Hoppa yfir valmynd
7. júní 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 042, 7. júní 2000. Íslandsheimsókn Ding Guangen.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 42


Ding Guangen, ráðherra upplýsingamála í Kína, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 7.-9. júní ásamt sendinefnd.

Í heimsókninni mun ráðherrann hitta forseta Íslands og eiga fund með Geir H. Haarde, starfandi forsætisráðherra. Hann mun kynna sér starfsemi fjölmiðla á Íslandi og heimsækja m.a. Morgunblaðið, Ríkissjónvarpið og Stöð 2. Ding Guangen mun einnig eiga fundi með menntamálanefnd Alþingis og fulltrúum menntamálaráðuneytisins, heimsækja hugbúnaðarfyrirtæki og Þjóðmenningarhúsið. Kínverski ráðherrann mun auk þessa heimsækja Grindavíkurbæ og kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi ásamt Bláa Lóninu.

Á fundum ráðherrans verða rædd tvíhliða samskipti Íslands og Kína, fjölmiðlalöggjöf, fjarskiptatækni o.fl.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. júní 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum