Hoppa yfir valmynd
28. apríl 1998 Utanríkisráðuneytið

Nr. 034, 28. apríl 1998:Fundur um frjálsa för fólks innan EES.


Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 34


Haldinn verður opinn Haldinn verður opinn fundur um frjálsa för fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, á vegum utanríkisráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins, fimmtudaginn 30. apríl 1998 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, kl. 13:00.
Sigríður Snævarr sendiherra setur fundinn. Frummælendur verða sjö: Diego Mellado Pascua, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, fjallar um forsögu ESB-reglna um frjálsa för fólks, inntak EES-reglna um þetta og mál sem Evrópudómstóllinn hefur fjallað um þar að lútandi; Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um skipulag vinnumála á Íslandi og EES; Gunnar E. Sigurðsson, deildarstjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um EURES-samstarfið; Hildur Sverrisdóttir, deildarstjóri alþjóðadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, fjallar um EES-reglur um almannatryggingar; Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, fjallar um reglur innan EES um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina og vottorða; Martin Eyjólfsson sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni, fjallar um Schengen-samstarfið og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, fjallar umupptöku EES-reglna um frjálsa för launþega í íslenska löggjöf.
Þá verða pallborðsumræður, sem Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í EES-málum, stjórnar.
Í lokinn gerir María Erla Marelsdóttir, sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni, grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins.
Fundarstjóri verður Ólafur Sigurðsson, sendiráðunautur í utanríkisþjónustunni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Sigríður Snævarr sendiherra setur fundinn. Frummælendur verða sjö: Diego Mellado Pascua, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, fjallar um forsögu ESB-reglna um frjálsa för fólks, inntak EES-reglna um þetta og mál sem Evrópudómstóllinn hefur fjallað um þar að lútandi; Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um skipulag vinnumála á Íslandi og EES; Gunnar E. Sigurðsson, deildarstjóri Vinnumálastofnunar, fjallar um EURES-samstarfið; Hildur Sverrisdóttir, deildarstjóri alþjóðadeildar Tryggingastofnunar ríkisins, fjallar um EES-reglur um almannatryggingar; Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, fjallar um reglur innan EES um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina og vottorða; Martin Eyjólfsson sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni, fjallar um Schengen-samstarfið og Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, fjallar umupptöku EES-reglna um frjálsa för launþega í íslenska löggjöf.
Þá verða pallborðsumræður, sem Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í EES-málum, stjórnar.
Í lokinn gerir María Erla Marelsdóttir, sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni, grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins.
Fundarstjóri verður Ólafur Sigurðsson, sendiráðunautur í utanríkisþjónustunni. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.


***
Opinn fundur um frjálsa för fólks innan EES haldinn á vegum félagsmálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, fimmtudaginn 30. apríl 1998
á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, kl. 13:00.
Dagskrá:

kl. 13:15 Setning
Sigríður Snævarr, sendiherra í utanríkisþjónustunni
kl. 13:20 Forsaga EB-reglna um frjálsa för fólks, inntak EES-reglna um frjálsa för fólks og mál Evrópudómstólsins um frjálsa för fólks.
Diego Mellado Pascua, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins.
kl. 13:45 Skipulag vinnumála á Íslandi og EES
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
kl. 14:00 EURES-samstarfið
Gunnar E. Sigurðsson, deildarstjóri Vinnumálastofnunar
kl: 14:15 Kaffihlé
kl. 14:30 EES-reglur um almannatryggingar
Hildur Sverrisdóttir deildarstjóri alþjóðadeildar Tryggingastofnunar ríkisins.
kl. 14:45 Reglur innan EES um gagnkvæma viðurkenningu prófskírteina og vottorða.
Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu
kl. 15:00 Schengen-samstarfið
Martin Eyjólfsson, sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni
kl. 15:15 Kaffihlé
kl. 15:25 Upptaka EES-reglna um frjálsa för launþega í íslenska löggjöf
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
kl. 15:55 Pallborðsumræður
Stjórnandi: Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í EES-málum
kl. 16:35 Stutt samantekt og niðurstöður
María Erla Marelsdóttir, sendiráðsritari í utanríkisþjónustunni
Fundarstjóri: Ólafur Sigurðsson, sendiráðunautur í utanríkisþjónustunni


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 28. apríl 1998.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum