Fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands afturkölluð

17.7.2016

Eftir regulegan samráðsfund Norðurlandanna um borgaraþjónustu hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að afturkalla fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands þar sem varað var við ónauðsynlegum ferðum til landsins. Hins vegar vill utanríkisráðuneytið enn hvetja Íslendinga sem eru staddir í landinu að gæta fyllstu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. 

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist áfram grannt með þróun mála í Tyrklandi og hefur verið í sambandi við Íslendinga í landinu sem langflestir eru á sumarleyfissvæðum við suðurströndina. Norðurlöndin munu áfram hafa stöðugt samráð um borgaraþjónustu vegna ástands mála í Tyrklandi.

Til baka Senda grein