Hoppa yfir valmynd
7. september 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 080, 7. september 2001: Kynning á Íslensku friðargæslunni, 10. september 2001

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 080


Utanríkisráðuneytið boðar til blaðamannafundar mánudaginn 10. september kl. 16:00 í fundarsal á 2. hæð utanríkisráðuneytisins þar sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun kynna Íslensku friðargæsluna og áform um eflingu á þátttöku Íslands í friðargæslu.

Íslensku friðargæsluna skipa þeir starfsmenn sem starfa að friðargæslu á vegum utanríkisráðuneytisins á hverjum tíma og allt að 100 einstaklingar sem gefa kost á sér til friðargæslustarfa með skömmum fyrirvara. Umsjón með Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Í kjölfar kynningarinnar mun Utanríkisráðuneytið auglýsa eftir umsóknum frá einstaklingum sem gefa vilja kost á sér til friðargæslustarfa. Úr þeim umsóknum verða valdir allt að 100 einstaklingar til að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar. Gert er ráð fyrir að úr þeim hópi verði valdir einstaklingar til að fjölga íslenskum friðargæsluliðum við störf erlendis, í 20 árið 2002 og 25 starfsmenn árið 2003, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. Að því loknu verður metið hvort byggja eigi upp getu til að senda allt að 50 starfsmenn til friðargæslustarfa erlendis.

Nánari upplýsingar um blaðamannafundinn veitir Auðunn Atlason, sendiráðsritari á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, s. 5609917, [email protected]



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. september 2001.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum