Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 074, 20. ágúst 1998: Fordæming Íslendinga á hryðjuverkum.

Nr. 074

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu

Utanríkisráðherra fordæmir þá illvirkja sem standa að baki hryðjuverkum er heimsbyggðin hefur orðið vitni að í Kenýu, Tansaníu og nú síðast á Norður-Írlandi.
Utanríkisráðherra sendir þeim fjölmörgu, sem eiga um sárt að binda, innilegustu samúðarkveðjur.
Þótt aðstæður í Næróbí, Dar es Salaam og Omagh séu mismunandi eiga hryðjuverkin það sameiginlegt að þau bitnuðu á saklausum borgurum sem áttu sér einskis ills von. Hér er því um að ræða glæpsamlegt athæfi, fjöldamorð, sem aldrei er hægt að réttlæta.
Ísland mun styðja hertar alþjóðlegar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum sem miða að því að koma í veg fyrir hryðjuverk, en jafnframt að því að þeir sem að þessum morðum stóðu verði látnir sæta ábyrgð.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 20. ágúst 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum