Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Utanríkisráðherra ávarpar útskriftarnema - 23.12.2012

Ráðherra ásamt útskriftarnemunum

Utanríkisráðherra hélt á föstudag ávarp í tilefni af útskrift nemenda frá Alþjóðlega jafnréttisskólanum. Skólinn var settur á fót árið 2009 sem tilraunaverkefni ríkisstjórnarinnar með það að markmiði að verða hluti af neti skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Lesa meira

Fimmtu lotu fríverslunarviðræðna við Kína lokið - 21.12.2012

Frá fríverslunarviðræðum Íslands og Kína í desember 2012
Fimmta lota samningaviðræðna Íslands og Kína um fríverslun var haldin í Reykjavík dagana 18.-20. desember. Formaður íslensku sendinefndarinnar er Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra en formaður kínversku sendinefndarinnar er Sun Yuanjiang skrifstofustjóri í kínverska utanríkisviðskiptaráðuneytinu.
Lesa meira

Tekið upp stjórnmálasamband við Myanmar (Búrma) - 20.12.2012

Fastafulltrúar Íslands og Myanmar (Búrma) hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Gréta Gunnarsdóttir og Kyaw Tin, undirrituðu í New York, miðvikudaginn 19. desember, yfirlýsingu um stofnun  stjórnmálasambands ríkjanna.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Eistlands - 19.12.2012

Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna, samvinnu á vettvangi alþjóðastofnana, stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, þróun efnahagsmála á evrusvæðinu og málefni Atlantshafsbandalagsins. Lesa meira

Stór áfangi í aðildarviðræðum - 18.12.2012

Stór áfangi náðist í morgun þegar viðræður hófust um sex málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu sem fram fór í Brussel. Viðræður eru nú hafnar um 27 af þeim 33 samningsköflum sem fjallað er um. Kaflarnir sem opnaðir voru í morgun varða efnahags- og peningamál, byggðastefnu og samræmingu uppbyggingarsjóða,  umhverfismál, utanríkistengsl, skattamál og frjálsa vöruflutninga. Á fundinum lauk einnig viðræðum samkeppnismál.

Lesa meira

Samstarfsráð um þróunarsamvinnu fundar í ráðuneytinu - 17.12.2012

Frá fundi samstarfsráðsins í dag
Samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu kom saman til 8. fundar síns í dag í utanríkisráðuneytinu. Samstarfsráðið sinnir ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku hvað varðar alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Lesa meira

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga - 14.12.2012

Nýju samningarnir eru við Brúnei, Búrkina Faso, Jemen, Nýja-Sjáland, Senegal, Seychelles eyjar, Sierra Leone og Úrúguay. Fjöldi samninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki nálgast því að vera 70 talsins. Lesa meira

Sótt um IPA styrki fyrir 67 verkefni árið 2013 - 13.12.2012

Gert er ráð fyrir að styrkt verði allt að 20 verkefni um land allt. Til ráðstöfunar eru u.þ.b. 8.3 milljónir evra. Lesa meira

Fagna því að stjórnarandstöðuöflin hafi sameinast - 12.12.2012

Á fundi „Vina Sýrlands“ sem haldinn var í Marrakesh í Marokkó í dag lýstu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin ánægju sinni með að stjórnarandstöðuöflunum í Sýrlandi skuli hafa tekist að stilla saman strengi sína og sameinast. Lesa meira

Fimm íslenskir sérfræðingar vinna með Palestínumönnum - 12.12.2012

Starf sérfræðinganna er í samræmi við þá áherslu stjórnvalda að Íslendingar taki beinan þátt í alþjóðlegri aðstoð við Palestínumenn. Lesa meira

OECD ríkin sammælast um framgang þúsaldarmarkmiða - 11.12.2012

Þróunarmálaráðherrar lýstu jafnframt yfir að þeir vildu halda samstarfi áfram undir forystu SÞ að gerð nýrra alþjóðlegra markmiða í þróunarsamvinnu eftir árið 2015 á grundvelli  sjálfbærni, mannréttinda og lífsgæða. Lesa meira

IPA landsáætlun 2013 samþykkt af aðildarríkjum ESB - 11.12.2012

Heildarstyrkveitingar til Íslands skv. landsáætlun 2013 eru áætlaðar tæpar 11 milljónir evra eða u.þ.b. 1,8 milljarður króna.

Lesa meira

Ráðherrafundur ÖSE samþykkir stefnumörkun til 2015 - 7.12.2012

Einnig voru samþykktar ákvarðanir um baráttuna gegn spillingu, peningaþvætti og hryðjuverkum, og yfirlýsing um friðarumleitanir varðandi Transnístríu

Lesa meira

Samningsafstaða um matvælaöryggi - 7.12.2012

Samningsafstaða Íslands varðandi matvælaöryggi í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á vefnum viðræður.is.

Lesa meira

Ráðherra fordæmir ákvörðun Ísraela um nýja landtökubyggð - 3.12.2012

Hvetur ísraelsk stjórnvöld eindregið til að afturkalla ákvörðun sína en hefja þess í stað viðræður við Palestínumenn um varanlegan frið Lesa meira

Ráðstefna um samgöngur á norðurslóðum - 3.12.2012

Um 70 sérfræðingar Norðurskautsríkjanna á sviði flug- og samgöngumála taka þátt í ráðstefnu í Reykjavík um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum, 3.-6. desember.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fagnar meirihlutastuðningi SÞ við áheyrnaraðild Palestínu - 30.11.2012

Ráðherra segir öryggisráð SÞ verða að hlusta á þau skilaboð sem komi frá Allsherjarþinginu og stórum meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Lesa meira

Ísland meðflutningsríki ályktunar um að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis hjá SÞ - 28.11.2012

Ályktunin verður lögð fram til atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi SÞ á morgun, 29. nóvember. 
Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir framkvæmd EES samnings, makríl og Palestínu - 27.11.2012

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sótti á mánudag fund EES-ráðsins í Brussel með öðrum utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna og fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB.

Lesa meira

Sendinefnd frá Alaska kynnir sér orku- og norðurslóðamál - 26.11.2012

Í sendinefndinni eru 30 manns þ.á.m. stjórnmálamenn, fulltrúar fyrirtækja og ýmissa háskólastofnana í Alaskaríki Lesa meira

Utanríkisráðherra afhendir biskupi Íslands styttu af Lúter - 24.11.2012

Styttan er gjöf Þjóðverja í tilefni áratugs sem helgaður er Lúter en 2017 verða 500 ár liðin frá því hann negldi kenningar sínar varðandi siðbót kirkjunnar á kirkjudyr í Wittenberg í Þýskalandi. Lesa meira

Sýningin "Ísland og arkitektúr?" opnuð í Berlín - 23.11.2012

Jafnframt verður blásið til málþings með þátttöku arkitekta frá Íslandi.

Lesa meira

Mörg tækifæri en jafnframt miklar áskoranir fyrir íslenskt atvinnulíf á norðurslóðum - 22.11.2012

Rætt um olíu- og gasframleiðslu, nýtingar náttúruauðlinda, uppbyggingu samgönguinnviða, ferðaþjónustu og fjarskiptatækni.

Lesa meira

Aðalsamningamaður á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar - 22.11.2012

Stefán Haukur Jóhannesson í pontu
Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við ESB, ávarpaði í gær fimmta fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis Íslendinga og Evrópuþingsins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Strasbourg. Lesa meira

Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum - 21.11.2012

Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa bjóða til opins fundar um áskoranir og sóknarfæri er tengjast auknum efnahagsumsvifum á norðurslóðum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra kallar eftir því að tafarlaust verði bundinn endi á gagnkvæmar árásir - 17.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekar áhyggjur sínar af stigvaxandi hernaðarátökum á Gaza og fordæmir áframhaldandi árásir Ísraela á Gaza, sem og eldflaugaárásir Hamas-samtakanna á Tel Aviv og Jerúsalem.

Lesa meira

Frumbyggjum verði tryggð þátttaka á fundum Norðurskautsráðsins - 15.11.2012

Á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins í Haparanda í Norður-Sviþjóð var framkvæmdastjóri fastaskrifstofu valinn og fjallað um úttekt á málefnum Norður-Íshafsins, ofl.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraela á Gasa - 15.11.2012

Harmar mannfall sem orðið hefur beggja vegna landamæranna vegna loftárásanna og eldflaugaárása Hamas-samtakanna.
Lesa meira

Íslenskt viðskiptaumhverfi opið og viðskiptastefna Íslands í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar - 15.11.2012

Niðurstaða reglubundinnar endurskoðunar á viðskiptastefnu Íslands á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem lauk í dag í Genf í Sviss.

Lesa meira

Samstarfssamningur ráðuneytis og UN Women undirritaður - 14.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women undirrituðu í dag samstarfssamning ráðuneytisins við landsnefndina fyrir 2013 – 2015. Lesa meira

Magnús Jóhannessson fyrsti framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins - 14.11.2012

Á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, sem fram fer í Haparanda í Norður-Svíþjóð, var Magnús Jóhannesson valinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø Noregi á næsta ári. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA veitir Palestínu sérstakt framlag úr tæknisjóði - 12.11.2012

Tillaga Íslands um að veita Palestínu sérstakt framlag úr tæknisjóði EFTA var formlega staðfest á ráðherrafundi EFTA í dag Lesa meira

Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs ræðir norðurslóðarannsóknir - 12.11.2012

Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins átti í dag fund með Torgeir Larsen, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs en Larsen kom hingað til lands vegna málþings um íslenskar og norskar norðurslóðarannsóknir Lesa meira

Átak til jarðhitanýtingar; stærsta þróunarsamvinnuverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í - 9.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti í dag stærsta þróunarsamvinnuverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, 65 milljarða króna sjóð sem Alþjóðabankinn hyggst koma upp til jarðhitanýtingar í Afríku.

Lesa meira

Málþing um íslenskar og norskar norðurslóðarannsóknir á Akureyri - 9.11.2012

Málþingið er haldið í  tengslum við samning um aukið vísindasamstarf Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða, sem utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu á síðasta ári.
Lesa meira

Ráðherra segir brýna þörf á markaðsátaki fyrir íslenskar sjávarafurðir - 8.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti yfir vilja sínum og atvinnuvegaráðherra til að standa að sameiginlegu átaki stjórnvalda og sjávarútvegsins. Lesa meira

Átt þú hagsmuna að gæta í viðskiptum við Kína? - 8.11.2012

Merki utanríkisráðuneytis

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Kína á sviði vöru- og þjónustuviðskipta (gerð þjónustu / tollskrárnúmer vöru) sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum

Lesa meira

IPA landsáætlun fyrir 2012 birt - 7.11.2012

Auk verkefna er miða að því að styrkja innviði stjórnsýslunnar er í þessari áætlun lögð sérstök áhersla á að undirbúa þátttöku í starfi byggða- og uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins. Lesa meira

Utanríkisráðherra fagnar frestun laga sem brjóta réttindi samkynhneigðra - 6.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnar því að ríkisstjórn Malaví hafi frestað gildistöku laga sem brjóta á mannréttindum samkynhneigðra

Lesa meira

Loftrýmisgæslan og samstaða Norðurlandanna - 6.11.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti 6. nóvember 2012 grein í Fréttablaðinu um fyrirhugaða loftrýmisgæslu Svía og Finna við Ísland.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið styður baráttu Rauða krossins gegn mansali og stuðning við geðfatlaða - 5.11.2012

Utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um stuðning við alþjóðastarf, útbreiðslu mannúðarlaga, gagnkvæma upplýsingagjöf um mannúðarmál, baráttuna gegn mansali í Hvíta-Rússlandi og stuðningu við geðfatlaða í landinu.

Lesa meira

Svíar og Finnar staðfesta vilja til þátttöku í loftrýmisgæslu - 31.10.2012

Svíþjóð og Finnland staðfestu í dag á fundi norrænu utanríkisráðherranna í Helsinki í Finnlandi, vilja sinn til þátttöku í loftrýmisgæslu við Ísland á árinu 2014.

Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur á móti Títov, varautanríkisráðherra Rússlands - 24.10.2012

Ráðherrarnir ræddu samstarf Íslendinga og Rússa í Norðurslóðamálum og hvernig það mætti víkka mætti út með rannsóknum og verkefnum í nýtingu jarðhita, einkum til húshitunar á austursvæðum Rússlands Lesa meira

Samningar hafnir um tvo-þriðju samningskafla - 24.10.2012

Í morgun voru opnaðir þrír kaflar til viðbótar í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið á sérstakri ríkjaráðstefnu sem fram fór í Brussel. Kaflarnir sem opnaðir voru í morgun eru kafli 9 um fjármálaþjónustu, kafli 18 um hagtölur og kafli 29 um tollabandalag.

Lesa meira

ESB reiðubúið til viðræðna um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga - 22.10.2012

Upphaflega hafði framkvæmdastjórn ESB gert ráð fyrir því að þau atriði þessara tveggja kafla sem snúa að sjávarútvegi yrðu hluti af viðræðum um kafla 13 um sjávarútvegsmál en frá því hafa aðildarríki ESB horfið.

Lesa meira

Ísland styður útgáfu Alþjóðabankans á handbók um nýtingu jarðhita - 18.10.2012

Höfundar handbókarinnar eru Magnús Gehringer og Viktor Loksha, en utanríkisráðuneytið hefur kostað vinnu Magnúsar við verkefnið frá 2010.

Lesa meira

Norrænir Afríkudagar - 17.10.2012

Alþjóðleg ráðstefna um málefni Afríku undir heitinu Norrænir Afríkudagar, verður haldin 18. og 19. október nk. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu Afríkustofnunarinnar og Háskóla Íslands, með stuðningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og utanríkisráðuneytisins Lesa meira

Opnunarviðmið í landbúnaðarmálum uppfyllt með aðgerðaráætlun - 15.10.2012

Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningakaflanum um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda Lesa meira

Lokið við gerð alþjóðasamnings um samstarf vegna olíumengunar í hafi á norðurslóðum - 12.10.2012

Á fundi aðildarríkja Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Reykjavík 9.-11. október, var lokið gerð alþjóðasamnings um samstarf vegna olíumengunar í hafi á norðurslóðum. Lesa meira

Jákvæð framvinduskýrsla um Ísland - 10.10.2012

Framkvæmdastjórn ESB birti í dag skýrslu um framvindu aðildarviðræðnanna við Ísland. Skýrslan er jákvæð og fram kemur að aðild Íslands komi báðum til góða. Framkvæmdastjórnin sé þess fullviss að ESB muni takast að kynna heildarlausn fyrir viðræðurnar sem muni taka tillit til sérstöðu Íslands og væntinga

Lesa meira

Lítil og meðalstór fyrirtæki – tækifæri á innri markaði ESB - 8.10.2012

Málstofa þriðjudaginn 16. október í tilefni af 20 ára afmælis innri markaðar Evrópusambandsins.

Lesa meira

Unnið að gerð alþjóðasamnings um aðstoð vegna olíumengunar á norðurslóðum - 5.10.2012

Í næstu viku hittast um 70 fulltrúar allra norðurskautsríkjanna á þriggja daga fundi í Reykjavík til að vinna að lagalega bindandi samkomulagi um gagnkvæma aðstoð, komi til olíumengunar í hafi á norðurheimskautssvæðinu Lesa meira

Fundað með aðalsamningamanni Svartfjallalands gagnvart ESB - 4.10.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, áttu í dag fundi með Aleksandar Andrija Pejovic, aðalsamningamanni Svartfellinga, um reynslu Íslands í samningaferlinu.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir Jarðhitaskóla SÞ og samkomulag um jarðhitanýtingu í Austur-Afríku - 3.10.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði í gær haustfund Jarðhitafélags Íslands þar sem hann  ræddi starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og sagði frá tímamóta samkomulagi sem gert hefur verið milli utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að flýta jarðhitanýtingu í Austur Afrík Lesa meira

"Menn geta auðvitað grenjað í sig alla bölsýni heimsins" - 3.10.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi um skuggahliðar kvótakerfisins, samninga Íslands við Evrópusambandið, hlutdeild Eyjamanna í íslensku diplómatíunni  og það að míga í saltan sjó, í hressilegu viðtali við Eyjafréttir. Lesa meira

Gildistaka fríverslunarsamninga við Hong Kong og Svartfjallaland - 1.10.2012

1. október taka gildi fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong, Kína, samningur um vinnumál milli sömu aðila og landbúnaðarsamningur milli Íslands og Hong Kong. Sama dag taka gildi fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands Lesa meira

Ræða utanríkisráðherra á Allsherjarþingi í morgun - 29.9.2012

-         Öryggisráðið harkalega gagnrýnt
-         Stærsta þróunarverkefni Íslendinga kynnt
-         Réttindi samkynhneigðra varin
-         Stuðningur við Palestínu
-         Arabíska vorið tryggi hlut kvenna
-         Ísland skorar á Netanyahu og Ahmadinejad í kjarnorkumálum

Lesa meira

Utanríkisráðherra á Allsherjarþingi SÞ - 28.9.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tekur þessa vikuna þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur auk þess tekið þátt í fjölda ráðherrafunda sem haldnir eru samhliða þinginu.  Lesa meira

Íslenskur hönnuður tekur þátt í Hönnunarvikunni í Peking - 28.9.2012

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Kristrún Hjartar tekur þátt í Hönnunarvikunni í Peking, Beijing Design Week, í ár með nýtt „app“ fyrir Iphone og Ipad sem hún kallar Starters Lesa meira

Hahn kynnir sér stöðu byggðamála á Íslandi - 28.9.2012

Johannes Hahn, sem fer með byggðamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er staddur hérlendis. Hann á fundi með íslenskum ráðamönnum og heimsækir Norður- og Austurland.

Lesa meira

Yfirlýsing Íslands í sameiginlegu EES nefndinni og fastanefnd EFTA - 28.9.2012

Ísland minnir á að viðskiptaaðgerðir, aðrar en löndunarbann á fiskiskip vegna tegunda sem deilt er um, séu brot á EES-samningnum. Lesa meira

Trúnaðarbréf afhent í Andorra - 25.9.2012

Hinn 21. september sl. afhenti Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, Joan Enric Vives Sicilla erkibiskupi  í Urgell trúnaðarbréf  sitt sem sendiherra gagnvart Andorra.

Lesa meira

Samningsafstaða Íslands um skattamál - 25.9.2012

iStock_000015485131XSmall---staekkud

Samningsafstaða Íslands varðandi skattamál í aðildarviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is. Samningsafstaðan var send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um hana var fjallað í samningahóp um fjárhagsmálefni, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og í ríkisstjórn. Búist er við því að viðræður hefjist undir lok þessa árs.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs hjá EFTA - 25.9.2012

Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA

Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti Kristni F. Árnasyni, framkvæmdastjóra EFTA trúnaðarbréf þann 18. september sl.

Lesa meira

Sterkari evra er skýr valkostur fyrir Ísland - 21.9.2012

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hélt í morgun ávarp á málþingi sem bar yfirskriftina „Er evran lausnin“ en þingið markaði endurreisn Fransk-íslenska verslunarráðsins

Lesa meira

Þrjár greinar utanríkisráðherra um árangur í þróunarsamvinnu og tillögu um aukin framlög - 20.9.2012

Utanríkisráðherra fjallar um stöðu þeirra sem minna mega sín og nauðsyn þess að auka framlög til þróunarsamvinnu. Nú stendur yfir kynning á þessu starfi undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“.

Lesa meira

Máflutningi í Icesave-málinu lokið - 18.9.2012

Malsvarnarteymi-Icesave-18-sept-2012
Í dag fór fram málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum í Icesavemálinu í Luxembourg. Lesa meira

Samningsafstaða Íslands um umhverfismál - 18.9.2012

Copyright: Ragnar Th. Sigurðsson

Samningsafstaða Íslands varðandi umhverfismál í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt. Í samningsafstöðunni er fjallað um sérstöðu íslenskrar náttúru og markmið umhverfisverndar á Íslandi. Ísland fer m.a. fram á heimildir til að halda áfram veiðum á villtum fuglum og spendýrum og nýta og versla með afurðir af þeim.

Lesa meira

Utanríkisráðherra Kýpur á Íslandi, ítrekar stuðning - 17.9.2012

Kypur-heimsokn-17-sept-12-011

Utanríkisáðherra Kýpur, Erato Kozakou-Marcoullis, heimsækir Ísland í dag, mánudag, en Kýpur fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins

Lesa meira

Lagt til að framlög til þróunarmála hækki um 1 milljarð og áfram hagrætt í rekstri utanríkisráðuneytis - 14.9.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerði Alþingi í dag grein fyrir þætti utanríkisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur á móti Villy Søvndal - 14.9.2012

Ossur-og-Villy-140912
Farið var yfir samstarf  Íslands og Danmerkur, Norðurlandasamstarfið og norðurslóðamál, aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið, stöðuna í Icesave-málinu og makríldeilunni. Lesa meira

Samningsafstaða Íslands í byggðamálum - 13.9.2012

Ólafsvík. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Samningsafstaða Íslands varðandi byggðastefnu Evrópusambandsins í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is. Samningsafstaðan var send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um hana var fjallað í samningahópi um byggða- og sveitarstjórnarmál, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og ríkisstjórn.

Lesa meira

Starfshópur Norðurskautsráðsins fundar í Reykjavík - 13.9.2012

Fjallað verður um gerð viðamikillar skýrslu um mannfélagsþróun á norðurslóðum og um úttekt og kortlagningu á innviðum er tengjast siglingum og flugsamgöngum á norðurheimskautsvæðinu
Lesa meira

Samningsafstaða Íslands um efnahags- og peningamál - 10.9.2012

_MG_5667

Samningsafstaða Íslands í aðildarviðræðum Íslands og ESB varðandi 17. kafla um efnahags- og peningamál hefur verið birt á viðræður.is. Samningsafstaðan var send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um hana var fjallað í viðkomandi samningahópi, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og ríkisstjórn.

Lesa meira

Norðurskautsríkin æfa leit og björgun við Austur-Grænland - 10.9.2012

SAREX_2012

Í dag  hefst fjögurra daga leitar- og björgunaræfing norðurskautsríkjanna sem byggir á alþjóðasamningi Norðurskautsráðsins um leit og björgun. Landhelgisgæslan heldur utan um framkvæmd æfingarinnar fyrir hönd Íslands.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs á Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna - 7.9.2012

Martin Eyjólfsson, sendiherra, ásamt Kassym-Jomart Tokayev, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf

Martin Eyjólfsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, afhenti Kassym-Jomart Tokayev, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf, trúnaðarbréf þann 5. september sl.

Lesa meira

Ráðherra hvetur til aukinnar pólitískrar samvinnu milli norðurskautsríkja - 6.9.2012

Utanríkisráðherra flytur ávarp á ráðstefnu þingmanna norðurskautsríkjanna

Utanríkisráðherra flutti í gær opnunarávarp á fjölmennri ráðstefnu þingmanna frá norðurskautsríkjunum átta og Evrópuþinginu (CPAR). Í ræðunni hvatti hann til aukins pólitísks samstarfs og hagnýtra verkefna milli ríkja á norðurskautsvæðinu s.s. á sviði umhverfismála og um leit og björgun.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð fyrir vísindasamstarf um norðurslóðir - 6.9.2012

Tilkynnt um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2011 um samstarf á sviði norðurslóðafræða m.a. stofnun gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum, styrki til nemendaskipta og styrktarsjóð fyrir vísindasamstarf um norðurslóðir. Nú eru auglýstir til umsóknar styrkir fyrir einstaklinga eða hópa til þátttöku í vísindaráðstefnum og/eða sameiginlegum fundum í Noregi eða á Íslandi. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins heldur utan um sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október nk.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með öldungadeilarþingmanni Alaska - 4.9.2012

Utanríkisráðherra og Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Alaska

Utanríkisráðherra fundaði í dag með Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanni Repúblikanaflokksins fyrir Alaskafylki og bandarískum embættismönnum um málefni norðurslóða, nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og björgunarmál. Lögð var áhersla á mikilvægi náins samstarfs ríkjanna átta sem eru í Norðurskautsráðinu.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum vegna verkefna í þróunarsamvinnu eða mannúðaraðstoð - 4.9.2012

Frestur mannúðarsamtaka til að skila inn umsóknum vegna verkefna í þróunarsamvinnu eða mannúðaraðstoð er til 15. september nk. Um er að ræða seinni úthlutun ársins 2012. Lesa meira

Kristinn F. Árnason, sendiherra, tekur við stöðu framkvæmdastjóra EFTA - 31.8.2012

Kristinn Árnason

Á morgun, 1. september 2012, mun Kristinn F. Árnason, sendiherra, taka við stöðu framkvæmdastjóra EFTA

Lesa meira

Auglýst eftir IPA-verkefnistillögum - 31.8.2012

Auglýsing IPA-verkefnistillögur

Auglýst er eftir verkefnum á sviði atvinnuþróunar og byggðamála annars vegar og velferðar- og vinnumarkaðsmála hins vegar.

Lesa meira

Samningsafstaða Íslands um tollabandalag og utanríkistengsl - 28.8.2012

Stefán Haukur Jóhannesson

Samningsafstaða Íslands varðandi tollabandalag annars vegar og utanríkistengsl hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á viðræður.is. Samningsafstaðan var send framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um hana var fjallað í viðkomandi samningahópum, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og ríkisstjórn.

Lesa meira

Utankjörfundar­atkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs 20. október 2012 - 24.8.2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fara fram 20. október 2012, hefst 26.ágúst n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

Lesa meira

Heimsókn kínverska ísbrjótsins Snædrekans og málþing um heimskautarannsóknir - 16.8.2012

bordar-snaedreki

Á meðan á Íslandsdvöl Snædrekans stendur mun ísbrjóturinn heimsækja Reykjavík 16.-18. ágúst og Akureyri 19.-20. ágúst.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki til að koma upplýsingum um viðskiptahagsmuni á framfæri vegna fríverslunarviðræðna - 15.8.2012

Utanríkisráðuneytið fer með gerð fríverslunarsamninga fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Meðal þeirra ríkja sem EFTA stendur nú í fríverslunarviðræðum við eru Víetnam, Indónesía og Mið-Ameríkuríkin Gvatemala, Hondúras, Kostaríka og Panama (með hugsanlegri þátttöku El Salvador og Níkaragva). Einnig er hafinn undirbúningur að viðræðum við Malasíu. Þá stendur til að endurskoða gildandi fríverslunarsamningana við Chile, Kanada og Jórdaníu, m.a. á sviði þjónustuviðskipta.

Lesa meira

Ljósmyndir, munir og fræðsluefni um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki 1945 - 8.8.2012

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra, verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu á morgun, fimmtudag. Utanríkisráðuneytið er ein þeirra stofnana sem að sýningunni standa.  Lesa meira

Rússland verður aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni 22. ágúst 2012 - 31.7.2012

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) hinn 23. júlí sl. um fullgildingu samnings Rússlands um aðild þess að stofnuninni. Rússland mun því verða 156. aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hinn 22. ágúst nk. þegar aðildin tekur formlega gildi. Lesa meira

Opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn - 30.7.2012

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og Þórður Bjarni Guðjónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.

Á laugardaginn s.l. var opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn í Færeyjum í tilefni af Olavsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Nokkur hundruð manns lögðu komu sína á skrifstofuna þ.á.m. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og nokkurra borgarráðsmanna og þingmanna. Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnavatnssýslum kom og tók nokkur lög fyrir gesti og gangandi.

Lesa meira

Ráðstefnu um alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning lokið - 28.7.2012

Ekki náðist samkomulag um gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, en ráðstefnan hefur staðið frá því 2. júlí s.l. og lauk í gærkveldi.   Íslensk stjórnvöld lýsa yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu, en engar bindandi alþjóðlegar reglur ná yfir vopnaviðskipti og hefði víðtækur vopnaviðskiptasamningur markað stór skref fram á við í að koma á alþjóðlegum reglum um vopnaviðskipti og ná tökum á ólögmætum vopnaviðskiptum. Lesa meira

Ísland styður hertar aðgerðir SÞ gagnvart Sýrlandi - 17.7.2012

Íslensk stjórnvöld lýsa yfir fullum stuðningi við hertar aðgerðir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi.

Lesa meira

Tímasett aðgerðaáætlun á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar - 13.7.2012

Mynd: Ragnar Th.

Tímasett aðgerðaáætlun um hvernig undirbúningi á sviði landbúnaðar- og dreifbýlisþróunar verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.

Lesa meira

Ísland styður gerð alþjóðasamnings um vopnaviðskipti - 10.7.2012

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Gréta Gunnarsdóttir, ávarpaði hinn 9. júlí ráðstefnu SÞ um gerð alþjóðasamnings um vopnaviðskipti. Hún greindi frá helstu áherslumálum Íslands en íslensk stjórnvöld styðja heils hugar að samstaða náist um viðtækan og metnaðarfullan samning um viðskipti með allar gerðir vopna, skotfæra og tengda þjónustu.

Lesa meira

Lögfræðiálit um stjórnskipulegar heimildir til upptöku í EES-samninginn vegna viðskipta með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS) - 6.7.2012

Hinn 22. maí 2012 fóru forsætisráðuneyti, umhverfisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þess á leit við Björgu Thorarensen og Stefán Má Stefánsson, prófessora í lögfræði við Háskóla Íslands, að þau veittu lögfræðiálit hvort upptaka í EES-samninginn á reglugerð (ESB) nr. 1193/2011, sem setur á fót sambandsskrá (Union Registry) vegna viðskipta með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS), væri annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar.  Lögfræðiálitið barst ráðuneytunum hinn 12. júní 2012 og er það meðfylgjandi.

Lesa meira

Sýrlensk stjórnvöld fordæmd - 6.7.2012

Syria-map

Á fundi „Vina Sýrlands“ sem haldinn var í dag í París fordæmdu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sýrlensk stjórnvöld fyrir að skeyta lítt um líf og limi óbreyttra borgara í þeirri öldu ofbeldis og manndrápa sem einkennt hafa síðustu mánuði í Sýrlandi með þeim afleiðingum að meira en sextán þúsund manns hafa týnt lífi.

Lesa meira

Styrkir til mannúðarsamtaka í þróunarsamvinnu - 4.7.2012

Í fyrri úthlutun ársins fengu átta verkefni frá sex félagasamtökum framlög samtals að upphæð tæplega 80 m.kr. Verkefnin eru eftirfarandi:

Lesa meira

Íslenski EXPÓ skálinn opnaður í Hörpu - 29.6.2012

Frá íslenska skálanum við opnunina í Sjanghæ vorið 2010

Í dag opnar í Hörpu tónlistarhúsi sýning á myndverkinu sem hannað var vegna þátttöku Íslands á heimssýningunni EXPO 2010 í Sjanghæ.  Í tilefni af því er nú aðgengileg á vef ráðuneytisins skýrsla um íslensku þátttökuna.Íslenska EXPO þátttakan vakti mikla athygli í Kína þar sem rúmlega 2,3 milljónir heimsóttu skála Íslands.

Lesa meira

Ráðuneytisstjóri fundar með Íslandsdeild Amnesty International - 29.6.2012

Afhending undirskriftanna

Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International og Sigurlaugu Soffíu Friðþjófsdóttur frá ungliðahreyfingu Íslandsdeildar Amnesty International og afhentu þær 7501 undirskrift þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings.

Lesa meira

Aukin tækifæri í útflutningi á landbúnaðarafurðum til EFTA ríkjanna - 28.6.2012

Radherrar-EFTA-rikjanna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Gstaad í Sviss. Á fundinum fögnuðu ráðherrarnir því að nýlega náðist samkomulag um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur á milli EFTA-ríkjanna. Í samkomulaginu felst að EFTA-ríkin munu í meginatriðum veita hvert öðru sama aðgang að mörkuðum sínum fyrir landbúnaðarvörur og þau veita Evrópusambandinu. Samkomulagið skapar því því aukin tækifæri til útflutnings á íslenskum landbúnaðarafurðum til Noregs og Sviss.

Lesa meira

Ísland hvetur til þess að mannréttindabrotum í Sýrlandi verði  vísað til Alþjóðlega sakamáladómstólsins - 27.6.2012

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði í dag um sérstaka skýrslu rannsóknarnefndar á vegum ráðsins um meint mannréttindabrot í Sýrlandi, þ.m.t. fjöldamorðin í El-Houleh.

Lesa meira

Norðurslóðasamstarf Íslands og Noregs á góðum rekspöl - 26.6.2012

Tilkynnt um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu viljayfirlýsingu í september 2011 um samstarf á sviði norðurslóðafræða m.a. stofnun gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum, styrki til nemendaskipta og styrktarsjóð fyrir vísindasamstarf um norðurslóðir. Háskólinn á Akureyri hefur nú þegar auglýst gestaprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum sem kennd verður við norska heimskautafræðinginn Fridtjof Nansen og mun gestaprófessorinn hefja störf næsta haust.

Lesa meira

Þrír kaflar opnaðir til viðbótar - 22.6.2012

Sendinefnd Íslands (f.v.) Stefán Haukur, Össur, Þórir og Maríanna.

Í morgun voru þrír nýir kaflar opnaðir í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands á sérstakri ríkjaráðstefnu í Brussel. Kaflarnir sem opnaðir voru fjalla um flutningastarfsemi, félags- og vinnumál og um fjárhagslegt eftirlit. Alls er þá búið að opna 18 kafla af þeim 33 sem þarf að semja um og samningum um tíu þeirra er lokið. Því má segja að seinni hálfleikurinn í viðræðunum sé nú hafinn.

Lesa meira

Ráðuneytisstjóri fundar með aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu - 21.6.2012

Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, og Pavlo Klimkin, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu

Hinn 20. júní átti Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, fund með Pavlo Klimkin, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, sem staddur er í heimsókn á Íslandi. Á fundinum var fjallað um tvíhliða samskipti ríkjanna og samstarf á sviði viðskipta, en íslensk stjórnvöld leggja sérstaka áherslu á gerð loftferðasamnings milli Íslands og Úkraínu.

Lesa meira

Stjórnvöld svara meðalgöngugreinargerð framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu - 20.6.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

Íslensk stjórnvöld svöruðu í dag greinargerð framkvæmdastjórnarinnar sem meðalgönguaðila í Icesave-málinu. Þar með lýkur skriflegum hluta málflutnings í málinu en það verður flutt munnlega á dómþingi EFTA-dómstólsins í Lúxemborg þriðjudaginn 18. september nk.

Lesa meira

Áframhaldandi fríverslunarviðræður framundan - 18.6.2012

Frá tvíhliðaviðskiptasamráðinu í dag

Áttundi fundur íslensk-kínversku viðskiptanefndarinnar fór fram í utanríkisráðuneytinu í dag. Á fundinum var ákveðið að stefna að því að halda tvær samningalotur í fríverslunarviðræðum Íslands og Kína fyrir árslok. Þá var m.a. rætt um viðskipti og efnahag landanna sem og samstarf þeirra á ýmsum vettvangi, m.a. á sviði jarðvarmanýtingar, fjárfestinga, ferðaþjónustu o.fl.

Lesa meira

Málþing um svæðahagfræði norðurslóða - 14.6.2012

Frá olíuvinnslu á norðurslóðum

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins kynnti áherslu Íslands varðandi nýtingu og verndun lifandi sjávarauðlinda á norðurslóðum gær á málþingi á vegum The International Institute for Strategic Studies í  London. 

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Bosníu og Hersegóvínu - 14.6.2012

Stefán Skjaldarson sendiherra afhendir Bakir Izetbegovic, forseta Bosníu og Hersegóvínu, trúnaðarbréf sitt

Hinn 8. júní afhenti Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Vín, Bakir Izetbegovic, forseta Bosníu og Hersegóvínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart landinu.

Lesa meira

Samningsafstaða Íslands í köflum 9 og 24 birt - 11.6.2012

Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands

Samningsafstaða Íslands varðandi fjármálaþjónustu annars vegar og dóms- og innanríkismál hins vegar í samningaviðræðum Íslands og ESB hefur verið birt á heimasíðunni viðræður.is.

Lesa meira

Fundur um forvarnir vegna olíuvinnslu  á norðurslóðum. - 8.6.2012

Frá olíuvinnslu á norðurslóðum

Sérfræðingar Norðurskautsráðsins funda í Keflavík dagana 10.-12. júní næstkomandi um forvarnir vegna olíumengunar  á norðurslóðum en á fundinum verður m.a. fjallað um hvað læra megi af reynslunni af olíulekanum í Mexíkóflóa 2010. Ráðið hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á náið samráð meðal norðurskautsríkjanna um rannsóknir, forvarnir og viðbrögð við mengun m.a. frá olíu, kvikasilfri og ýmsum eiturefnum.

Lesa meira

Leiðin greið í byggðamálum - 8.6.2012

demo-image4

Opnunarviðmið sem sett var fyrir samningskaflann um byggðamál í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið uppfyllt af hálfu íslenskra stjórnvalda. Framkvæmdastjórn ESB óskaði á sínum tíma eftir því að Ísland legði fram ítarlega og tímasetta aðgerðaáætlun sem lýsti markmiðum varðandi framkvæmd byggðastefnunnar og stjórnsýsluframkvæmd, komi til aðildar Íslands að ESB.

Lesa meira

Íslendingar geta búist við 3 olíusvæðum norðan Íslands - 7.6.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna.

Lesa meira

Niðurstaða Mannréttindanefndar SÞ í máli nr. 1306/2004 - 5.6.2012

Stjórnvöldum barst í gær orðsending frá Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um að nefnd sem fjallað hefur um mál nr. 1306/2004 gegn íslenskum stjórnvöldum hafi ákveðið að loka málinu þar sem stjórnvöld hafi brugðist, „með ásættanlegum hætti að hluta til“ við tilmælum nefndarinnar.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir harðlega voðaverkin í Sýrlandi - 2.6.2012

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir harðlega voðaverk sýrlenskra stjórnvalda sem og vopnaðra sveita á þeirra ábyrgð en lítill vafi leikur á að þau hafi gerst sek um skipulögð og kerfisbundin mannréttindabrot undanfarnar vikur og mánuði. Ráðherra fordæmir sérstaklega fjöldamorð í bænum Houla í vesturhluta Sýrlands í síðustu viku og leggur áherslu á að draga þurfi til ábyrgðar alla þá sem stóðu fyrir þeim.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með orkumálaráðherra Bretlands - 1.6.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Charles Hendry orkumálaráðherra Breta. Á fundinum ræddu ráðherrarnir sameiginlegan áhuga ríkjanna á auknu samstarfi í orkumálum, en Hendry er fyrsti orkumálaráðherra Breta sem heimsótt hefur Ísland. 

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Laos og Tælandi - 29.5.2012

Kristín A. Árnadóttir sendiherra og Choummaly Sayasone forseti Laos við afhendingu trúnaðarbréfs

Þann 22. maí s.l. afhenti Kristín A. Árnadóttir forseta Laos, Choummaly Sayasone, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Laos með aðsetri í Peking. Þann 7. maí s.l. afhenti hún krónprinsi Tælands, Maha Vajiralongkorn, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Tælandi með aðsetri í Peking.

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Ísrael - 25.5.2012

Benedikt Ásgeirsson sendiherra afhendir Shimon Peres forseta Ísraels trúnaðarbréf.

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, afhenti 24. maí 2012 Shimon Peres, forseta Ísraels, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Ísrael með aðsetur í Reykjavík.

Lesa meira

Dagur fyrir munnlegan málflutning ákveðinn 18. september nk. Framkvæmdastjórnin skilar greinargerð meðalgönguaðila - 24.5.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

EFTA-dómstóllinn hefur ákveðið að munnlegur málflutningur í Icesave-málinu fari fram að loknu réttarhléi þriðjudaginn 18. september nk. Skriflegum hluta málflutningsins verður þá lokið, en þriðja og síðasta umferð hans fer nú fram með innleggi þriðju aðila í málið.

Lesa meira

Ræddu afnám gjaldeyrishafta  - 24.5.2012

Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnaði stofnsetningu sameiginlegs vinnuhóps Íslands og ESB um afléttingu gjaldeyrishaftanna á fundi sínum með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins  í morgun. Frjálst flæði fjármagns er einn meginþátturinn í fjórfrelsinu á sameiginlegum innri markaði Evrópu og því liggur fyrir að ríki með gjaldeyrishöft geta ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu.

Lesa meira

Kynningarfundur hjá FAO um jarðvarmanýtingu í þágu fæðuöryggis - 23.5.2012

Utanríkisráðuneytið stóð fyrir kynningu á fundi landbúnaðarnefndar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) í Róm 22. maí sl. undir yfirskriftinni „Nýting jarðvarmaorku í þágu fæðuöryggis í þróunarlöndunum“. Kynningin fjallaði um þau tækifæri sem felast í jarðvarmanýtingu við framleiðslu og geymslu matvæla í þróunarlöndum.

Lesa meira

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins - 22.5.2012

Össur og Jonas Gahr Store, utanríkisráðherra Norðmanna

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur í gær og í fyrradag tekið þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Chicago ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Lesa meira

Býst við stórauknum ferðamannastraumi frá Tékklandi - 18.5.2012

Utanríkisráðherra í viðtali við tékkneska sjónvarpsstöð

Búast má við stórauknum ferðamannastraumi milli Íslands og Tékklands á næstu árum í kjölfar þess að Iceland Express hefur opnað nýja flugleið beint á milli Prag og Keflavíkur. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ræðu í Prag í dag þegar hann opnaði fjölsótta ferðakaupstefnu þar sem íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu kynna valkosti á Íslandi fyrir tékkneskum ferðaskipuleggjendum.

Lesa meira

Áherslur í makríldeilu skýrðar fyrir Tékkum - 18.5.2012

Össur Skarphéðinsson og Karel Schwarzenberg

Á fundi með utanríkisráðherra Tékklands, Karel Schwarzenberg í Prag í dag, fór Össur Skarphéðinsson rækilega yfir makríldeiluna og sagði Íslendinga ekki geta unað því ef Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Ísland sem brytu í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sambandsins.

Lesa meira

Makríldeilan rædd við forseta Tékklands - 17.5.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í opinberri heimsókn forsetans til Tékklands

Ráðherra benti á að meðal mögulegra viðskiptaþvingana, sem rætt hefur verið um á vettvangi ESB, væru aðgerðir sem brytu í bága við reglur innri markaðar Evrópusambandsins, Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og sömuleiðis þau ákvæði EES-samningsins sem Íslendingar telja að banni þær aðgerðir.

Lesa meira

Umsóknir um áheyrnaraðild og styrking ráðsins rædd á aðstoðarráðherrafundi Norðurskautsráðsins - 16.5.2012

Á aðstoðarutanríkisráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í gær, var fjallað um fyrirliggjandi umsóknir um áheyrnaraðild að ráðinu. Mikill einhugur var á fundinum um að efla stefnumótun og hagnýtar aðgerðir á vegum ráðsins og styrkja  innri starfsemi þess sem er mjög í samræmi við norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda. Lesa meira

Aukinn stuðningur við Íslendinga sem afplána fangelsisdóma erlendis - 16.5.2012

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum síðastliðinn föstudag að fela utanríkisráðherra og innanríkisráðherra að undirbúa gerð samninga við önnur ríki um flutning dæmdra manna og fullnustu refsinga. Sérstök áhersla verður lögð á að gera samninga við ríki sem eru fjarri Íslandi og þar sem aðbúnaður fanga er verulega lakari en tíðkast hérlendis. Lesa meira

Noregur og Liechtenstein taka undir sjónarmið Íslands í Icesave-málinu - 16.5.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands
Í gær rann út frestur til að skila skriflegum athugasemdum í Icesave-málinu. Noregur og Liechtenstein taka undir sjónarmið Íslands um að ríkisábyrgð á innstæðutryggingum verði ekki byggð á tilskipun um innstæðutryggingar án þess að það komi skýrt fram í tilskipuninni sjálfri. Lesa meira

Sögueyjan Ísland sýnd í EFTA - 16.5.2012

Björk Óskarsdóttir fiðluleikari spilar íslensk sönglög eftir Sigfús Halldórsson og Atla Heimi Sveinsson
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Bergdís Ellertsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri EFTA, opnuðu sýninguna Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundumí húsakynnum EFTA í Brussel í gær. Við opnunina spilaði Björk Óskarsdóttir, fiðluleikari, íslensk sönglög eftir Sigfús Halldórsson og Atla Heimi Sveinsson. Lesa meira

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat 37. fund EES-ráðsins sem fram fór í Brussel í dag - 14.5.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Á fundinum gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega þær tillögur sem nú eru til umræðu innan ESB um beitingu viðskiptaþvingana gagnvart Íslandi vegna makríldeilunnar og taldi þær brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingum ESB, m.a. á vettvangi EES og WTO. Hann gerði jafnframt grein fyrir sjónarmiðum Íslands í málinu og ítrekaði  að Ísland hefði fullan vilja til að vinna áfram að lausn deilunnar með öðrum aðilum hennar. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með aðalframkvæmdastjóra IRENA - 11.5.2012

Adnan Z. Amin og Össur Skarphéðinsson
Össur Skaprhéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Adnan Z. Amin aðalframkvæmdastjóri IRENA, sem er í heimsókn á Íslandi í boði utanríkisráðherra. Lesa meira

Stjórnvöld svara andsvörum ESA við málsvörn Íslands - 11.5.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

Stjórnvöld hafa í dag sent EFTA-dómstólnum gagnsvör í Icesave-málinu. Með þeim er svarað athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við fyrri greinargerð stjórnvalda. Þar með er lokið annarri umferð í skriflegum hluta málflutnings fyrir dómstólnum.

Frestur annarra EFTA-ríkja og aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka þátt í meðferð málsins með skriflegum athugasemdum er á enda runninn þriðjudaginn 15. maí nk.

Lesa meira

Ísland veitir neyðaraðstoð til Sahel-svæðisins og Suður-Súdans - 11.5.2012

Sahel
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 100 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 13 milljónum íslenskra króna, til neyðaraðstoðar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) á Sahel-svæðinu og í Suður-Súdan, en þar er talin yfirvofandi hætta á hungursneyð og ófriði. Lesa meira

Tímasett aðgerðaáætlun á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála - 11.5.2012

Stefán Haukur Jóhannesson

Tímasett aðgerðaráætlun um hvernig undirbúningi á sviði byggða- og sveitarstjórnarmála verður háttað komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur verið afhent framkvæmdastjórn og aðildarríkjum ESB.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ávarpar stofnfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins - 10.5.2012

Utanríkisráðherra, Michael B. Hancock og Birkir Hólm Guðnason.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði í morgun stofnfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS). AMÍS er systurstofnun Icelandic American Chamber of Commerce (IACC) sem er tvíhliða viðskiptaráð með aðsetur í Bandaríkjunum. Ráðinu er ætlað að styrkja enn frekar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Lesa meira

Alþjóðlegt námskeið á sviði mannúðaraðstoðar - 8.5.2012

Þátttakendur á OCHA námskeiðinu

Utanríkisráðuneytið stendur fyrir alþjóðlegu námskeiði um öflun, vinnslu og miðlun upplýsinga á neyðarsvæðum dagana 7.-11. maí 2012 í samvinnu við Skrifstofu fyrir samræmingu mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum í  Genf  (OCHA, Office for the Coordination of Humanitarian Affairs).

Lesa meira

Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Úkraínu tekur gildi 1.júní nk. - 7.5.2012

EFTA

Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður 24. júní 2010 í Reykjavík, ásamt tvíhliða landbúnaðarsamningum milli landanna. Bæði EFTA-ríkin og Úkraína hafa nú lokið fullgildingu samninganna og mun fríverslunarsamningurinn ásamt landbúnaðarsamningunum ganga í gildi hinn 1. júní nk.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 30. júní 2012 - 7.5.2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna forsetakosninga sem fara fram 30.júní 2012, hefst 7. maí n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Lesa meira

Fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna í Stafangri - 4.5.2012

Össur ásamt norrænum kollegum sínum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Stafangri. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um netöryggi, samstarf í öryggis- og varnarmálum, Sýrland, Úkraínu og jafnréttismál. 

Lesa meira

Utanríkisráðherra gagnrýnir öryggisráðið fyrir aðgerðarleysi í Palestínumálinu - 4.5.2012

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna í Stafangri

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í morgun þátt í opinni umræðu utanríkisráðherra Norðurlandanna um Arabíska vorið fyrir fullu húsi í menningarhúsinu í Stafangri í Noregi. Ráðherra gagnrýndi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðarleysi í málefnum Palestínu en umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum hefur setið föst í ráðinu síðan í haust.

Lesa meira

Innleiðing hertra Evrópureglna um fjármálamarkaði annmörkum háð - 4.5.2012

Í álitsgerð lagaprófessorana Stefáns Más Stefánssonar og Bjargar Thorarensen frá 25. apríl sl. er komist að þeirri niðurstöðu að upptaka í EES-samninginn og innleiðing hér á landi á nýjum reglum Evrópusambandsins um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í Evrópu feli í sér framsal framkvæmdavalds og dómsvalds sem að óbreyttu samræmist ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Lesa meira

Móttaka flóttafólks árið 2012 - 4.5.2012

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 4. maí s.l. að tillögu velferðarráðherra og utanríkisráðherra móttöku allt að átta afganskra flóttamanna úr flóttamannabúðum í Íran.
Ákvörðunin er gerð að tillögu flóttamannanefndar sem byggist á tilmælum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um áherslu á aðstoð við konur sem skilgreindar eru í hættu (e. women at risk). Stefnt er að komu flóttamannanna hingað til lands í sumar. Lesa meira

Samningsafstaða Íslands í köflum 1 og 14 birt - 3.5.2012

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands
Samningsafstaða Íslands varðandi flutningastarfsemi annars vegar og frjálsa vöruflutninga hins vegar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið birt á heimasíðu viðræðnanna - viðræður.is Lesa meira

Mannréttindi samkynhneigðra og utanríkisstefnan - 3.5.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
"Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund" segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í grein sem hann birtií Fréttablaðinu þann 2. maí sl. Lesa meira

Ísland mótmælir tillögu ESB um viðskiptaaðgerðir - 2.5.2012

Á fundi Sameiginlegu EES nefndarinnar í dag var lögð fram yfirlýsing Íslands vegna fyrirliggjandi tillögu ESB um reglugerðarheimild til að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar fiskveiðar. Í yfirlýsingu Íslands er ítrekað að efni fyrirhugaðrar reglugerðar brjóti í bága við alþjóðalög, þar á meðal EES-samninginn. Lesa meira

Viðskipta- og efnahagssamráð við Rússland - 27.4.2012

Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri, stýrði fundinum.
Í dag fór fram í utanríkisráðuneytinu samráðsfundur milli Íslands og Rússlands um viðskipta- og efnahagsmál. Slíkir fundir eru haldnir reglulega m.a. til þess að liðka fyrir viðskiptum landanna með gerð viðskiptasamninga. Á þessum fundi var málefnum sem tekin voru upp á fundi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í nóvember sl., fylgt eftir sérstaklega. Lesa meira

Aukið markaðsstarf í sjávarútvegi og skapandi greinum - 27.4.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra talar á aðalfundi Íslandsstofu 27. apríl 2012 (mynd: Arnaldur Halldórsson)

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varpaði fram þeirri hugmynd í ávarpi sínu í dag á ársfundi Íslandsstofu að hluti af veiðileyfagjaldi, eða á bilinu 500 til 600 milljónir króna, yrði notaður til þess að stórefla markaðsstarf í þágu íslensks sjávarútvegs. Utanríkisráðherra hvatti sömuleiðis til áframhaldandi sóknar í þágu lista og skapandi greina á Íslandi.

Lesa meira

Öll í sama liði - 26.4.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Í framsöguræðu sinni við upphaf umræðna um utanríkismál í dag sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, aðild Íslands að Evrópusambandinu snúast um langtímahagsmuni Íslands.
Lesa meira

Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál - 26.4.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fylgdi í dag úr hlaði skýrslu til Alþingis um utanríkis- og alþjóðamál þar sem fjallað er um helstu verkefni utanríkisþjónustunnar á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Andagiftir Íslands – Frá fornsögum til skáldsagna - 23.4.2012

Bókmenntasýningin Frá opnun sýningarinnar Andagiftir Íslands – Frá fornsögum til skáldsagna

Bókmenntasýningin Andagiftir Íslands – Frá fornsögum til skáldsagna opnaði í Lincoln Center s.l. fimmtudag. Á sýningunni eru 23 íslenskir rithöfundar sem segja sögur af andagift sem bókmenntir veita þeim í stuttum frásögnum undir ljósmyndum þeirra.

Lesa meira

Utanríkisráðherra og forsætisráðherra Kína ræða jarðhitamál - 21.4.2012

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í Hellisheiðarvirkjun í dag

Össur Skarpéðinsson, utanríkisráðherra, bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, til málstofu um jarðhitamál í Hellisheiðarvirkjun í dag. Wen Jiabao er jarðvísindamaður að mennt og hefur mikinn áhuga á jarðhitamálum og samstarfi við Íslendinga á því sviði. Forsætisráðherrann er staddur hér á landi í opinberri heimsókn.

Lesa meira

Fríverslun rædd við viðskiptaráðherra Kína - 20.4.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Chen Deming viðskiptaráðherra Kína
Í morgun átti Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fund með Chen Deming, viðskiptaráðherra Kína sem fer með utanríkisviðskipti en ráðherrann er í föruneyti kínverska forsætisráðherrans Wen Jiabao sem kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Lesa meira

Undirritun samstarfssamninga við Kína um  jarðhitasamstarf og heimskautamál - 20.4.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands og Yang Jiechi, utanríkisráðherra Kína

Í tengslum við opinbera heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, til Íslands undirritaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag samkomulag við Kínverja um jarðhitasamvinnu og samninga um samstarf í heimskautamálum.

Lesa meira

Íslensk kvikmyndahátíð í Lincoln Center - 18.4.2012

Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli í Lincoln Center listamiðstöðinni í New York dagana 18. til 26. apríl nk. Sýndar verða tuttugu kvikmyndir sem spanna rúmlega sex áratugi í kvikmyndasögu Íslands, allt frá fyrstu talkvikmyndinni 1949 til kvikmynda sem frumsýndar voru síðla árs 2011. Yfirskrift kvikmyndahátíðarinnar er: Images from the Edge: Classic and Contemporary Films from Iceland.

Lesa meira

Kynning á umsóknarferli hjá Sameinuðu þjóðunum - 18.4.2012

Frá kynningarfundi um umsóknarferli fyrir stöður hjá alþjóðastarfsliði SÞ
Ríflega 150 manns tók þátt í þremur kynningarfundum um umsóknarferli fyrir stöður hjá alþjóðastarfsliði SÞ sem fram fóru dagana 16. og 17. apríl.
Lesa meira

Andsvör ESA við málsvörn Íslands - 18.4.2012

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
Í samræmi við málsmeðferðarreglur EFTA-dómstólsins hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lagt fram andsvör við málsvörn stjórnvalda í Icesave-málinu.
Lesa meira

Græna og bláa hagkerfið í brennidepli á fundi um Ríó+20 - 17.4.2012

Frá opnum fundi um Ríó+20, ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Ríó í júní

Í gær var haldinn opinn fundur um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Rio de Janeiro í júní n.k. Margt fróðlegt kom fram á fundinum en yfirskrift hans var: „Leiðin til Ríó: Sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis“.

Lesa meira

Utanríkisráðherra í Silfri Egils - 16.4.2012

6553464011_6f8cccfb98_m

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var í gær gestur í Silfri Egils. Þar ræddi ráðherra m.a. Icesave-málið og meðalgöngu Evrópusambandsins í málsmeðferð fyrir EFTA dómstólnum, aðildarumsókn Íslands að ESB, gjaldeyrishöft og virkjanamál.

Lesa meira

Svar stjórnvalda varðandi beiðni framkvæmdastjórnar ESB um meðalgöngu í Icesave-málinu - 13.4.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

Íslensk stjórnvöld hafa í dag svarað álitsumleitan forseta EFTA-dómstólsins á beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um leyfi til meðalgöngu í Icesave-málinu. Svarið er byggt á ráðgjöf aðalmálflytjandans í málinu, Tim Ward, og málflutningsteymisins sem skipað var honum til ráðgjafar.

Lesa meira

Air d'Islande 2012 - íslensk menningarhátíð í París - 13.4.2012

Hjaltalín kom fram á hátíðinni í fyrra

Íslenska menningarhátíðin, Air d'Islande, verður haldin fjórða árið í röð í París dagana 10.-15. apríl og í Chessy-Sur-Marne dagana 2.-15. apríl þar sem boðið verður upp á fjöldan allan af íslenskum menningarviðburðum.

Lesa meira

Kynning á umsóknarferli fyrir stöður hjá Sameinuðu þjóðunum - 12.4.2012

Í næstu viku munu tveir fulltrúar mannauðsskrifstofu SÞ í New York kynna fyrir áhugasömum langt og umfangsmikið umsóknarferli fyrir stöður hjá alþjóðastarfsliði SÞ. Kynningarfundirnir verða haldnir í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, mánudaginn 16. apríl kl. 14:00-17:00 og þriðjudaginn 17. apríl kl.14:00-17:00.

Lesa meira

Dagbók ráðherra úr Afríkuferð - 12.4.2012

Ráðherra heimsækir skóla í Malaví

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fór í marsmánuði til Afríku þar sem hann heimsótti bæði Suður Afríku og Malaví. Á ferðalagi sínu hélt ráðherra dagbók sem hann birti í Fréttablaðinu þann 7. apríl sl.

Lesa meira

Opinn fundur um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun - 11.4.2012

Ríó+20

Mánudaginn 16.04.12 er boðað til opins fundar um Ríó+20, stóra ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem fram fer í Ríó de Janeiro í júní. Að fundinum standa utanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir, Alþjóðamálastofnun og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á fundi þingmannanefndar - 3.4.2012

Frá fundi sameiginlegu þingmannanefndarinnar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag fjórða fund sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis Íslendinga og Evrópuþingsins sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu. Í máli sínu lýsti utanríkisráðherra ánægju sinni með gang samningaviðræðnanna um aðild Íslands að ESB en fjórir kaflar voru opnaðir síðasta föstudag og tveimur lokað samdægurs.

Lesa meira

Íslensk hönnun á Turku Design Week í Finnlandi - 3.4.2012

Íslenski básinn í Turku

Sendiráð Íslands í Helsinki, með aðstoð utanríkisráðuneytisins og Hönnunarmiðstöðvar Íslands, tók þátt í Turku Design Week sem fram fór síðustu vikuna í mars. Sett var upp ljósmyndasýning um íslenska hönnun (Design in Iceland), sýndir voru hönnunarmunir úr sýningunni "Íslensk samtímahönnun” og Fuzzy kollum, sem sendiráðið festi kaup á í fyrra, var stillt upp á sýningarbásnum.

Lesa meira

Ræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á fundi "Friends of Syria" í Istanbúl - 2.4.2012

Syria-map

Sameiginleg ræða allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi var flutt á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" sem haldinn var um helgina í Istanbul í Tyrklandi. Þar lýsa Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin fullum stuðningi við friðaráætlun Kofi Annan en benda á að ofbeldið í landinu geysi enn.

Lesa meira

Jafnt og þétt - 2.4.2012

Stefán Haukur Jóhannesson

Grein Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands, Bjargar Thorarensen og Þorsteins Gunnarssonar, varaformanna samninganefndarinnar, sem birtist í Fréttablaðinu þann 31. mars 2012. Í greininni reifa þau stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í kjölfar fjórðu ríkjaráðstefnu samningaviðræðnanna þar sem viðræður hófust um fjóra nýja samningskafla.

Lesa meira

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Nikolay Patrushev formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands - 31.3.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands, sem staddur er hér á landi í stuttri heimsókn.

Lesa meira

Fjórir samningskaflar opnaðir og tveimur lokað - 30.3.2012

Frá ríkjaráðstefnunni

Samningaviðræður hófust í morgun um fjóra samningskafla í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu í Brussel. Viðræðum lauk samdægurs um tvo þeirra þ.e. um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, og um neytendamál og heilsuvernd.  Frekari viðræður fara nú í hönd um hina samningskaflana en þeir fjalla um samkeppnismál og orkumál.

Lesa meira

Náttúruhamfara í Japan minnst - 28.3.2012

Utanríkisráðherra ásamt Masayuki Takashima, sendiherra

Hinn 27. mars hélt sendiráð Japans á Íslandi athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur til að minnast þess að 11. mars síðastliðinn var liðið ár frá hamförunum miklu í Japan sem fylgdu í kjölfar jarðskjálftans við austurströnd landsins.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Ashton - 23.3.2012

Utanríkisráðherra ásamt Catherine Ashton og utanríkisráðherrum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í gær þátt í fundi með Catherine Ashton, yfirmanni utanríkis- og öryggismálastefnu Evrópusambandsins, og starfsbræðrum sínum frá öðrum umsóknarríkjum ESB í Brussel. Þá sátu fundinn einnig utanríkisráðherrar formennskuþríeykis sambandsins sem og ráðherrar nokkurra annarra aðildarríkja þess.

Lesa meira

Ráðherra afhendir spítala til Malaví - 20.3.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhendir spítala til Malaví
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti í dag fullbúið sjúkrahús til Malavístjórnar. Sjúkrahúsið hefur verið byggt fyrir þróunarfé frá Íslandi og þjónar 125.000 manna svæði. Verkefnið er stærsta einstaka verkefni Íslands í þróunarsamvinnu og hefur staðið frá árinu 2000. Lesa meira

Samningsafstaða Íslands í 7 köflum birt - 20.3.2012

Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands

Samningsafstöður Íslands varðandi samkeppnismál, orkumál, hagtölur, félags- og vinnumál, utanríkis-, -öryggis- og varnarmál, neytenda- og heilsuvernd, og fjárhagslegt eftirlit í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hafa verið birtar á heimasíðu viðræðnanna esb.utn.is.

Lesa meira

Utanríkisráherra heimsækir skuldastýringarmiðstöð OECD í S-Afríku - 16.3.2012

Á meðfylgjandi mynd má sjá utanríkisráherra og Maríu Erlu Marelsdóttur, sviðsstjóra þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, ásamt fulltrúum skuldastýringarmiðstöðvar OECD í Suður-Afríku.

Í dag heimsótti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miðstöð Efnahags og framfarastofnunarinnar, OECD, um skuldastýringu Afríkuríkja í Jóhannesarborg í Suður Afríku.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með aðstoðarutanríkisráðherra S-Afríku - 16.3.2012

Össur Skarphéðinsson ásamt Ebrahim I. Ebrahim aðstoðarutanríkisráðherra Suður Afríku

Mannréttinda- og loftslagsmál og málefni Afríku, Palestínu og BRICS-ríkjanna voru meginefni á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Ebrahim I. Ebrahim aðstoðarutanríkisráðherra Suður Afríku í dag. Fundurinn fór fram í Pretoríu, höfuðborg Suður Afríku.

Lesa meira

Yrsa Sigurðardóttir á Alþjóðlegu bókmenntahátíð Bókaormsins í Peking - 16.3.2012

Yrsa Sigurðardóttir

Sennusagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir mun koma fram á Alþjóðlegu bókmenntahátíð Bókaormsins í Peking um helgina.

Lesa meira

Málþing um samvinnu í jarðhitamálum - 15.3.2012

Frá ráðstefnunni
Fulltrúar stjórnvalda og iðnaðar frá Íslandi, Japan og Evrópusambandinu komu saman í Brussel í síðustu viku á málþingi um samvinnu í jarðhitamálum. Málþingið fór fram í húsakynnum Efnahags- og félagsmálanefndar ESB. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Kanada - 14.3.2012

Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Kanada, ásamt David Johnston, landstjóra Kanada.

Þann 8. mars s.l. afhenti Þórður Ægir Óskarsson David Johnston, landstjóra Kanada,  trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. 

Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Palestínu - 12.3.2012

Anna Jóhannsdóttir og Mahmoud Abbas
Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, afhenti 11. mars 2012 Mahmoud Abbas, forseta  Palestínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Palestínu með aðsetur í Reykjavík. Ísland viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu hinn 15. desember síðastliðinn og er þetta því í fyrsta sinn sem íslenskur sendiherra afhendir trúnaðarbréf þar í landi. Lesa meira

Málsvörn stjórnvalda í Icesave-málinu - 9.3.2012

Tim Ward aðalmálflytjandi Íslands

Íslensk stjórnvöld sendu í gær greinargerð sína í Icesave-málinu til EFTA-dómstólsins. Greinargerðin felur í sér viðbrögð stjórnvalda við stefnu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og leggur grunninn að málsvörn Íslands.

Lesa meira

Breytingar í utanríkisþjónustunni - 9.3.2012

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar í utanríkisþjónustunni. Lesa meira

Frakkar vilja aukið samstarf við Ísland - 7.3.2012

Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé

Íslensk og frönsk stjórnvöld munu stórauka samstarf um norðurslóðarannsóknir. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands í París í dag.

Lesa meira

Danir styðja aðild Íslands að ESB - 6.3.2012

OS-og-Wammen-588x300

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði í gærkvöldi með Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur. Evrópumálaráðherrann ítrekaði stuðning Danmerkur við aðild Íslands að ESB Danmerkur en Danir gegna formennsku í Evrópusambandinu fram á mitt þetta ár.

Lesa meira

Evrópumálaráðherra Danmerkur á Íslandi - 5.3.2012

Nicolai Wammen, Evrópumálaráðherra Danmerkur, kom í dag í vinnuheimsókn til Íslands en Danir eru nú í formennsku í Evrópusambandinu. Wammen fundar síðdegis í dag með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, og hittir samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við ESB.

Lesa meira

Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York 2012 – Ræða Íslands - 3.3.2012

Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

Föstudaginn 2. mars 2012 flutti Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðu í almennum umræðum á árlegum fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í New York.

Lesa meira

Rætt um íslenska myndlist í Kaupmannahöfn - 1.3.2012

Frá hádegsiverðarfundi um íslenska myndlist í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn

"Straumar og stefnur í íslenskri myndlist voru til umræðu á hádegisverðarfundi sem Sturla Sigurjónsson, sendiherra í Danmörku, efndi til í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn föstudaginn 24. febrúar sl.

Lesa meira

Fyrsti fundur samráðshóps - 27.2.2012

Formaður og varaformenn samráðshópsins

Samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hélt sinn fyrsta fund í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 24. febrúar sl. Formaður hópsins er Salvör Nordal, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tveir varaformenn hópsins eru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Lesa meira

Sameiginleg ræða Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" í Túnis - 24.2.2012

Syria-map

Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, flutti sameiginlega ræðu fyrir hönd allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" sem haldinn var í dag í Túnis. Þar  fordæma Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin valdbeitingu sýrlenskra stjórnvalda gegn óbreyttum borgurum.

Lesa meira

Námskeið um álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarfi í mars - 23.2.2012

Frá fyrra námskeiði

Í mars fer fram námskeið um álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarfi þar sem m.a. verður fjallað um neyðaraðstoð, mannúðarstarf og friðaruppbyggingu.

Lesa meira

Samráðsfundur stjórnvalda, félagasamtaka og hagsmunasamtaka um ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, Ríó+20 - 21.2.2012

Frá samráðsfundi um undirbúning vegna Ríó+20

Í gær var haldinn í utanríkisráðuneytinu fundur íslenskra stjórnvalda með fulltrúum félagasamtaka og hagsmunasamtaka um undirbúning vegna Ríó + 20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í júní nk.

Lesa meira

Samstarf Íslands og Japans um jarðhitanýtingu - 17.2.2012

Utanríkisráðherra ásamt þingmannanefnd japanska þingsins

Utanríkisráðherra undirritaði í dag samstarfsyfirlýsingu milli utanríkisráðuneytisins og þingmannanefndar á japanska þinginu um víðtækt samstarf Íslands og Japan á sviði jarðhitanýtingar. Á fundi utanríkisráðherra með sendinefndinni sagði hann Íslendinga mjög fúsa til samstarfs við Japani um þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana.

Lesa meira

Bók listakonunnar Rúríar, Monograph „Rúrí“ kynnt í Berlín - 13.2.2012

Bók Rúríar, Monograph „Rúrí“
Bók listakonunnar Rúríar Monograph „Rúrí“ var kynnt fyrir fjölda gesta í sameiginlegu húsi norrænu sendiráðanna í Berlín þann 7. febrúar sl. en meðal gesta voru blaðamenn, fulltrúar gallería og safna. Lesa meira

Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum - 13.2.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

"Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í grein Össurar Skarphéðinssonar og Ögmundar Jónassonar sem birtist í Fréttablaðinu þann 11. febrúar 2012.

Lesa meira

Ísland sem fyrirmynd í nýtingu  jarðhita – þáttur í kínverska ríkissjónvarpinu - 13.2.2012

Páll Valdimarsson í viðtali hjá CCTV
Ríkissjónvarp Kína sýndi á sunnudagskvöld heimildarþátt um jarðhitasamvinnu Íslendinga og Kínverja. Þar var fjallað sérstaklega um jarðhitanýtingu í Reykjavík og kínversku borginni Baoding. Lesa meira

Frestur til að sækja um framlag til neyðaraðstoðar eða þróunarsamvinnuverkefna til 15. mars 2012 - 13.2.2012

Malavívatn

Á fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir 174 milljón króna framlagi til neyðar- og mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnuverkefna á vegum frjálsra félagasamtaka sem úthlutað er tvisvar á ári, vor og haust. Helmingur upphæðarinnar verður til úthlutunar í vor og er frestur til að skila inn umsóknum til 15. mars nk.

Lesa meira

Fundur um þróunarmál í Reykjavík - 9.2.2012

Ráðuneytisstjórar Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Írlands og Hollands

Árlegur fundur ráðuneytisstjóra þróunarmála frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Írlandi og Hollandi var haldinn í Reykjavík í dag og í gær.

Lesa meira

Evran og krónan - og Krugman - 9.2.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

"Það að standa innan evrunnar hefur hins vegar mikla kosti fyrir hagkerfi eins og hið íslenska, ekki síst þar sem mestur hluti af erlendum viðskiptum þess er við evrusvæðið" segir í grein utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag 9. febrúar 2012 um evruna, krónuna og Krugman.

Lesa meira

Bókaþjóðin kynnt innan ESB - 8.2.2012

Frá opnun Sögueyju

Sýningin Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundum opnaði í dag í  húsakynnum framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart ESB, og Jan Truszczynski, framkvæmdastjóri stjórnarsviðs mennta- og menningarmála, opnuðu sýninguna.

Lesa meira

Hoyvíkurráðið fundar í Reykjavík - 3.2.2012

Össur Skarphéðinsson og Kaj Leo Johannesen við upphaf fundarins í gær
Á árlegum fundi Hoyvíkurráðsins sem haldinn var í Reykjavík í gær ræddu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Kaj Leo Johannesen lögmaður Færeyja aukin viðskipti milli Íslendinga og Færeyinga.
Lesa meira

Íslenskar bókmenntir í Evrópuþinginu - 1.2.2012

Þórir Ibsen og Dan Preda

Sýningin Sögueyjan Ísland - Portrett af íslenskum samtímahöfundum opnaði í Evrópuþinginu í Brussel í dag. Ísland sem bókaþjóð hefur verið áberandi í Evrópu undanfarna mánuði í kjölfar heiðursþátttöku Íslands á stærstu bókasýningu heims, Frankfurter Buchmesse í október sl.

Lesa meira

Skipan málsvarnarteymis og ráðgjafahóps í Icesave-málinu - 31.1.2012

Utanríkisráðherra hefur komið á fót málflutningsteymi til að starfa með Tim Ward QC að undirbúningi varnar í Icesave-málinu. Teymið er skipað sérfræðingum sem unnið hafa að málinu frá upphafi, hafa sérþekkingu á Evrópurétti og störfum EFTA-dómstólsins og lögmönnum sem hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu fyrir ríkið eða beitt sér opinberlega gegn þeim samningum sem gerðir voru um lyktir málsins.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skipar nefnd til að vinna tillögur að þjóðaröryggisstefnu - 30.1.2012

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hefur skipað nefnd til mótunar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland eins og kveðið er á um í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í haust. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem tryggi þjóðaröryggi Íslands á grundvelli her- og vopnleysis. Lesa meira