Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 010, 15. febrúar 1999: Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna 16.-17. febrúar 1999.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 010

Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 16. til 17. febrúar. Er hér um að ræða fyrri fund utanríkisráðherra Norðurlandanna á þessu ári. Seinni fundurinn verður einnig haldinn á Íslandi þar sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fer með norræna formennsku í ár. Sérstakur gestur fundarins verður Daniel Tarschys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Meðal umræðuefna á fundinum verður aukin norræn áhersla innan evrópskra stofnana, en á þessu ári taka tvö Norðurlandanna við formennsku á því sviði, Ísland í Evrópuráðinu og Noregur í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).

Boðað er til fréttamannafundar miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 12:00 í Skála, 2. hæð að afloknum fundi utanríkisráðherranna.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. febrúar 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum