Hoppa yfir valmynd
14. desember 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 123, 14. desember 1999Bókun við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 123


Þorsteinn Ingólfsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði í gær, f.h. íslenskra stjórnvalda, bókun við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Samtals 22 ríki undirrituðu bókunina sem tekur gildi er 10 ríki hafa fullgilt hana. Með henni er opnuð kæruleið fyrir konur sem verða fyrir kynferðismisrétti en einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu misrétti geta samkvæmt bókuninni lagt fram kvörtun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fullgildingu bókunarinnar verður nefnd um afnám alls misréttis gagnvart konum veitt heimild til að taka við og fjalla um kvartanir frá einstaklingum og hópum um kynferðislegt misrétti. Nefndin mun taka til umfjöllunar mál í ríkjum sem hafa undirritað bókunina og þá eingöngu eftir að allar lagalegar leiðir innan viðkomandi lands hafa reynst árangurslausar í að koma í veg fyrir kynferðislegt misrétti.





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 14. desember 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum