ESB opnar tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi

29.7.2016

Hinn 1. ágúst nk. mun Evrópusambandið (ESB) opna tiltekna tollfjálsa innflutningskvóta fyrir fersk og kæld karfaflök, frosinn leturhumar, heilfrysta síld og niðursoðna þorsklifur, samkvæmt viðbótarbókun við fríverslunarsamning Íslands og ESB  frá 1972 sem undirrituð var 3. maí sl. Samningaviðræður um kvótana fóru fram samhliða viðræðum um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES.

Samkvæmt ákvæðum samningsins og framkvæmdareglugerð ESB nr. 2016/1219 verður magn innan tollfrjáls innflutningskvóta fyrir hverja tegund á hverju kvótatímabili á gildistíma samningsins sem hér segir:

 

Fersk og kæld karfaflök (Tollskrárnúmer ESB 0304 49 50)

Kvótatímabil Tonn
Frá 1.8.2016 til 30.4.2017 2.211
Frá 1.5.2017 til 30.4.2018 2.948
Frá 1.5.2018 til 30.4.2019 2.948
Frá 1.5.2019 til 30.4.2020 2.948
Frá 1.5.2020 til 30.4.2021 2.948

 

Frosinn leturhumar (Tollskrárnúmer ESB 0306 15 90)

Kvótatímabil Tonn
Frá 1.8.2016 til 30.4.2017 1.106
Frá 1.5.2017 til 30.4.2018 1.474
Frá 1.5.2018 til 30.4.2019 1.474
Frá 1.5.2019 til 30.4.2020 1.474
Frá 1.5.2020 til 30.4.2021 1.474

 

Heilfryst síld (Tollskrárnúmer ESB 0303 51 00)

Kvótatímabil Tonn
Frá 1.8.2016 til 30.4.2017 1 050
Frá 1.5.2017 til 30.4.2018 1 400
Frá 1.5.2018 til 30.4.2019 1 400
Frá 1.5.2019 til 30.4.2020 1 400
Frá 1.5.2020 til 30.4.2021 1 400

 

Niðursoðin þorsklifur og fl. (Tollskrárnúmer ESB 1604 20 90)

Kvótatímabil Tonn
Frá 1.8.2016 til 30.4.2017 2.764
Frá 1.5.2017 til 30.4.2018 3.685
Frá 1.5.2018 til 30.4.2019 3.685
Frá 1.5.2019 til 30.4.2020 3.685
Frá 1.5.2020 til 30.4.2021 3.685

 

Vakin er athygli á því að ónýttur innflutningskvóti á hverju tímabili flyst ekki yfir á næsta tímabil.

Til baka Senda grein