. október 2000, að tillögu stjórnarinnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. september 1999.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum