Fulltrúi stjórnvalda við útför Peres

29.9.2016

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands gagnvart Ísrael, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við útför Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísraels, sem fer fram í Jerúsalem á morgun.

Peres lést í gær, miðvikudag, 93 ára að aldri.

Til baka Senda grein