Hoppa yfir valmynd
21. september 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 81, 21. september 1998: Utanríkisráðherrafundur Norðurskautsráðsins var haldinn í bænum Iqaluit á Baffinslandi 17.-18. september sl.

Utanríkisráðherrafundur Norðurskautsráðsins var haldinn í bænum Iqaluit á Baffinslandi 17.-18. september sl. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra sat fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherrra. Var þetta fyrsti utanríkisráðherrafundur ráðsins frá stofnun þess 1996.
Á fundinum voru samþykktar starfsreglur fyrir ráðið, teknar ákvarðanir um starfsemi ráðsins á næstu tveimur árum einkum er lúta að sjálfbærri þróun og umhverfisvernd á Norðurskautssvæðinu og samþykkt aðild áheyrnarfulltrúa að ráðinu.
Þá var samþykkt aðgerðaáætlun um verndun hafsins á norðurskautssvæðinu sem unnið hefur verið að á vegum ráðsins undanfarin ár og ákveðið að hrinda henni í framkvæmd sem fyrst. Umsjón með framkvæmd áætlunarinnar verður í höndum skrifstofu (PAME - Protection of the Marine Environment) sem staðsett verður á Íslandi.
Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra lagði á það áherslu á fundinum að ráðið þyrfti að nálgast málefni sjálfbærrar þróunar á norðurskautssvæðinu með skipulegum hætti t.d. með gerð heildstæðrar áætlunar þar um. Hann lýsti yfir stuðningi við fyrirætlanir um stofnun háskóla norðurskautsins. Hann hvatti jafnframt til að hugað yrði nánar að skipulagi og fjármögnun starfsemi Norðurskautsráðsins.
Meðfylgjandi er yfirlýsing ráðherrafundarins.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 21. september 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum