Norðurslóðir ekki lengur á hjara veraldar

29.3.2017

  • Hlýtt á ávarp Guðlaugs Þórs.

Áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum og aukin alþjóðleg athygli á málefnum svæðisins voru meginefni ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt á ráðstefnu um samvinnu á norðurslóðum sem nú stendur yfir í Arkhangelsk í Rússlandi. Í ávarpi sínu sagði Guðlaugur Þór norðurslóðamál forgangsmál í utanríkisstefnunni, enda vörðuðu þau margvíslega hagsmuni eru lytu að umhverfi, efnahagsmálum og nýtingu auðlinda, varnar- og öryggismálum og innviðauppbyggingu. Minnti ráðherra einnig á mikilvægi málefna hafsins og Norðurskautsráðið sem leiðandi vettvang um málefni norðurslóða, en Ísland tekur við formennsku í ráðinu árið 2019.

„Það sem gerist á norðurslóðum hefur áhrif langt út fyrir svæðið og á sama hátt hefur þróun fjarri norðurslóðum mikil áhrif á málefni svæðisins. Norðurslóðir eru því nátengdar öðrum svæðum og við erum þar háð víðtækri samvinnu hvað sem líður ágreiningsmálum annars staðar. Norðurslóðir eru ekki lengur á hjara veraldar, heldur gegna lykilhlutverki í framtíð okkar allra,“ segir Guðlaugur Þór.

GThTh-og-BBUtanríkisráðherra átti einnig fund með norska starfsbróður sínum, Børge Brende, þar sem samvinna ríkjanna var rædd, meðal annars innan EFTA og í tengslum við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þá ræddu ráðherrarnir samstarf á norðurslóðum og innan Eystrasaltsráðsins, sem og í öryggis- og varnarmálum, ekki síst á Norður-Atlantshafi. „Við ræddum einnig nýliðna Noregsheimsókn forseta Íslands og náin tengsl þessara vinaþjóða á flestum sviðum mannlífsins," segir Guðlaugur Þór.

Merki markmiðs númer 15, líf á landiMerki markmiðs númer 14, líf í vatniMerki markmiðs númer 13, verndun jarðarinnarEfni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Til baka Senda grein