Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Neyðaraðstoð vegna Sýrlands hækkuð um 125 milljónir - 23.12.2016

Alþingi samþykkti í gærkvöldi að hækka framlög til mannúðaraðstoðar til Sýrlands á þessu ári um 50 milljónir króna. Þetta er til viðbótar 23 milljónum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita aukalega til neyðaraðstoðar í landinu, meðal annars til þess að veita sálræna aðstoð fyrir flóttabörn frá Aleppo. Þá hefur ráðherra ákveðið að ráðstafa 52 milljónum þegar í byrjun næsta árs til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. 

Lesa meira

Íslendingar í Berlín láti aðstandendur vita af sér - 19.12.2016

Mannskæð hryðjuverkaárás var gerð á jólamarkað í Berlín fyrr í kvöld. Hvetur utanríkisráðuneytið alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta.

Lesa meira

Stutt við landsfélög SÞ og verkfærakistu í jafnréttismálum - 13.12.2016

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, undirritaði í dag samning við landsnefnd Barnahjálpar SÞ, landsnefnd UN Women og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um áframhaldandi stuðning við rekstur Miðstöðvar SÞ á Íslandi.

Lesa meira

Brot á mannréttindum öryggisógn - 12.12.2016

Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) var haldinn í Hamborg, Þýskalandi, dagana 8.-9. desember.

Lesa meira

Orðastríðið - 7.12.2016

Helgi Ágústsson

Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra hefur tekið saman endurminningar sínar frá því í landhelgisdeilunni við Breta í tilefni þess að í ár eru 40 ár liðin frá lokum deilunnar. Helgi, sem er einn af okkar reyndustu diplómötum, var sendur til starfa við sendiráð Íslands í London þegar Niels P. Sigurðsson sendiherra var kallaður heim í mótmælaskyni við aðgerðir Breta á miðunum. 

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið áfram í lykilhlutverki - 7.12.2016

NATO fundur í Brussel

Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja sem haldinn var í Brussel í gær og dag. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands

Lesa meira

Snýst um grundvallaratriði - 2.12.2016

Á fundi með Iceland Foods kynnti fyrirtækið tillögur sem stóðust ekki væntingar Íslands. Lagalegum aðgerðum til að ógilda skráningu orðmerkisins „Iceland“ hjá EUIPO verður því fram haldið.

Lesa meira

Ísland fái að nota nafnið sitt - 24.11.2016

Utanríkisráðuneytið, auk Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins, hafa gripið til lagalegra aðgerða gegn bresku verslunarkeðjunni Iceland Foods, sem hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. 

Lesa meira

Ráðherra fagnar niðurstöðu ESA - 23.11.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fagnar niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í dag en stofnunin telur að íslenskum yfirvöldum hafi verið heimilt að setja lög um eign á aflandskrónum og að þau hafi verið í samræmi við EES-samninginn.

Lesa meira

Formaður hermálanefndar NATO á Íslandi - 21.11.2016

Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, Petr Pavel hershöfðingi,fundaði í dag með Stefáni Hauki Jóhannnessyni, ráðuneytisstjóra utanrikisráðuneytisins, forstjóra Landhelgisgæslunnar, og starfsmönnum beggja stofnana.

Lesa meira

EFTA ríkin vinni nánar saman - 21.11.2016

Samskipti EFTA-ríkjanna og Bretlands voru þungamiðjan í umræðum á ráðherrafundi EFTA sem haldin var í Genf í dag.

Lesa meira

Samráð um Brexit mikilvægt - 15.11.2016

EFTA-ríkin innan EES leggja ríka áherslu á náið samráð við Evrópusambandið og Breta vegna viðræðna um útgöngu þeirra síðarnefndu úr sambandinu.

Lesa meira

Aukið hagræði fyrir farþega til Bandaríkjanna - 4.11.2016

Bandarísk yfirvöld munu að ósk Íslands kanna kosti þess, að koma á fót tollskoðun og forvottun farþega á leið til Bandaríkjanna við brottför þeirra frá Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Ísland aðili að samningi WTO um viðskiptaliprun - 2.11.2016

Ísland gerðist aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnarinnar um viðskiptaliprun (Trade Facilitation Agreement) þann 31. október sl.  Samningnum um viðskiptaliprun er ætlað að stuðla að aukinni skilvirkni og hraða við tollframkvæmd, þ.m.t. tollafgreiðslu. Þessu markmiði skal ná með að greiða fyrir samvinnu á milli tollayfirvalda og annara yfirvalda sem fara með málefni tengd framkvæmd samningsins.

Lesa meira

25 milljónir til Neyðarsjóðs SÞ vegna Haítí og Sýrlands - 1.11.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 25 milljónum króna til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna, m.a. vegna hamfaranna á Haiti og afleiðinga átakanna í Sýrlandi.

Lesa meira

Fundað með formönnum utanríkismálanefnda um öryggismál, jafnrétti og Brexit - 24.10.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með formönnum utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en þeir eru staddir hérlendis í boði Alþingis.

Lesa meira

Innlent eignarhald er lykillinn að árangri - 20.10.2016

Þetta er ein af megin niðurstöðum fyrirlestrar Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, í hinum virta London School of Economics þar sem hún ræddi viðbrögð Íslands við fjármálaáfallinu og hvaða lærdóm mætti draga af því.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skipar nýja stjórn Íslandsstofu - 18.10.2016

Fjórir stjórnarmenn eru skipaðir eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar, alls sjö manns.

Lesa meira

BREXIT: Enn frekari áhersla á að tryggja íslenska hagsmuni - 15.10.2016

Ráðherranefnd um BREXIT ákvað á fundi sínum í gær, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að efla enn frekar undirbúning Íslands vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu

Lesa meira

Rætt um afvopnunarmál og arfleifð Höfðafundar - 12.10.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ræddi í morgun afvopnunarmál og arfleifð Höfðafundarins á fundi með Thomas Countryman, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

Lesa meira

Áhugi á frekara samstarfi við ÖSE um jafnréttis- og orkumál - 11.10.2016

Lilja tekur á móti Lamberto Zannier

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Lamberto Zannier, framkvæmdastjóra Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.

Lesa meira

Jarðhitaskólinn útskrifar 34 sérfræðinga - 11.10.2016

Aldrei hafa fleiri sérfræðingar útskrifast í einu frá Jarðhitaskóla Háskóla SÞ. Nemendurnir komu frá 15 löndum og sérfræðingar frá Ungverjalandi voru nú í fyrsta sinn á meðal nema við skólann.

Lesa meira

Lítum til Höfðafundarins með hlýju og stolti - 11.10.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ávarpaði alþjóðlegt málþing, sem haldið er í Höfða í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin frá leiðtogafundi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Reykjavík.

Lesa meira

Utanríkisráðherra og Ban Ki-moon ræða jafnrétti, norðurslóðir og málefni hafsins - 8.10.2016

Ástandið í Sýrlandi og straumur flóttamanna, jafnréttismál og málefni norðurslóða og hafsins voru meðal umræðuefna á fundi Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem staddur er hér á landi.

Lesa meira

Ráðherra ræðir loftslagsmál og samvinnu norðurskautsríkjanna á Hringborði norðurslóða - 7.10.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði loftslagsmál og samvinnu norðurskautsríkjanna sérstaklega skil í ræðu sem hún hélt við opnun Hringborðs norðurslóða í Hörpunni, en hartnær 2.000 þátttakendur taka þátt í því.

Lesa meira

Ban Ki-moon til Íslands - 6.10.2016

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Ísland 8.-9. október næstkomandi. Aðalframkvæmdastjórinn mun funda með Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra.

Lesa meira

Heildstæð nálgun í öryggismálum - 6.10.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra setti í dag ráðstefnu um brottför varnarliðsins og þróun varnarmála í Þjóðminjasafninu, en ráðstefnan er sú fyrsta af þremur sem haldin er í tilefni þess að 10 ár eru nú liðin frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Miðnesheiði.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Timo Soini - 6.10.2016

Lilja og Timo Soini

Tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, efnahagsmál, norðurslóðir og öryggismál voru meðal umræðuefna Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands á fundi í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag, en utanríkisráðherra Finnlands er staddur hér á landi í boði Lilju. Málefni Evrópu, þ.m.t. útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, og samskipti Norðurlandanna og Bandaríkjanna voru ennfremur á dagskrá fundarins.

Lesa meira

Ban Ki-moon ávarpar ráðstefnu um arfleifð og áhrif Höfðafundarins - 5.10.2016

Ráðstefna í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundi Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða, verður haldin í Háskóla Íslands, laugardaginn 8. október nk

Lesa meira

Samstarf Fulbright og utanríkisráðuneytisins um norðurslóðir endurnýjað - 3.10.2016

Með samningnum heldur utanríkisráðuneytið áfram að styrkja komu bandarískra fræðimanna til kennslu og rannsókna á sviði norðurslóðafræða við menntastofnanir á Íslandi.

Lesa meira

Íslenska jarðhitaverkefnið í Austur-Afríku fær góða einkunn í óháðri úttekt - 29.9.2016

Fjögurra ára samstarfsverkefni um jarðhitaleit í austanverðri Afríku milli utanríkisráðuneytisins og Norræna þróunarsjóðsins (NDF), fær prýðisgóða einkunn í óháðri úttekt og er sagt mikilvægt, vel undirbúið og framkvæmt. 

Lesa meira

Fulltrúi stjórnvalda við útför Peres - 29.9.2016

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands gagnvart Ísrael, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við útför Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísraels, sem fer fram í Jerúsalem á morgun.

Lesa meira

Samúðarkveðjur vegna fráfalls Shimon Peres - 28.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur sent ísraelskum stjórnvöldum samúðarskeyti vegna fráfalls Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael, sem lést í nótt.

Lesa meira

Endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna minnst - 26.9.2016

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands minntust þess við athöfn í Höfða í dag að 25 ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna en Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Lesa meira

Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York - 26.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Anthony Lake framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, formfestu samstarf íslenskra stjórnvalda og UNICEF með undirritun rammasamnings í höfuðstöðvum UNICEF.

Lesa meira

Mikilvægi menntunar og baráttunnar fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu - 24.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að meginefni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

Lesa meira

Endurnýjanlegir orkugjafar og tengslin styrkt - 22.9.2016

Möguleikinn á frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar og raforkuvinnslu var umræðuefnið á fundi sem Ísland, Kenýa og IRENA, alþjóðastofnun um endurnýjanlega orkugjafa, stóðu fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í dag.

Lesa meira

Samstarfssamningur sem miðar að útrýmingu hungurs - 22.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Ertharin Cousin, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), undirrituðu í dag samning um framlög Íslands til verkefna WFP.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst 22. september - 21.9.2016

kosning

Hægt er að kjósa í sendiráðum, á aðalræðisskrifstofum og eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

Lesa meira

Fullgilding samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks samþykkt samhljóða á Alþingi - 20.9.2016

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði Alþingi jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir mannréttindamál við tyrkneska ráðamenn - 20.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem hófst formlega í New York í dag.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir lista yfir forgangsmál fyrir hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu - 20.9.2016

Í forgangslistanum eru skilgreind helstu hagsmunamál Íslands á meðal þeirra málefna sem eru í lagasetningarferli innan Evrópusambandsins.

Lesa meira

Alþingi samþykkir fullgildingu Parísarsamningsins - 19.9.2016

Mosinn glóir

Alþingi samþykkti í dag að heimila fullgildingu Parísarsamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál með öllum greiddum atkvæðum. Þar með verður Ísland meðal fyrstu 55 ríkjanna sem þurfa að fullgilda samninginn til að hann taki gildi.

Lesa meira

Ráðherra fundar með Ban Ki-moon - 19.9.2016

Ban Ki-moon færði  Íslendingum sérstakar þakkir fyrir að tala fyrir jafnréttismálum og leggja Sameinuðu þjóðunum lið í því mikilvæga verkefni

Lesa meira

Norðurskautsráðið: Samvinna og friður - 19.9.2016

Yfirlýsing utanríkisráðherra aðildarríkja Norðurskautsráðsins í tilefni þess að 20 áru eru liðin frá stofnun þess. 

Lesa meira

Mikill áhugi á reynslu Íslands - 18.9.2016

Aðgerðir Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins 2008 og efnahagsárangurinn sem náðst hefur á undanförnum árum var inntakið í fyrirlestri sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hélt fyrir bandaríska hagfræðinga í The National Economists Club í Washington.

Lesa meira

Íslenskum ríkisborgurum sem hafa verið búsettir erlendis lengur en átta ár gert kleift að kjósa - 17.9.2016

Umsókn íslensks ríkisborgara um að vera tekinn á kjörskrá á grundvelli þessarar heimildar þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi fimmtudaginn 29. september 2016. 

Lesa meira

Ræðismenn leggja Íslendingum lið með ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi - 17.9.2016

Sendiráð Íslands í Bandaríkjunum og Kanada auk fastanefndar Íslands hjá SÞ efndu til ræðismannafundar 16. - 17. september fyrir ræðismenn Íslands í Bandaríkjunum, Kanada og Mið- og Suður-Ameríku.

Lesa meira

Tæplega 80 milljónir til þróunarsamvinnuverkefna á vegum íslenskra borgarasamtaka - 16.9.2016

Stúlka í fátækrahverfi í Kampala

Utanríkisráðuneytið veitti í þessum mánuði fimm styrki til þróunarsamvinnuverkefna á vegum íslenskra borgarasamtaka. Alls nema styrkirnir tæplega 80 milljónum króna en hæstu styrkirnir fóru til Rauða krossins á Íslandi vegna langtímaverkefnis til aðstoðar geðfatlaðra í Hvíta-Rússlandi, 31,4 milljónir króna til tveggja ára, og til Hjálparstarfs kirkjunnar sem hlaut 26,4 milljóna króna styrk til þriggja ára vegna langtímaverkefnis til valdeflingar ungs fólks í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda.

Lesa meira

Samvinna Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í 25 ár - 16.9.2016

Mynd af auglýsingu fyrir málþingið

Mánudaginn 26. september minnumst við þess að árið 1991 endurheimtu Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, sjálfstæði sitt í þeirri lýðræðisbylgju sem þá fór um Evrópu með málþingi í Norræna húsinu frá kl. 14-16. Nú 25 árum síðar er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ennþá í forgangi meðal landanna allra.

Lesa meira

Landgræðsluskólinn útskrifar ellefu sérfræðinga - 15.9.2016

Í gær útskrifuðust ellefu sérfræðingar úr sex mánaða námi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimm konur og sex karlar. Nemendurnir komu að þessu sinni frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Níger og Úganda.

Lesa meira

Mælt fyrir fullgildingu samnings um réttindi fatlaðs fólks - 13.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira

Jafnrétti og endurnýjanleg orka rædd á fundi með forseta Innviðafjárfestingabanka Asíu - 10.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með Jin Liqun, bankastjóra Innviðafjárfestingabanka Asíu (AIIB), sem formlega tók til starfa í janúar 2016. Ísland hefur verið aðili að bankanum frá upphafi. 

Lesa meira

Aðild Íslands að Norðurskautsráðinu gegnir lykilhlutverki - 9.9.2016

Málefni norðurslóða eru eitt af forgangsmálum í utanríkisstefnu Íslendinga og aðildin að Norðurskautsráðinu gegnir þar lykilhlutverki, sagði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á málþingi í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun Norðurskautsráðsins. 

Lesa meira

Hagsmunir Íslands á norðurslóðum - 8.9.2016

Mat á hagsmunum Íslands vegna norðurslóða var kynnt á fundi í háskólanum á Akureyri 8. september. 

Lesa meira

Fullgilding Parísarsamningsins rædd á Alþingi - 7.9.2016

Samningurinn, sem samþykktur var í desember síðastliðinn og undirritaður í apríl, skuldbindur ríki heims til að vinna saman að því að bregðast við loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

Lesa meira

Fundur með utanríkisráðherra Bangladesh - 7.9.2016

Loftslagsmál, efnahagsmál, samvinna á sviði sjávarútvegs og orkunýtingar og mannréttindamál, voru rædd á fundi Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Abdul Hassan Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladesh. 

Lesa meira

Hagsmunamat Íslands á norðurslóðum og staða Norðurskautsráðsins - 7.9.2016

Hagsmunamat á norðurslóðum

Norðurskautsráðið er 20 ára um þessar mundir og að því tilefni er efnt til tveggja viðburða í þessari viku um norðurslóðamál á Akureyri og í Reykjavík

Lesa meira

Öryggismál, mannréttindi, flóttamannamál og Brexit rædd í Potsdam - 2.9.2016

Lilja Alfreðsdóttir sótti utanríkisráðherrafund ÖSE ríkja og átti einnig tvíhliða fund með utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson. 

Lesa meira

Lög um þjóðaröryggisráð samþykkt á Alþingi - 1.9.2016

Þjóðaröryggisráði er meðal annars ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti fyrr á árinu og vera samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál.

Lesa meira

Tollareglur verða endurskoðaðar - 31.8.2016

Í kjölfar funda íslenskrar sendinefndar, undir forystu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, með ráðamönnum í Nígeríu hafa tollayfirvöld tilkynnt að vinnureglur verði teknar til endurskoðunar.

Lesa meira

Parísarsamningurinn fyrir Alþingi - 31.8.2016

Samningurinn verður lagður fyrir Alþingi ásamt þingsályktunartillögu um heimild fyrir ríkisstjórnina að fullgilda hann.

Lesa meira

Aukið samstarf milli Íslands og Nígeríu - 30.8.2016

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, og Geoffrey Jideofor Kwusike Onyeama, utanríkisráðherra Nígeríu að loknum fundi í Abuja í Nígeríu.

Formlegur samstarfsvettvangur vegna viðskipta milli Íslands og Nígeríu er í burðarliðnum, eftir að utanríkisráðherra Nígeríu lýsti stuðningi við tillögu Lilju Alfreðsdóttur þess efnis á fundi þeirra í Abuja í Nígeríu. Markmiðið er að styrkja viðskiptasamband ríkjanna, auka gagnkvæm viðskipti og kanna möguleikann á útflutningi á íslensku hugviti til Nígeríu, m.a. tæknilausnum í fiskvinnslu og útgerð. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra á fundi NB8 ríkjanna - 26.8.2016

Lilja og utanríkisráðherrar Eistlands, Lettlands og Litháen. Þeir halda á myndinni sem Lilja færði þeim að gjöf í tilefni dagsins

25 ára samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, staða öryggis- og varnarmála, málefni flóttamanna og mannréttindi í Tyrklandi voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríksráðherra landanna sem lauk í Riga í Lettlandi fyrir stundu. Fundurinn var haldinn undir hatti NB8 - Nordic Baltic Eight - sem er samstarfsvettvangur átta ríkja við Eystrasalt og á Norðurlöndum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra sendir samúðarkveðjur til ítölsku þjóðarinnar - 25.8.2016

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í morgun samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli. Sagði Lilja íslensk stjórnvöld reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum.  

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með varautanríkisráðherra Rússlands - 23.8.2016

Lilja og Titov

Efnahagsmál, tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, svæðisbundin málefni og alþjóðamál voru til umfjöllunar á fundi Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra og Vladímír Títov varautanríkisráðherra Rússlands sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í dag. 

Lesa meira

Áhugi á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Japan - 23.8.2016

Lilja ásamt japönsku þingmönnunum

Vinna við gerð tvísköttunarsamnings, samstarf á sviði auðlinda- og orkumála og áhuginn á gerð loftferðasamnings var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í dag við hóp japanskra þingmanna sem staddir eru hér á landi. Tilefni heimsóknarinnar er 60 ára afmæli stjórnmálasambands milli Japans og Íslands.

Lesa meira

Ísland styður aðild Færeyja að EFTA - 22.8.2016

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, lýsti yfir eindregnum stuðningi við aðild Færeyja að EFTA - fríverslunarsamtökum Evrópu - á fundi með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja í dag. Færeyingar hafa formlega óskað eftir aðild að EFTA og var umsóknin til umræðu á fundi EFTA-ríkjanna í sumar. Þar lýsti Lilja afdráttarlaust yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við umsókn Færeyinga, sem er lögð fram með samþykki og stuðningi Dana. Aðildarríki EFTA nú eru fjögur; Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland en aðild nýrra ríkja krefst samþykkis allra aðildarríkjanna. 

Lesa meira

Aukin samvinna með Færeyjum og Grænlandi - 22.8.2016

LDA-Michelsen-og-Qujaukitsoq-undirrita-í-Þórshöfn

Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands undirrituðu í dag yfirlýsingu um að kannaðir verði kostir þess að gera þríhliða fríverslunarsamning milli landanna. Skipaður verður vinnuhópur með fulltrúum þjóðanna og mun hann koma saman í fyrsta skipti í Nuuk í Grænlandi í október.

Lesa meira

Íslenskir hagsmunir verði tryggðir við Brexit - 19.8.2016

Ríkisstjórnin ákvað í morgun, að tillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, að skipa ráðherranefnd um Brexit. Nefndin mun hafa yfirumsjón með vinnu hérlendra stjórnvalda vegna boðaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Auk utanríkisráðherra sitja í nefndinni forsætisráðherra, fjármála- og efnhagsráðherra, innanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Samhliða verður sérstök Brexit-eining sett á laggirnar í utanríkisráðuneytinu sem mun vinna þvert á ráðuneytið. Hlutverk hennar er að tryggja nauðsynlega samræmingu innan stjórnsýslunnar, upplýsingagjöf til Alþingis og góða samvinnu við hagaðila. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, mun stýra einingunni.

Lesa meira

Farþegar til Kanada þurfa rafræna ferðaheimild - 10.8.2016

Kanadísk stjórnvöld hafa upplýst utanríkisráðuneytið um að frá og með 29. september 2016 verði allir þeir sem fljúga til Kanada að hafa rafræna ferðaheimild, svokallaða eTA. Þetta á einnig við um þá sem millilenda þar. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til íslenskra ríkisborgara sem hyggjast fljúga til Kanada að sækja um rafræna ferðaheimild í tíma.  Lesa meira

ESB opnar tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir tilteknar sjávarafurðir frá Íslandi - 29.7.2016

Hinn 1. ágúst nk. mun Evrópusambandið (ESB) opna tiltekna tollfjálsa innflutningskvóta fyrir fersk og kæld karfaflök, frosinn leturhumar, heilfrysta síld og niðursoðna þorsklifur, samkvæmt viðbótarbókun við fríverslunarsamning Íslands og ESB  frá 1972 sem undirrituð var 3. maí sl. Samningaviðræður um kvótana fóru fram samhliða viðræðum um framlög til Uppbyggingarsjóðs EES.

Lesa meira

Staða mála í Tyrklandi grafalvarleg - 21.7.2016

Íslensk stjórnvöld hafa fylgst grannt með þróun mála í Tyrklandi síðustu daga og segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stöðu mála vera grafalvarlega. "Þróunin hefur verið mjög hröð og ófyrirsjáanleg og hvetur Ísland til stillingar og sátta," segir Lilja. "Það er mikilvægt að tyrknesk stjórnvöld virði mannréttindi í hvívetna. Eitt er að draga þá til ábyrgðar sem skipulögðu og stóðu að valdaránstilrauninni annað er að stunda víðfeðmar hreinsanir af pólitískum toga," segir utanríkisráðherra.

Lesa meira

Vegna stöðu mála í Tyrklandi - 21.7.2016

Tyrknesk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Eftir reglulegt samráð borgaraþjónustu Norðurlandanna vill utanríkisráðuneytið brýna fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem eru í landinu að gæta áfram fyllstu varúðar á meðan á dvöl þeirra stendur. Þá brýnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

Lesa meira

Fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands afturkölluð - 17.7.2016

Eftir regulegan samráðsfund Norðurlandanna um borgaraþjónustu hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að afturkalla fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands þar sem varað var við ónauðsynlegum ferðum til landsins. Hins vegar vill utanríkisráðuneytið enn hvetja Íslendinga sem eru staddir í landinu að gæta fyllstu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. 

Lesa meira

Ferðaviðvörun til Tyrklands áfram í gildi - 16.7.2016

Á samráðsfundi Norðurlandanna um borgaraþjónustu í morgun var ákveðið að vara áfram við ónauðsynlegum ferðum til Tyrklands. Við leiðbeinum fólki áfram að gæta ítrustu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála. Annar samráðsfundur verður haldinn í fyrramálið og verða ferðaviðvaranir uppfærðar eftir því sem við á. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra um stöðu mála í Tyrklandi - 16.7.2016

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisáðherra segir að valdaránstilrauninni í Tyrklandi virðist hafa verið hrundið. "Lýðræðislega kjörin stjórnvöld halda völdum og mikilvægt er að stöðugleiki komist á sem fyrst. Við hvetjum til stillingar og sátta í landinu.

Engar vísbendingar hafa borist um að Íslendingar í Tyrklandi hafi verið í hættu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist náið með þróun mála".

Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna Tyrklands - 15.7.2016

Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála.


Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar.

Lesa meira

Vegna fregna af valdaráni í Tyrklandi - 15.7.2016

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins stendur vaktina vegna fregna af valdaráninu í Tyrklandi og beinir þeim tilmælum til íslenskra ferðamanna í Tyrklandi og Íslendinga búsettum í landinu að láta aðstandendur á Íslandi vita af sér. Flestar samskiptaleiðir aðrar en símalínur virðast lokaðar í Tyrklandi og tekið hefur í gildi útgöngubann í helstu borgum. Beinir utanríkisráðuneytið þeim tilmælum til Íslendinga að halda sig innandyra og fylgjast náið með þróun mála hvar sem það er statt í landinu. Utanríkisráðuneytið aflar frekari upplýsinga og verða frekari tilmæli send út eftir því sem ástand mála skýrist.  

Lesa meira

Samúðarkveðja send til utanríkisráðherra Frakklands - 15.7.2016

"Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi.

Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda," segir Lilja í samúðarkveðjunni. Lesa meira

Varðandi hryðjuverkaárásina í Nice - 15.7.2016

Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar sem gefa til kynna að Íslendingar hafi orðið fyrir árásinni mannskæðu í Nice. Borgin er fjölfarin ferðamannastaður og hafa þeir fjölmörgu Íslendingar sem eru á svæðinu í sumarleyfum verið duglegir að láta vita af sér. Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 

Lesa meira

Ísland heldur áfram að laga innleiðingarhallann - 15.7.2016

Innleiðingarhalli Íslands er nú 1,8% samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), samanborið við 2,1% þegar matið var síðast birt í október á síðasta ári. Nýjasta frammistöðumat ESA var kynnt í dag þar sem gerð er grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við að innleiða EES-gerðir í landsrétt.

Lesa meira

Brexit til umræðu á tvíhliða fundum í Varsjá - 9.7.2016

 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins.

 

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Varsjá - 8.7.2016

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) var settur í Varsjá í Póllandi í dag að viðstöddum Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra  og Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Viðbúnaður og varnir í Evrópu voru meðal helstu umræðuefna. Að loknu ávarpi Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Andrzejs Duda forseta Póllands hófst vinnufundur leiðtoganna, sem fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja.

Lesa meira

Samráð vegna ákvörðunar Breta forgangsmál EFTA- formennsku Íslands - 1.7.2016

EFTA merki.

Í dag tók Ísland við formennsku í EFTA og jafnframt í tveimur lykilstofnunum EES-samstarfsins í Brussel og mun stýra þeirra starfi til ársloka.

Lesa meira

Ísland tekur við formennsku í Eystrasaltsráðinu - 1.7.2016

Ísland tekur í dag við formennsku í Eystrasaltsráðinu og gegnir henni til eins árs. Er það í annað sinn sem Ísland gegnir formennsku í ráðinu.

Lesa meira

Breytingar á starfsstöðvum í utanríkisþjónustunni - 1.7.2016

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar er flest flutningsskylt. Með reglulegu millibili flyst það á milli starfsstöðva erlendis og ráðuneytisins. Hinn 1. ágúst verða eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra og aðalræðismanna í samræmi við þessa reglu.

Lesa meira

Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki - 30.6.2016

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Austurríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun og nær samningurinn til tekju- og eignaskatta.

Lesa meira

Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál - 29.6.2016

Yirlýsingin kveður m.a. á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátarleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál, viðhald og rekstur varnarmannvirkja, upplýsingaskipti og hagnýtt samstarf, m.a.á sviði æfinga, leitar og björgunar og neyðaraðstoðar. 

Lesa meira

Samúðarkveðja til Tyrkja vegna árásar í Istanbúl - 29.6.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðaróskir til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna  hryðjuverkaárásarinnar á flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði yfir fjörtíu manns lífið.

Lesa meira

Aukin tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki með fríverslunarsamningi við Georgíu - 27.6.2016

Lilja undirritar fríverslunarsamninginn.

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Georgíu. Undirritunin fór fram á ráðherrafundi EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss.

Lesa meira

Undirritun tvísköttununarsamnings við Liechtenstein - 27.6.2016

Aurelia Frick og Lilja Alfreðsdóttir að lokinni undirritun

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Liechtenstein um afnám tvísköttunar og koma í veg fyrir skattsvik og skattundanskot. Undirritunin fór fram í Bern í Sviss og undirritaði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra samninginn fyrir hönd Íslands.

Lesa meira

Náið samráð EFTA-ríkja vegna ákvörðunar Breta - 27.6.2016

Ráðherrafundur EFTA í Bern.

EFTA-ríkin munu eiga með sér náið samráð til að viðhalda nánum efnahags- og viðskiptatengslum við Bretland, samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar EFTA sem haldinn er í Bern í Sviss. Ísland tekur við forystu í EFTA og EES 1. júlí nk. 

Lesa meira

Viðbrögð við ákvörðun Breta um úrsögn úr ESB - 24.6.2016

Ríkisstjórn Íslands ræddi á fundi sínum í morgun þá ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu.

Lesa meira

Ráðherra ræðir efnahagsmál og Brexit hjá OECD - 23.6.2016

Lilja  Alfreðsdóttir og Mari Kiviniemi hjá OECD

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra heimsótti í morgun Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, í París og átti fund með aðstoðarframkvæmdastjóranum, Mari Kiviniemi.

Lesa meira

Enn hægt að kjósa erlendis en kjósendur sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæði heim - 23.6.2016

kosning

Utanríkisráðuneytið vill benda Íslendingum erlendis á að utankjörstaðatkvæðagreiðsla er enn möguleg. Mikilvægt er að hafa í huga að kjósendur erlendis verða sjálfir að koma atkvæði sínu heim.

Lesa meira

Stjórnvöld ræða jafnrétti, kosningar og hatursglæpi við fulltrúa ÖSE - 20.6.2016

Lilja og Michael Georg Link.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Michael Georg Link, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR.

Lesa meira

Yfir 70 erlendir sendiherrar tóku þátt í 17. júní hátíðarhöldum - 17.6.2016

Sendiherrar á 17  júní

Þátttaka sendiherranna er löngu orðin órjúfanlegur hluti hátíðahaldanna og er mikilvægur þáttur í að styrkja tengsl Íslands við ríki nær og fjær. 

Lesa meira

Tæpum 60 milljónum úthlutað til mannúðarverkefna vegna Sýrlands - 16.6.2016

Þetta er hluti aukaframlagi ríkisstjórnarinnar vegna flóttamannastraumsins frá Sýrlandi. Auk þessa framlags hefur 40 milljónum verið úthlutað til borgarasamtaka til neyðaraðstoðar í Afríku.

Lesa meira

Ríkisstjórnin styrkir verkefni í tengslum við lítil eyþróunarríki - 14.6.2016

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun, að veita 10 milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkistjórnarinnar til Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem varið verði til verkefna í tengslum við lítil eyþróunarríki.

Lesa meira

Ráðherra ræðir mannréttindi og flóttafólk við mannréttindafulltúa Evrópuráðsins - 9.6.2016

Lilja Alfreðsdóttir og Nils Muiznieks.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók í dag á móti Nils Muiznieks, mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, sem er ein helsta og elsta mannréttindastofnun Evrópu

Lesa meira

Kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð EES 2014-2021 fimmtudaginn 9. júní - 31.5.2016

Fimmtudaginn 9. júní n.k. stendur utanríkisráðuneytið í samstarfi við RANNÍS fyrir kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð EES 2014-2021. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík kl. 8.30-12:30. Erindi og umræður fara fram á ensku.

Lesa meira

Opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES 2014-2021 - 27.5.2016

Í dag hefst opið samráð um áherslur Uppbyggingarsjóðs EES fyrir nýtt starfstímabil, 2014-2021. Allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu.

Lesa meira

Fimmtán nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum - 26.5.2016

Útskriftarnemar Jafnréttisskólans

Fimmtán nemendur útskrifuðust með diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá skólanum en þeir hafa stundað nám við skólann frá ársbyrjun. Nemendurnir koma að þessu sinni frá sex löndum, Malaví, Mósambík, Úganda, Palestínu, Gana og Suður Afríku.

Lesa meira

Losun fjármagnshafta rædd á fundi EES-ráðsins í Brussel - 25.5.2016

Unnur Orradóttir Ramette, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Bergdís Ellertsdóttir á fundi EES-ráðsins

Einfaldara regluverk og losun fjármagnshafta, var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók upp á EES-ráðsfundi sem haldinn var í Brussel í morgun. Fundinn sátu einnig utanríkisráðherra Liechtenstein, og Evrópumálaráðherra Noregs. Utanríkisráðherra Hollands stýrði fundi, en Holland fer með formennsku í Evrópusambandinu nú um stundir. 

Lesa meira

Stuðningi Íslands við niðurstöður leiðtogafundar heitið - 24.5.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hét í dag stuðningi Íslands við meginniðurstöður leiðtogafundar um mannúðarmál, sem haldinn er í Istanbúl í Tyrkland

Lesa meira

Utanríkisráðherra sækir leiðtogafund um mannúðarmál í Istanbúl - 22.5.2016

Opnunarathöfn leiðtogafundarins.

Alls sækja ráðstefnuna um sex þúsund fulltrúar frá ríkisstjórnum, alþjóðasamtökum, þróunarsamvinnustofnunum, borgarasamtökum og einkafyrirtækjum, þar af tæplega fimmtíu leiðtogar ríkja eða ríkisstjórna.

Lesa meira

Aðildarríkin samstíga - fundi lokið í Brussel - 20.5.2016

NATO ráðherrarnir.

Breyttar öryggishorfur í Evrópu og staða mála á austur- og suðurjaðri  Atlantshafsbandalagsins, voru meðal helstu umræðuefna á utanríkisráðherrafundi bandalagsins.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjóra NATO - 20.5.2016

Jens Stoltenberg tekur á móti Lilju Alfreðsdóttur

Utanríkisráðherra upplýsti um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti nýlega og aukna þátttöku Íslands í verkefnum bandalagsins, til dæmis  með fjölgun borgaralegra sérfræðinga. 

Lesa meira

Svartfjallaland verður 29. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins - 19.5.2016

Lilja undirritar.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra undirritaði í dag ásamt öðrum utanríkisráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, viðauka við stofnsáttmála þess vegna inngöngu Svartfjallalands.

Lesa meira

Tengsl mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu rædd á fundi með forseta Alþjóðabankans - 18.5.2016

Þáttakendur í kjördæmafundinum.

Árlegur samráðsfundur ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum fór fram í Kaupmannahöfn í dag

Lesa meira

Norðurlöndin öflug heild og fyrirmynd varðandi jafnrétti og velferð - 13.5.2016

Norrænu utanríkisráðherrarnir með John Kerry

Sameiginleg gildi og aukin samvinna á alþjóðavettvangi voru meginstef fundar Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og utanríkisráðherrum hinna Norðurlandanna í Washington í dag. Ráðherrarnir funduðu í tilefni af leiðtogafundi Bandaríkjanna og Norðurlandanna í morgun.

Lesa meira

Norrænir utanríkisráðherrar skrifa um samvinnu við Bandaríkin - 12.5.2016

Mynd með grein í HP

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna birtu í gærkvöldi grein í Huffington Post þar sem þeir fara yfir nokkur meginstef í samskiptum ríkjanna og Bandaríkjanna.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar öryggisráð SÞ - 11.5.2016

Lilja Alfreðsdóttir ávarpar öryggisráðið.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ávarpaði í dag öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en haldinn var opinn fundur í ráðinu um öfgahyggju og hryðjuverk.Ráðherra lagði áherslu á samvinnu og heildstæða nálgun í baráttunni gegn öfgaöflum.

Lesa meira

Nýsköpun og þróun mikilvæg fyrir útflutning - 10.5.2016

Innovation lab MIT háskólans.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ræddi um mikilvægi íslenska hugverkaiðnaðarins fyrir útflutning á ráðstefnu Íslensk-ameríska  verslunarráðsins um nýsköpun og framtaksfjárfestingar í Boston í dag. 

Lesa meira

Aukið samstarf milli Íslands og Grænlands - 9.5.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Vittus Qujaukitsoq, utanríkisráðherra Grænlands, ræddu sjávarútvegmál, heilbrigðismál, ferðamál, norðurslóðir, viðskipti, flugmál ofl á símafundi 6. maí sl.

Lesa meira

Fyrsti fundur í nýrri þróunarsamvinnunefnd - 4.5.2016

Fyrsti fundur þróunarsamvinnunefndar

Ný þróunarsamvinnunefnd fundaði í fyrsta sinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra bauð nefndina velkomna til starfa og sagðist vonast eftir góðu samstarfi.

Lesa meira

Hrannar Pétursson ráðinn aðstoðarmaður ráðherra - 4.5.2016

Hrannar Pétursson

Hrannar er 42 ára, félagsfræðingur að mennt, og með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. 

Lesa meira

Öryggismál og samskiptin við Bandaríkin í forgrunni á fundi norrænna utanríkisráðherra - 3.5.2016

Samskipti Norðurlandanna og Bandaríkjanna, öryggismál í Evrópu, flóttamannamál og málefni norðurslóða voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk nú fyrir stundu í Borgå í Finnlandi

Lesa meira

Mannréttindi alþjóðleg og altæk - 28.4.2016

Hringborðsumræður um mannréttindamál

Mikilvægi virðingar fyrir mannréttindum og þáttur þeirra í utanríkisstefnu Íslands var umfjöllunarefni Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, á alþjóðlegum hringborðsumræðum um mannréttindamál.

Lesa meira

Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Filippseyja undirritaður - 28.4.2016

Fulltrúar EFTA-ríkjanna og Filippseyja

Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna forsetakosninga má hefjast 30. apríl nk. - 28.4.2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 25. júní 2016 má hefjast 30. apríl og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Lesa meira

Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins - 27.4.2016

Lilja Alfreðsdóttir

Framlag Íslands til sjálfbærrar orkunýtingar var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í opnunarerindi  á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu, Iceland Geothermal Conference.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið felur Flóttamannastofnun SÞ að ráðstafa 300 milljónum - 26.4.2016

Alls mun ráðuneytið úthluta hálfum milljarði árið 2016 til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi á vettvangi.

Lesa meira

Frestur fyrir styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna er til 1. júní - 25.4.2016

 Við úthlutun styrkja er farið eftir verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök sem teknar voru upp á síðasta ári.

Lesa meira

Aukin notkun jarðhita stuðlar að hagkvæmri orkuframleiðslu - 25.4.2016

ESMAP fundur

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra setti í morgun fund Orkuráðgjafadeildar Alþjóðabankans (ESMAP) um nýtingu jarðhita sem haldinn er í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu í Hörpu í vikunni.

Lesa meira

Utanríkisráðherra styrkir neyðaraðstoð við börn í Ekvador - 22.4.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarbeiðni frá stjórnvöldum í Ekvador eftir jarðskjálftann í síðustu viku með því að verja tæplega 13 milljónum króna í neyðaraðstoð við börn.

Lesa meira

Öryggismál í Evrópu rædd í Lettlandi - 22.4.2016

Utanríkisráðherrar Eistlands, Íslands og Svíþjóðar

Samskiptin við Rússland, flóttamannastraumurinn í Evrópu, orkuöryggi, hryðjuverk og aðrar öryggisógnir voru á meðal umræðuefna utanríkisráðherrafundar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegrad-ríkjanna sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók þátt í og lauk fyrir stundu. Fundurinn fór fram í Lettlandi. 

Lesa meira

Atlantshafsbandalagið og Rússland koma saman til fundar - 20.4.2016

Ráðið hefur ekki komið ekki fundað í hartnær tvö ár vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu. Rætt var um átökin þar og framkvæmd Minsk-samkomulagsins, aðgerðir til draga úr spennu og auka gagnsæi á hernaðarsviðinu og þróun öryggismála í Afganistan.

Lesa meira

Gerð tvísköttunarsamnings við Liechtenstein - 20.4.2016

Samningurinn nær til tekju- og eignaskatta og samningsdrögin byggja í aðalatriðum á samningsfyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD).

Lesa meira

Ráðherra boðar samstarfsvettvang í útflutningsþjónustu - 19.4.2016

Lilja Alfreðsdóttir

Utanríkisráðherra boðaði samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs og að stefnumótun í útflutningsþjónustu yrði skerpt til langs tíma, í ræðu sem hún hélt á aðalfundi Íslandsstofu.

Lesa meira

Fagnar tillögu landgrunnsnefndar SÞ um Ægisdjúp, áfram sótt varðandi Reykjaneshrygg - 15.4.2016

Íslenskum stjórnvöldum hafa borist tillögur landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk íslenska landgrunnsins vestur af Reykjaneshrygg annars vegar og á Ægisdjúpi í suðurhluta Síldarsmugunnar hins vegar.

Lesa meira

Leggur metnað í vinnu nýrrar landsáætlunar um konur, frið og öryggi - 14.4.2016

Lilja Alfreðsdóttirutanríkisráðherra opnaði í dag tveggja daga alþjóðlega ráðstefnu í Reykjavík um ályktun SÞ nr.1325 og innleiðingu hennar á átakasvæðum.

Lesa meira

Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland samþykkt - 13.4.2016

Í dag samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust tillögu utanríkisráðherra til þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem slík stefna er samþykkt í lýðveldissögunni. 

Lesa meira

Upplýsingaskiptasamningur undirritaður - 12.4.2016

Sendiherrar Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í London undirrituðu samninginn

Undirritaður var í dag upplýsingaskiptasamningur Íslands við Sameinuðu arabísku furstadæmin. Með honum er lögð lokahönd á sameiginlegt átak Norðurlandanna sem hófst árið 2006. Með þessu hafa verið undiritaðir alls 44 upplýsingaskiptasamningar við ríki sem OECD hefur skilgreint sem lágskattaríki. 

Lesa meira

Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra - 8.4.2016

Lilja Alfreðsdóttir tekur við af Gunnari Braga

Nýr utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir,  tók í dag við af Gunnari Braga Sveinssyni.

Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með indverskum ráðherrum - 5.4.2016

Gunnar Bragi og utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með utanríkis-, orkumála- og
viðskipta- og iðnaðarráðherrum Indlands í Nýju Delhi.

Lesa meira

Endurveiting íslensks ríkisborgararéttar - 4.4.2016

Útlendingastofnun vekur athygli á því að frestur til að óska eftir endurveitingu íslensks ríkisborgararéttar rennur út 1. júlí 2016.  Lesa meira

Óskað eftir styrkumsóknum vegna mannúðarverkefna - 30.3.2016

Veittar vera 50 milljónir til borgarasamtaka vegna mannúðarverkefna í Sýrlandi og 40 miljónir vegna annarra mannúðarverkefna. 

Lesa meira

Íslendingar í Brussel noti samfélagsmiðla til að láta vita af sér - 22.3.2016

Í kjölfar mannskæðra sprenginga á Zaventem flugvelli í Brussel og í Maelbeek neðanjarðarlestarstöðinni í Evrópuhverfinu í Brussel í morgun er borgaraþjónusta utanríkiráðuneytisins að afla upplýsinga um Íslendinga sem búa og starfa í borginni.

Lesa meira

Vegna fregna af árás í Istanbúl - 19.3.2016

Af gefnu tilefni vegna fregna í dag um mannskæða sjálfsvígsárás í miðborg Istanbúl og að Íslendingur hafi verið á meðal fjölmargra særðra vill utanríkisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri: Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem staðfestir að Íslendingur hafi lent í árásinni.

Lesa meira

Skýrsla ráðherra til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál - 17.3.2016

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra

Utanríkisráðherra sagði efnistök skýrslunnar bera þess merki að á síðustu misseri hafa verið einkar tíðindamikil, hvort sem horft er til alþjóða- og öryggismála, viðskiptamála, þróunarsamvinnu og þjóðréttarmála.

Lesa meira

Mælt fyrir skýrslu um störf Norrænu ráðherranefndarinnar - 17.3.2016

Skýrsla

 Eyglóar Harðardóttur, samstarfsráðherra Norðurlanda um störf Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2015 var kynnt á Alþingi í dag. Markmið skýrslunnar er að gera Alþingi grein fyrir því norræna samstarfi sem á sér stað á fjölmörgum sviðum og þýðingu þess fyrir Ísland. 

Lesa meira

Samþykkt að skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flytjist til Akureyrar - 15.3.2016

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) samþykkti á fundi sínum í Fairbanks í Alaska í gærkvöldi að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Þýskalandi um næstu áramót.

Lesa meira

Gunnar Bragi fundar með yfirmönnum alþjóðastofnana í Genf - 10.3.2016

UNHCR-Filippo-Grandi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í gær fundi með þremur yfirmönnum alþjóðastofnana í Genf þar sem m.a. var rætt um brýn úrlausnarefni vegna flóttamannavandans í Evrópu og leiðir til fullnustu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira

Fjölmenn rakarastofuráðstefna í Genf - 9.3.2016

Það var fullt út úr dyrum á ráðstefnunni

Ísland skipulagði fjölmenna rakarastofuráðstefnu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag og opnaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ráðstefnuna sem fór fram í tengslum við þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Lesa meira

Tuttugu sérfræðingar útskrifaðir frá Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ á Íslandi - 9.3.2016

Útskriftarhópurinn

Tuttugu sérfræðingar frá fjórtán löndum útskrifuðust nýlega eftir sex mánaða þjálfunarnám hjá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingarnir koma frá sjö Afríkuríkjum, þremur eyríkjum Karíbahafs og fjórum ríkjum Asíu. Af þeim tutttugu sem útskrifuðust voru fimm konur en að jafnaði eru konur um 40% nemenda. 

Lesa meira

Rakarastofa í höfuðstöðvum Atlantshafsbanadalagsins - 8.3.2016

Gunnar Bragi á Rakarastofuráðstefnu

Jafnréttisráðstefna undir merkjum Rakarastofunnar, sem Ísland og Kanada standa að, var haldin í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag, á alþjóðlega kvennadaginn, 8. mars.

Lesa meira

Ríkisstjórnin ráðstafar 250 milljónum til aðstoðar við flóttafólk á vettvangi - 7.3.2016

Tveimur stofnunum Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossi Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar hefur verið falið að ráðstafa þeim 250 milljónum króna sem ríkisstjórnin samþykkti sem aukaframlag til mannúðarmála á fjáraukalögum seint á síðasta ári. Ákveðið var að fjármagninu skuli varið til að styðja við bakið á flóttafólki, einkum frá Sýrlandi. Hæstu framlögin fara til Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). 

Lesa meira

Áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja - 29.2.2016

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja

Lesa meira

Samkomulag EFTA og Georgíu um fríverslun - 26.2.2016

Utanríkisráðherra fagnar þessum nýjasta fríverslunarsamningi sem veitir íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að vinna nýja markaði í Austur-Evrópu.

Lesa meira

Fundað um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála - 24.2.2016

Benjamin Ziff,  Jim Townsend, Robert Barber og utanríkisráðherra.

Fundurinn er hluti af reglubundnu samráði landanna um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.

Lesa meira

Heimsmarkmið SÞ, flóttamenn, aðkoma einkageirans og fjármögnun þróunarmála í brennidepli - 19.2.2016

Ísland og Írland á fundi DAC

Mörg stór og aðkallandi mál í þróunarsamvinnu og mannúðarstarfi voru rædd á ráðherrafundi Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC, sem lauk í París í dag.

Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherra og heimsækir flóttamannabúðir í Jórdaníu - 18.2.2016

Gunnar Bragi í Zaatari búðunum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í morgun fund með Nasser Judeh, utanríkisráðherra Jórdaníu og heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar.

Lesa meira

Nefnd SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum fjallar um Ísland - 18.2.2016

Íslenska sendinefndin í CEDAW

Nefndin hrósaði Íslandi fyrir löggjöf frá 2008 og 2014 um jafnréttismál sem og aðgerðir sem gripið var til í kjölfar efnhagskreppunnar en var m.a. gagnrýnin á  lágt hlutfall kvenna innan lögreglunnar og í Hæstarétti.

Lesa meira

Upplýsingablað um mútubrot - 17.2.2016

Í upplýsingablaðinu er vakin athygli á samningi OECD sem Ísland er aðili að, um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmann

Lesa meira

Fundar með ráðamönnum og SÞ í Palestínu - 17.2.2016

Gunnar Bragi og Rami Hamdallah forsætisráðherra.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt í gær yfir til Palestínu og fundaði þá m.a. með Rami Hamdallah, forsætisráðherra Palestínu, í Ramallah.

Lesa meira

Heimsókn utanríkisráðherra til Miðausturlanda - 15.2.2016

Gunnar Bragi og Netanyahu

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hóf í gær heimsókn sína til Miðausturlanda, en ráðherra heimsækir Ísrael, Palestínu og Jórdaníu í vikunni.

Lesa meira

Ráðherra á Öryggismálaráðstefnunni í Munchen - 14.2.2016

Gunnar Bragi og Janelidze

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók um helgina þátt í hinni árlegu Öryggismálaráðstefnu Í Munchen. Meðal helstu umræðuefna voru öryggishorfur í Evrópu einkum Úkraínudeilan og Rússland, svo og staða mála í Sýrlandi.

Lesa meira

Nýjar leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru - 11.2.2016

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á nýjum leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um varnir gegn Zika-veirunni

Lesa meira

Vegna frétta um fyrirætlanir bandaríska sjóhersins - 9.2.2016

Vegna frétta um fyrirætlanir bandaríska sjóhersins vill utanríkisráðuneytið koma því á framfæri að engar viðræður eiga sér stað á milli Íslands og Bandaríkjanna um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 

Lesa meira

Gauti aðstoðarmaður ráðherra - 8.2.2016

Gauti Geirsson

Gauti Geirsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, í hálft starf.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja ræða EFTA og norrænt samstarf - 29.1.2016

Gunnar Bragi og Poul Michelsen.

Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja, Gunnar Bragi Sveinsson og Poul Michelsen, áttu í dag sinn fyrsta formlega fund eftir að ný stjórn tók við völdum í Færeyjum í september s.l. 

Lesa meira

Fimmtán styrkir í þróunar- og mannúðarverkefni til íslenskra borgarasamtaka - 26.1.2016

Hæstu styrkirnir voru vegna þróunarverkefna í Eþíópíu og aðstoðar við sýrlenska flóttamenn í Grikklandi.

Lesa meira

Breyttar reglur varðandi ESTA - 22.1.2016

Bandarísk stjórnvöld hafa tekið upp breyttar reglur varðandi vegabréfsáritanir og undantekningar frá þeim, ESTA. Þeir sem ferðast hafa til Íran, Írak, Súdan eða Sýrlands eftir 1. mars 2011 geta nú ekki lengur fengið ESTA heldur þurfa að fara í gegnum hefðbundið vegabréfsáritunarferli hjá bandaríska sendiráðinu.

Lesa meira

Starfshópur til að fara yfir lög um framkvæmd þvingunaraðgerða - 22.1.2016

Hópnum er ætlað að fara yfir það ferli sem viðhaft er við mat  á þátttöku Íslands í alþjóðlegum þvingunaraðgerðum og skoða sérstaklega hvernig að málum er staðið í helstu nágrannaríkjum Íslands.

Lesa meira

Þvingunaraðgerðum gegn Íran aflétt - 21.1.2016

Utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð sem afléttir öllum efnahagslegum og fjárhagslegum þvingunaraðgerðum gegn Íran sem tengjast kjarnorkumálum. Þvingunaraðgerðir sem varða mannréttindabrot Írans, stuðning Írans við hryðjuverkastarfsemi og aðrar aðgerðir sem ekki tengjast kjarnorkumálum gilda áfram.

Lesa meira

Undirritun yfirlýsingar um gagnkvæm upplýsingaskipti í skattamálum við Sviss - 20.1.2016

Sendiherrar Sviss og Íslands.

Íslensk og svissnesk stjórnvöld hafa undirritað yfirlýsingu þar sem fram kemur að ríkin ætli að hefja reglubundin gagnkvæm skipti á upplýsingum á árinu 2018 vegna tekjuársins 2017.

Lesa meira

Áhersla á hlut kvenna í orkugeiranum - 20.1.2016

WISER fundur í Abu Dhabi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag jafnréttisráðstefnu WiSER sem er liður í dagskrá sjálfbæru orkuvikunnar sem nú stendur yfir í Abu Dhabi.

Lesa meira

Ráðherra sækir ríkjaráðstefnu um endurnýjanlega orkugjafa í Abu Dhabi - 17.1.2016

Gunnar Bragi á fundi IRENA

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur um helgina þátt í ríkjaráðstefnu IRENA, stofnunar um endurnýjanlega orkugjafa, í Sameinuðu arabísku fursadæmunum. 

Lesa meira

Noregsheimsókn utanríkisráðherra lokið - 14.1.2016

Børge Brende og Gunnar Bragi

Opinberri tveggja daga heimsókn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Noregs, í boði Børge Brende utanríkisráðherra Noregs, lauk í dag.

Lesa meira

Heildrænt mat á hagsmunum Íslands vegna þvingunaraðgerða - 12.1.2016

Hagsmunamatið tekur til bæði utanríkispólitískra og efnahagslegra þátta.

Lesa meira

Nokkrar staðreyndir vegna umræðu um þvingunaraðgerðir og Rússland - 11.1.2016

Utanríkisráðuneytið telur ástæðu til að minna á nokkrar staðreyndir vegna fullyrðinga formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í umræðuþættinum   Í vikulokin á RÚV  9. janúar sl.

Lesa meira

Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins: Þunginn í vinnu stjórnvalda verði færður framar í ferlið - 8.1.2016

Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn í morgun. Þar kemur fram að meginþunginn í vinnu stjórnvalda sé við innleiðingu laga og reglna, en síður við að fylgjast með þegar reglurnar eru samdar á vettvangi Evrópusambandsins (ESB).

Lesa meira

Samstarfssamningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands - 7.1.2016

Fulltrúar MRSÍ og utanríkisráðuneytis

Í dag var undirritaður samstarfssamningur til þriggja ára milli utanríkisráðuneytisins og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Lesa meira

Jóhann sérstakur erindreki stjórnvalda um málefni hafsins - 7.1.2016

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu þann 1. apríl n.k.

Lesa meira

Starfsemi ÞSSÍ til utanríkisráðuneytisins - 4.1.2016

Með því að færa alla þróunarsamvinnu til ráðuneytisins er vonast til að betri heildarsýn náist og að samhæfing og skilvirkni aukist.

Lesa meira

Vegabréfaeftirlit á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur - 4.1.2016

borgaratjonusta

Nýjar reglur um vegabréfaeftirlit á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur tóku gildi á miðnætti í nótt og þurfa íslenskir ríkisborgarar nú að hafa með sér skilríki ætli þeir að ferðast þar á milli. 

Lesa meira