Hoppa yfir valmynd
9. september 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 082, 11. september, 2001: Neyðarvakt í utanríkisráðuneytinu vegna hryðjuverka í Bandaríkjunum

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 082


Vegna hinna hörmulegu hryðjuverka í Bandaríkjunum í dag hefur utanríkisráðuneytið sett upp neyðarvakt í utanríkisráðuneytinu og í sendiskrifstofum Íslands í New York og Washington. Ráðuneytið hefur skipulagt sérstaka símsvörun til að svara fyrirspurnum frá aðstandendum Íslendinga sem búsettir eru, starfa eða kunna hafa verið á umræddum svæðum í nágrenni hryðjuverkanna. Fastanefnd Íslands hjá Sþ. í New York og sendiráði Íslands í Washington hefur verið falið að afla upplýsinga um þessa Íslendinga eins og kostur er og veita alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stendur. Á þessari stundu hafa utanríkisráðuneytinu ekki borist fréttir af því að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna af völdum hryðjuverkanna.

Utanríkisráðuneytið beinir því til aðstandenda að hafa ekki beint samband við viðkomandi sendiskrifstofur heldur beina fyrirspurnum til neyðarvaktar ráðuneytisins í síma 5609900.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. september 2001.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum