Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti

Nýr loftferðasamningur við Grænland - 30.12.2011

Kristján Andri Stefánsson sendiherra, Niels Remmer formaður dönsku samninganefndarinnar og Lene Riis fulltrúi grænlensku landsstjórnarinnar.

Gerður hefur verið loftferðasamningur milli Íslands og Grænlands er heimilar flugsamgöngur milli tíu áfangastaða á Íslandi og Grænlandi. Samningurinn tekur til áætlunar- og fraktflugs milli Ilulissat, Kulusuk, Neerleriat Inaat, Nuuk, Narsarsuaq og Sisimiut annars vegar og Reykjavíkur, Keflavíkur, Akureyrar og Egilsstaða hins vegar.

Lesa meira

Birting stefnu í Icesave-málinu - 20.12.2011

Utanríkisráðuneytinu hefur í dag verið birt stefna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í samningsbrotamáli um ábyrgð á lágmarkstryggingu á Icesave-reikningunum. Uppbygging stefnunnar er að öllu leyti hefðbundin.

Lesa meira

Aðild Rússlands að WTO samþykkt - 16.12.2011

Frá áttunda ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf. Stefán Haukur Jóhannesson var viðstaddur undirritunina.
Í dag var aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) samþykkt af aðildarríkjum stofnunarinnar á áttunda ráðherrafundi stofnunnarinnar í Genf. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, var viðstaddur undirritunina en hann hefur síðustu átta ár verið formaður í sérstökum vinnuhópi Rússlands og aðildarríkja WTO og stýrði aðildarviðræðunum til loka. Lesa meira

Ísland viðurkennir sjálfstæði Palestínu - 15.12.2011

Össur Skarphéðinsson og Riad Malki

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, staðfestu í dag með formlegum hætti upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. Í orðsendingu sem utanríkisráðherra Íslands afhenti Dr. Malki kemur fram að samkvæmt ályktun Alþingis frá 29. nóvember 2011 hafi íslensk stjórnvöld frá og með 15. desember 2011 viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu - 14.12.2011

Riad Malki og Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Dr. Riad Malki utanríkisráðherra Palestínu. Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti Íslands og Palestínu og leiðir til þess að endurvekja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Lesa meira

Utanríkisráðherra Palestínu heimsækir Ísland - 12.12.2011

Riad Al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu

Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, heimsækir Ísland dagana 14. til 16. desember næstkomandi í boði Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Á meðan dvölinni stendur mun ráðherrann eiga fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

Samningum lokið um fjórðung kafla - 12.12.2011

Ossur-Skarphedinsson-a-rikjaradstefnu-ESB-og-Islands-i-Brussel---des-2011

Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag og tók Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þátt í henni fyrir hönd Íslands. Þar var fjallað um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafa 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung.

Lesa meira

Ísland, Rússland og Vesturlönd - 9.12.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
Utanríkisráðherra skrifar um samskipti Íslands og Rússlands í Morgunblaðið í dag en nýverið efndu ríkin til samstarfs á sviði viðskipta, norðurslóðarannsókna, ættleiðinga og um sæstreng. Lesa meira

Ísland og Kína fagna 40 ára diplómatískum samskiptum - 9.12.2011

Skarphedinsson_China

Þjóðhöfðingjar Íslands og Kína og utanríkisráðherrar ríkjanna skiptust á kveðjum í gær 8. desember á 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína. Forseti Íslands sendi Hu Jintao forseta Kína kveðjur frá íslensku þjóðinni og fagnaði grósku í samskiptum ríkjanna.

Lesa meira

Myndlistarsýning opnuð - uppboð á völdum verkum til stuðnings mannúðarmálum - 8.12.2011

Peking-sr-uppbod-8.12.2011

Sýning á verkum um þrjátíu íslenskra og kínverskra samtímalistamanna var opnuð í sendiráði Íslands í dag. Yfirskrift sýningarinnar sem haldin er  í samvinnu sendiráðsins við The Chinese European Art Center (CEAC) í Xiamen er Þjóðaspjall: Myndlist og ljóðlist.

Lesa meira

Ráðherrafundur ÖSE í Vilníus - 8.12.2011

Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, var haldinn í Vilníus, Litháen 6. – 7. desember 2011. Ráðherrarnir samþykktu að styrkja samstarfið við Afganistan og samstarfsríki ÖSE, einkum við ríki í norðanverðri Afríku. Þá var einnig samþykkt ákvörðun um að styrkja getu ÖSE til að koma í veg fyrir átök og yfirlýsing um aðgerðir gegn mansali.

Lesa meira

Trúnaðarbréfsafhending í Rússlandi - 8.12.2011

Albert-afhending-Moskva

Albert Jónsson, sendiherra, afhenti 7. desember 2011 Dmitri Medvedev, forseta Rússlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Rússlandi.

Lesa meira

Samstarf við Rauða kross Íslands - 7.12.2011

AlthjodaradstefnaICRU

Dagana 28. nóvember til 1. desember síðastliðinn fór fram 31. alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Veröldin okkar. Þú átt leik. “

Lesa meira

Alþjóðasamfélagið styður Afganistan - 6.12.2011

Áratugur er liðinn síðan fjölþjóðleg ráðstefna var haldinn í Bonn til að marka leiðina fyrir endurreisn og öryggi Afganistan eftir áralanga harðstjórn Talibana. Af þessu tilefni var 5. desember síðastliðinn haldin ráðstefna til að styrkja samstöðu alþjóðasamfélagsins til að leita friðar í landinu og stuðla að endurreisn og lýðræðisþróun. Lesa meira

Utanríkisþjónustan lætur verkin tala - 6.12.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

"Víða er því brandi utanríkisráðherra beitt í þágu íslensks landbúnaðar á erlendri grundu" segir í grein utanríkisráðherra um samninga og samstarf við Rússland sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

Palestínumenn þakka frumkvæði Íslands - 5.12.2011

Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, hefur borist bréf frá Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þar sem hann þakkar fyrir stuðning utanríkisráðherra og Alþingis við sjálfstæði Palestínuríkis.

Lesa meira

Samtímalist kynnt í sendiráðum Íslands - 1.12.2011

Brussel---sh.-og-Paul-Dujardin-o.fl.

Fyrr í dag var ýtt úr vör sýningu 14 íslenskra samtímalistamanna í sendiherrabústað Íslands í Brussel. Þrír listamenn voru sérstaklega kynntir þau Gabríela Friðriksdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Haraldur Jónsson og tóku þau þátt í umræðum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundaði með menningarráðherra Rússlands - 30.11.2011

Menningarsamningur-breytt-(Medium)

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með menningarráðherra Rússlands, Alexander Avdeyev, þar sem samningur um aukið menningarsamstarf landanna var undirritað. Þá hyggjast íslensk og rússnesk stjórnvöld  fagna 70 ára stjórnmálasambandi landanna á árinu 2013 með menningardagskrá í báðum löndum.

Lesa meira

Ísland og Rússland: Fjarskiptastrengur, ættleiðingar, norðurslóðir og jarðhiti - 30.11.2011

OS-og-Lavrov2

Í gær átti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í Moskvu. Fundurinn er liður í heimsókn utanríkisráðherra til Rússlands.

Lesa meira

Ávarp fastafulltrúa Íslands á allsherjarþingi Sþ um Palestínu - 29.11.2011

Gréta Gunnarsdóttir

Í stuttu ávarpi í umræðu á allsherjarþinginu í dag um Palestínumálið tilkynnti fastafulltrúi Íslands, Gréta Gunnarsdóttir, þinginu um þingsályktunina sem samþykkt var fyrr um daginn af Alþingi, þar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.  Tilkynningin hlaut góðan hljómgrunn í allsherjarþinginu.

Lesa meira

Alþingi samþykkir viðurkenningu á Palestínu - 29.11.2011

OS-i-Palestinu

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að ríkisstjórninni verði falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Tillagan var samþykkt mótatkvæðalaust með 38 atkvæðum en 13 þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Lesa meira

Palestína – verkin tala - 29.11.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

"Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu", segir í grein utanríkisráðherra í Fréttablaðinu í dag.

Lesa meira

Samkomulag við Rússa um útflutning á mjólkurafurðum - 28.11.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag við rússnesk stjórnvöld um gagnkvæma vottun mjólkurframleiðenda sem mun opna fyrir útflutning íslenskra mjólkurafurða inn á Rússlandsmarkað.

Lesa meira

Fundur með Evrópumálaráðherra Írlands - 24.11.2011

Lucinda

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Lucindu Creighton Evrópumálaráðherra Írlands.

Lesa meira

Fram á við, standa í stað, afturábak - 21.11.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

Um þetta snýst valið, segir utanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu um helgina þar sem hann fjallar um Evrópumálin.

Lesa meira

Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Svartfjallaland undirritaður - 14.11.2011

montenegro-efta-group-picture-hd

Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Svartfjallalands var undirritaður í tengslum við ráðherrafund EFTA-ríkjanna sem haldinn var í Genf í dag. Þá ákváðu EFTA-ríkin að hefja fríverslunarviðræður við ríki í Mið-Ameríku.

Lesa meira

Fundur Norðlægu víddarinnar haldinn í Reykjavík - 11.11.2011

Að Norðlægu víddinni koma ESB, Rússland, Noregur og Ísland sem jafnréttháir samstarfsaðilar. Alexander Grushko, varautanríkisráðherra Rússlands, tók þátt í fundinum og átti einnig tvíhliða fund með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra. Á fundinum var farið yfir störf og stefnumörkun innan Norðlægu víddarinnar á grundvelli yfirlýsingar utanríkisráðherrafundar Norðlægu víddarinnar frá árinu 2010.

Lesa meira

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði með Alexander Grushko varautanríkisráðherra Rússlands - 8.11.2011

063_breytt

Á fundinum ræddu ráðherrarnir samskipti og samstarf ríkjanna m.a. í viðskipta- og orkumálum. Fjallað var um samskipti Atlantshafsbandalagsins og Rússlands.

Lesa meira

Samráðshópur í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu - 7.11.2011

Formaður og varaformenn samráðshópsins

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skipaði í dag Salvöru Nordal, heimspeking og forstöðumann Siðfræðistofnunar HÍ, formann samráðshóps í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Lesa meira

Utanríkisráðherra undirritar samning við Háskóla Sameinuðu þjóðanna um starfsemi Jarðhitaskólans - 3.11.2011

undirritun1

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Dr. Konrad Osterwalder, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ), skrifuðu í dag undir framlengingu á samningi um Jarðhitaskóla HSÞ til ársins 2014. Jarðhitaskóli HSÞ hóf starfsemi 1. mars 1979 og var fyrsti skólinn á Íslandi sem varð hluti af neti HSÞ.

Lesa meira

Danir heita fullum stuðningi við Ísland - 2.11.2011

Skarphedinsson_og_Wammen

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með nýjum utanríkisráðherra Dana, Villy Søvndal , og nýjum Evrópumálaráðherra, Nikolai Wammen, í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi - 2.11.2011

Mynd/Photo: Magnus Fröderberg / Norden.org

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hitti í dag utanríkisráðherra Norðurlandanna í tengslum við fundi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. málefni Palestínu og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um þróun mála síðustu daga. Utanríkisráðherrarnir tóku einnig ákvörðun um að efla norrænt samstarf gegn netógnum.

Lesa meira

Ísland og Kína í 40 ár - 31.10.2011

tiananmen_20101006_092-v1-1-(medium)

Bókmenntasýningin "Sögueyjan: portrett af íslenskum samtímahöfundum" og skúlptúrinnsetning og gjörningur Sigurðar Guðmundssonar sem opnaðar voru s.l. föstudag í bókasafni Peking Háskóla, vöktu mikla athygli fjölda gesta sem voru saman komnir til að heiðra Ísland og Kína í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands landanna.

Lesa meira

Allt að vinna í Evrópu - 26.10.2011

Aðild að Evrópusambandinu er stæsta hagsmunamál okkar Íslendinga, af því að hún snýst um stöðugleika, segir utanríkisráðherra í grein sinni um evrópumál í DV í dag.

Lesa meira

Norrænn matur handa 45 þúsund börnum í Washington - 25.10.2011

Sendiráð Norðurlandanna í Washington DC munu gefa 45 þúsund börnum í 125 ríkisskólum í höfuðborg Bandaríkjanna holla og næringarríka máltíð á Norræna matardeginum sem haldinn verður á morgun, 26. oktober Lesa meira

Áhersla á ábyrgð gagnvart þróunarríkjum - 25.10.2011

collierossur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði málþing 21. október sl. í tilefni 40 ára afmælis íslenskrar þróunarsamvinnu en fram að því var Ísland skilgreint sem þróunarríki. Lesa meira

Grettistaki lyft í jöfnun skattbyrða - 24.10.2011

Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar um árangur ríkisstjórnarinnar í skattamálum á skömmum tíma, sem hefur m.a. leitt til þess að skattar hafa lækkað hjá millistétt og lágtekjufólki.

Lesa meira

Ísland gerir níu nýja loftferðasamninga - 24.10.2011

Isl-Laos-loftferdasamn

Nýju samningarnir eru við Ástralíu, Gana, Jórdaníu, Laos, Paraguay, Rúanda, Sádí-Arabíu, Sambíu og Suður-Afríku. Jafnframt var samið um aukin réttindi við Mexíkó og undirritaðar viljayfirlýsingar um gerð loftferðasamninga við Eþíópíu, Írak, Pakistan og Sri Lanka

Lesa meira

Utanríkisráðherra og samninganefnd Íslands funda með stækkunarstjóra ESB - 20.10.2011

p-019732-00-16h

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gærkvöldi fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Á fundinum ræddu þeir stöðu og framgang aðildarviðræðna Íslands og ESB en á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær luku samningsaðilar viðræðum um tvo samningskafla

Lesa meira

Afmælismálþing um íslenska þróunarsamvinnu með Paul Collier - 20.10.2011

UTR_afmaelisauglysing_3dx24_vef2
Paul Collier hagfræðiprófessor við Oxford háskóla verður heiðursfyrirlesari á afmælismálþingi um þróunarsamvinnu á föstudag en árið 2011 markar 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu, 30 ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og 10 ára afmæli Íslensku friðargæslunnar Lesa meira

Viðræðum lokið um tvo samningskafla í samningaviðræðum Íslands og ESB - 19.10.2011

SHJ-og-polskur-fulltrui
Í dag fór fram í Brussel ríkjaráðstefna milli Íslands og Evrópusambandsins þar sem fjallað var um tvo af samningsköflunum í yfirstandandi aðildarviðræðum, um frjálsa för vinnuafls og um hugverkarétt. Lesa meira

Grein ráðherra um frjálsa og fullvalda Palestínu - 18.10.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið í gær um tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að Ísland viðurkenni fullveldi og sjálfstæði Palestínu.

Lesa meira

Einstök Íslandsveisla í Frankfurt - 18.10.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu 15. október s.l. um Bókamessuna í Frankfurt þar sem Ísland er í heiðurssæti.

Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur þátt í umfangsmestu kynningu íslenskrar menningar - 13.10.2011

OS-i-Frankfurt-Snorrabok
Þátttaka Íslands í bókasýningunni í Frankfurt er umfangsmesta kynningar- og útflutningsverkefni sem Ísland hefur ráðist í á sviði menningar en það hefur verið í undirbúningi í fjögur ár. Lesa meira

Rýniskýrsla Evrópusambandsins um byggðamál - 12.10.2011

Íslenskum stjórnvöldum hefur borist niðurstaða Evrópusambandsins vegna rýnivinnu um byggðamál sem er liður í viðræðum Íslands um aðild að ESB Lesa meira

Evrópusambandið og umhverfismál - 12.10.2011

ESB-og-umhverfismal_Auglysing

Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa þann 25. október fyrir málþingi um ESB og umhverfismál. Skráning er til 13. október. Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opin.

Lesa meira

Ráðherra gagnrýnir dóm yfir Tímósjenkó - 12.10.2011

Utanríkisráðherra lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm yfir Júlíu Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu og gagnrýnir málsmeðferðina gegn henni.  Lesa meira

Framvinduskýrsla ESB segir Ísland uppfylla pólitísk og efnahagsleg skilyrði aðildar - 12.10.2011

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag skýrslu um framvindu samningaviðræðna Íslands og ESB um aðild að sambandinu

Lesa meira

Westerwelle ítrekar stuðning Þjóðverja við Ísland - 12.10.2011

OS-og-Westerwelle-okt-2011
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Guido Westerwelle utanríkisráðherra Þýskalands þar sem aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins voru meginefnið.  Lesa meira

Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu - 11.10.2011

Utanríkisráðherra skrifar í Fréttablaðið í dag um tillögu sem hann mælti fyrir á Alþingi um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu. Ráðherrann ræðir um aðkomu Íslands að málefnum Ísraels og Palestínu í sögulegu samhengi og fer yfir stöðuna með tilliti til beggja aðila.
Lesa meira

Framsöguræða utanríkisráðherra um Palestínu - 10.10.2011

Ossur thing
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mælti 6. október sl. fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Í ræðu ráðherra kom m.a. fram að hann telji engin efnisleg rök mæla gegn samþykkt tillögunnar og benti á að allt frá 1947 hafi Ísland stutt tveggja ríkja lausn, þannig að Palestína og Ísrael myndi sjálfstæð ríki. Lesa meira

Stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum - 29.9.2011

Tilkynnt um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum

Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, Össur Skarphéðinsson og Jonas Gahr Støre, tilkynntu á Akureyri í dag um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í norðurslóðafræðum til þriggja ára við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands ræða norðurslóðamál á Akureyri - 28.9.2011

OS-og-Jonas-3-nov

Verða á opnum fundi Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um norðurslóðamál á morgun, fimmtudag, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl. 15:00.

Lesa meira

Breytingar á starfsstöðvum sendiherra - 27.9.2011

Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni sem taka gildi 1. október nk. Lesa meira

Goddur á hönnunarvikunni í Peking - 26.9.2011

goddur-beijing-03-(Small)
Sýning á 32 veggspjöldum eftir Guðmund Odd Magnússon, sem er betur þekktur sem Goddur, var opnuð í gær á Alþjóðlegu hönnunarvikunni í Peking. Þetta er í annað sinn sem sendiráð Íslands í Kína vinnur með Alþjóðlegu hönnunarvikunni í Peking sem margir af þekktustu hönnuðum heims sækja og sýna á. Lesa meira

Viðurkenning á sjálfstæði Palestínu verði rædd á Alþingi - 26.9.2011

UN GA ÖS 2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag að íslensk stjórnvöld styddu umsókn Palestínumanna um aðild að SÞ og að þau hygðust leggja fram þingsályktunartillögu í næstu viku um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á Allsherjarþingi SÞ - 24.9.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur þessa vikuna tekið þátt í störfum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Ráðherra hefur átt fjölda funda með ráðherrum annarra ríkja; Norðurlandanna, Evrópuríkja, þ.á.m. Kýpur, auk Pakistan og Kasakstan. Lesa meira

Íslensk eldfjallaaska og kínversk glerbrot á Múrnum - 23.9.2011

Gudrun-Kristjansdottir-kinverskir-nemar-(Small)

Guðrún Kristjánsdóttir listamaður er þessa dagana að vinna að útilistaverki í miðborg Peking með nemendum úr Listakademíu Pekingborgar. Verkið hefur hlotið heitið Múrinn og er hluti af  árlegri norræn-kínverskri listahátíð NOTCH í Peking sem verður formlega sett á morgun.

Lesa meira

Þjóðin vill kjósa um ESB - 14.9.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar grein í DV þar sem hann fer í saumana á þeirri niðurstöðu þriggja skoðanakannanna á 15 mánaða tímabili að tveir þriðju landsmanna vilja að aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið verði leiddar til lykta. Skoða grein utanríkisráðherra (pdf) Lesa meira

Loftferðasamningur milli Íslands og Víetnam undirritaður - 8.9.2011

IMGP0070

Starfandi utanríkisráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, og varaforsætisráðherra Víetnam, Hoang Tsung Hai, undirrituðu í dag loftferðsamning milli Íslands og Víetnam. Þetta er fyrsti samningur ríkjanna á þessu sviði.

Lesa meira

Fullur stuðningur Ítala við aðildarumsókn Íslendinga - 8.9.2011

OS-og-Frattini-sept-2011
Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Lesa meira

Íslensk bókmenntahátíð opnuð í Nýju Delí í dag - 8.9.2011

IMG_3971-2

Íslensk bókmenntahátíð var opnuð í Nýju Delí í dag, “A Celebration of Icelandic Literature”.   Staða Íslendinga sem bókaþjóðar er í brennidepli um þessar mundir en Ísland verður heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims, Bókamessunni í Frankfurt í október nk.  Í ágúst sl. var Reykjavíkurborg svo útnefnd bókmenntaborg UNESCO.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með forseta króatíska þingsins - 6.9.2011

OS-og-Luka-Bebic
Ræddu reynslu ríkjanna af aðildarumsóknum að Evrópusambandinu, smáríki í alþjóðlegu samstarfi og tvíhliða samskipti Íslands og Króatíu, m.a. varðandi jarðhita og ferðamál. Lesa meira

Norðurslóðir, Ísland og Grænland - 6.9.2011

Grein utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag um samstarf Íslendinga og Grænlendinga á norðurlsóðum í tilefni heimsóknar Kuupik Kleist, formanns grænlensku landsstjórnarinnar.
Hægt er að lesa greinina hér (pdf).

Lesa meira

Utanríkisráðherra og Kuupik Kleist heita auknu samstarfi Íslendinga og Grænlendinga - 5.9.2011

Kupik Kleist og Össur Skarphéðinsson 2
Hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga fara saman á fjölmörgum sviðum og samvinna hefur aukist á undanförnum árum m.a. í heilbrigðismálum, ferðamálum og flugsamgöngum. Ráðherrarnir ræddu sérstaklega orkumál, umhverfismál og málefni norðurslóða. Lesa meira

Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnað og dreifbýlisþróun - 5.9.2011

Íslenskum stjórnvöldum hefur borist niðurstaða Evrópusambandsins vegna rýnivinnu um landbúnað og dreifbýlisþróun sem er liður í viðræðum Íslands um aðild að ESB. Í skýrslunni endurspeglast málflutningur fulltrúa Íslands í viðræðuferlinu hingað til um mikilvægi og sérstöðu íslensks landbúnaðar Lesa meira

Staðráðin í að gera betur - 5.9.2011

Utanríkisráðherra skrifar í Fréttablaðið í dag um fjörutíu ára sögu þróunarsamvinnu, þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar - framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum.

Greinina er hægt að lesa hér

Lesa meira

Össur sótti utanríkisráðherrafund ESB og umsóknarríkja - 3.9.2011

OS-a-Gymnich-Pollandi
Fjallað var sérstaklega um ástandið í Sýrlandi, Líbíu og Egyptalandi og einnig voru málefni Palestínu til umræðu. Lesa meira

Eistneski kúrinn - 3.9.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 3. september s.l. sem ber heitið Eistneski kúrinn. Þar segir ráðherra í grófum dráttum frá þróun mála frá því að Eistar gengu inn í ESB og aukningu hagvaxtar í kjölfar upptöku Evrunnar um síðustu áramót.
Grein ráðherra má lesa með því að smella hér.

Lesa meira

Opinber heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar - 2.9.2011

Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september. Hann mun eiga fundi með forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Lesa meira

Yfirlitsskýrsla um þróunarsamvinnu Íslands - 30.8.2011

skyrsla

Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlitsskýrslu um þróunarsamvinnu  Íslands. Í skýrslunni er í fyrsta sinn dregin upp heildarmynd af þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda. Þar er að finna yfirlit yfir framlög til þróunarmála 2009-2010 og greint er frá til hvaða svæða, landa og málaflokka framlögin fara.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja undirrita samkomulag um samvinnu - 30.8.2011

NB8-i-Helsinki

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Helsinki. Ráðherrarnir undirrituðu samkomulag um að sendifulltrúar ríkjanna geti starfað og haft aðsetur í sendiráðum og fastanefndum hinna ríkjanna erlendis.

Lesa meira

Ísland á betra skilið - 30.8.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni þess að Ísland hefur nú verið útskrifað úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Lesa má greinina á vef Fréttablaðsins

Lesa meira

Sýning um íslenska samtímarithöfunda og skáld opnuð í Árósum - 29.8.2011

035-(Medium)

Bókmenntasýningin Sögueyjan: portrett af íslenskum samtímahöfundum var opnuð á bókmenntadagskránni Vild med Ord innan ramma árlegrar menningarviku í Árósum í Danmörku s.l. föstudag. Sýningin er þáttur í viðleitni sendiráðs Íslands í Danmörku, utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins að fylgja eftir og efla þann mikla áhuga sem er á íslenskum samtímabókmenntum í Danmörku.

Lesa meira

Utanríkisráðherrar Íslands og Litháen funda - 25.8.2011

OS-og-AA-agust-2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Audronius Azubalis, utanríkisráðherra Litháen, sem er hér á landi í opinberri heimsókn.

Lesa meira

Ráðherra fundar um erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu - 24.8.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Huang Nubo, stjórnarformanni kínverska fjárfestingarfyrirtækisins Zhongkun Group um fyrirætlanir fyrirtækisins um að fjárfesta í umhverfistengdri ferðaþjónustu Lesa meira

Ávarp ráðherra við vígslu Íslandstorgs - 23.8.2011

ÖS í Riga

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var í gær viðstaddur vígslu Íslandstorgs í Riga, höfuðborg Lettlands, í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Lettland og önnur Eystrasaltsríki endurheimtu sjálfstæði sitt.

Lesa meira

Íslandstorg vígt í Riga - 22.8.2011

6068735607_a302044197_b

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var í dag viðstaddur vígslu Íslandstorgsins í Riga, höfuðborg Lettlands, ásamt Girts Valdis Kristovskis utanríkisráðherra. Á torginu var jafnframt afhjúpað minnismerki helgað því að Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Lettlands fyrir 20 árum.

Lesa meira

Aukið samstarf við Finna um norðurslóðir - 21.8.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi evrópu- og norðurslóðamál á fundi sínum með Erkki Tuomijia, utanríkisráðherra Finnlands í Tallinn í Eistlandi.

Lesa meira

Fjölmenni á Íslandsdeginum í Tallinn - 21.8.2011

OS-og-UP-matartjald

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðhera tók í dag þátt í Íslandsdeginum í Tallinn sem eistnesk stjórnvöld halda til heiðurs Íslandi í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt.

Lesa meira

Samstaða smáríkja - 20.8.2011

OS-og-Bildt-og-AA
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í morgun þátt í pallborðsumræðum á vegum alþjóðamálastofnunar Eistlands og utanríkisráðuneytis Eistlands í tilefni af 20 ára afmæli endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna Lesa meira

Ráðherra fundar með utanríkisráðherra Eistlands í Tallinn - 19.8.2011

OS-og-UP-raedast-vid

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er í borginni til að taka þátt í Íslandsdegi, hátíð sem Eistar efna til í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Eistland fékk aftur sjálfstæði og að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Lesa meira

Assad láti af ofbeldi og víki úr embætti - 19.8.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir framferði sýrlenskra stjórnvalda, ofbeldi öryggissveita Assad stjórnarinnar gegn óbreyttum borgurum, fjöldahandtökur og pyntingar Lesa meira

Félagasamtök fá 12,5 milljónir króna til aðstoðar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku - 18.8.2011

SOS barnaþorp, Rauði kross Íslands, Barnaheill og Hjálparstarf kirkjunnar styðja neyðar- og mannúðarstarf í Eþíópíu, Sómalílu og Kenýa.

Lesa meira

Íslenskur sérfræðingur í almannavörnum til starfa í Jerúsalem - 17.8.2011

Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hefur verið send til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar til OCHA, Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum í Jerúsalem. Lesa meira

Frestur til að sækja um framlag til neyðaraðstoðar rennur út 15. september - 17.8.2011

Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir ákveðnu framlagi til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum frjálsra félagasamtaka á fjárlögum, sem úthlutað er tvisvar á ári, vor og haust. Næsti frestur rennur út um miðjan september. Lesa meira

Íslandsdagur haldinn í Eistlandi 21. ágúst - 11.8.2011

islandsdagur

Íslandsdagurinn er í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Forseti Íslands, utanríkisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra taka þátt í deginum auk íslenskra tónlistarmanna, ljósmyndara, hönnuða og matreiðslumanna.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld veita neyðaraðstoð vegna þurrka í austanverðri Afríku - 19.7.2011

Utanríkisráðuneytið hefur upplýst samstarfshóp íslenskra félagasamtaka um að fjárstyrkur allt að 12,5 milljónir króna verði veittur til verkefna vegna neyðarástandsins í austanverðri Afríku. Umsóknarfrestur er til föstudags 22. júlí.

Lesa meira

Afhenti Ítalíuforseta trúnaðarbréf - 18.7.2011

BA-&-Italiuforseti

Berglind Ásgeirsdóttir afhenti í dag Giorgio Napolitano Ítalíuforseta trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Ítalíu, með aðsetur í París.

Lesa meira

Abbas þakkar fyrir stuðning Íslands - 10.7.2011

OS-og-Abbas
Heimsókn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Palestínu lauk nú um helgina með fundum með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, Saeb Erekat aðalsamningamanni og Yasser Abed Rabbo aðalritara PLO, frelsissamtaka Palestínu Lesa meira

Samkomulag um pólitískt samráð og samstarfsnefnd Íslands og Palestínu - 8.7.2011

OS-og-RaMalki

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Dr. Riad Al Malki, utanríkisráðherra í heimastjórn Palestínumanna, undirrituðu í Ramallah í gærkvöld samkomulag um samráð íslenskra stjórnvalda og palestínsku heimastjórnarinnar.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum við jórdanska ráðamenn - 8.7.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum, stuðning við Palestínumenn og tvihliða samskipti Íslands og Jórdaníu við Nasser Judeh utanríkisráðherra og Hashem Ben Al Hussein, Jórdaníuprins.

Lesa meira

Hörð krafa um að einangrun Gaza verði rofin - 6.7.2011

ÖS á Gaza

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra krafðist þess á Gaza svæðinu í dag að herkví svæðisins yrði aflétt, hún hefði hræðlegar afleiðingar fyrir íbúa Gaza og héldi stærstum hluta þeirra í sárri fátækt.

Lesa meira

Páll Hreinsson skipaður dómari við EFTA-dómstólinn - 5.7.2011

Páll Hreinsson
EFTA–ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa eftir tilnefningu Össuar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, skipað dr. Pál Hreinsson hæstaréttardómara til að vera dómari við EFTA dómstólinn frá 15. september Lesa meira

Utanríkisráðherra kynnir sér stöðu mála í Palestínu - 5.7.2011

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fundi með háttsettum yfirmönnum Arababandalagsins í Kaíró í Egyptalandi. Þaðan heldur hann til Gaza, Jórdaníu og Ramallah. Lesa meira

Ráðherra fundar með varaframkvæmdastjóra NATO - 30.6.2011

OS-og-C-Bisogniero
Utanríkisráðherra upplýsti Bisogniero um þingsályktun sem hann lagði nýverið fram um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og ræddi mikilvægi norðurslóða í starfi Atlantshafsbandalagsins Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjórn ESB og fulltrúum Evrópuþingsins - 28.6.2011

OS-og-Damanaki

Ráðherra hitti Stefan Fule, sem fer með stækkunarmál, Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál, og Olla Rehn, sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál í framkvæmdastjórn ESB. Hann fundaði einnig með formanni jafnarðarmanna á Evrópuþinginu og norðurslóðaráðgjafa þess.

Lesa meira

Fjórir kaflar opnaðir og tveimur lokað við upphaf efnislegra samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins - 27.6.2011

photo-OS-JM-SF

Á fundinum lýsti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eindregnum vilja Íslendinga til að samningskaflar um fiskveiðar og landbúnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafnframt f reiðubúinn til að opna helming þeirra kafla sem eftir eru í formennskutíð Pólverja, sem taka við um næstu mánaðamót, og afganginn í formennsku Dana, sem hefst um áramót.

Lesa meira

Afhenti forseta Serbíu trúnaðarbréf - 24.6.2011

Ambasador-Islanda-GSG-Belgrade

Gunnar Snorri Gunnarsson afhenti þann 22. júní sl. forseta Serbíu, Boris Tadic, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra, með aðsetur í Berlín.

Lesa meira

Aðild að öðrum áfanga loftferðasamnings ESB og Bandaríkjanna - 21.6.2011

koben-og-oslo-2011-039
Ísland, Noregur, Evrópusambandið og Bandaríkin hafa í Osló í dag undirritað samning um aðild Íslands og Noregs að öðrum áfanga loftferðasamnings Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Lesa meira

Ráðherrafundur EFTA - Fríverslunarsamningur við Hong Kong - 21.6.2011

Lichtenstein-EFTA-21-June-2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram á ráðherrafundi EFTA í Schaan í Liechtenstein. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Hong Kong gerir við Evópuríki. Samningurinn tekur bæði til vöru- og þjónustuviðskipta.

Lesa meira

Rýnivinnu lokið - 20.6.2011

Í dag lauk rýnivinnu Íslands og Evrópusambandsins sem staðið hefur yfir frá nóvember síðastliðnum. Við rýnivinnunna hafa sérfræðingar frá Íslandi og Evrópusambandinu borið saman löggjöf í þeim 33 efnisköflum sem aðildarviðræðurnar munu snúast um. Fyrir liggur að Ísland hefur þegar tekið upp Evrópulöggjöf að öllu eða mestu leyti í 21 kafla í gegnum þátttöku sína í EES-samstarfinu. Á öðrum málefnasviðum sem eru utan EES, til dæmis í sjávarútvegi, landbúnaði, byggða- og atvinnumálum, sem og í þeim samningskafla sem lýtur að evrusamstarfinu, hefur vinnan leitt í ljós hvað á milli ber í löggjöfinni.

Lesa meira

Rýnifundi um orkumál lokið - 20.6.2011

Rýnifundi um orkumál sem eru í 15. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið lauk í Brussel í dag. Á fundinum báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla sem fellur að hluta undir EES-samninginn. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahópsins.

Lesa meira

Íslandskynning í fyrsta sinn á alþjóðlegri ferðakaupstefnu í Peking - 16.6.2011

Kinverskir-gestir-a-basnum-(Medium)
Alþjóðlega ferðakaupstefnan „Beijing International Travel Expo 2011“ hefst í Peking á morgun, 17. júní. Á ferðakaupstefnunni eru sýningarbásar frá helstu móttökuríkjum kínverskra ferðamanna um víða veröld. Íslenskur bás er þar í fyrsta skipti og er Íslandskynningin samstarfsverkefni sendiráðsins í Peking, Íslandsstofu og íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Lesa meira

Rýnifundi um hagtölur lokið - 15.6.2011

Rýnifundi um 18. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið sem fjallar um hagtölur lauk í Luxemborg í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla, en kaflinn fellur undir EES-samninginn. Fyrir íslenska hópnum fór Bryndís Kjartansdóttir, formaður samningahópsins.

Lesa meira

Rýnifundi um evrópsk samgöngunet lokið - 15.6.2011

Rýnifundi um 21. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið þar sem fjallað er um evrópsk samgöngunet, lauk í Brussel 9. júní sl. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahópsins. Lesa meira

Rýnifundi um samgöngumál lokið - 15.6.2011

Rýnifundi um samgöngumál sem er innihald 14. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, lauk í Brussel 9. júní sl. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla, en hann fellur undir EES-samninginn. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahópsins. Lesa meira

Afhending trúnaðarbréfs í Mongólíu - 14.6.2011

Kristín A. Árnadóttir sendiherra afhenti Tsakija Elbegdorj forseta Mongólíu trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn mánudaginn 6. júní s.l. Þá átti sendiherra fundi með Luimed Gansukh ráðherra umhverfis- og ferðamála, Dashdorj Zorigt ráðherra námuauðlinda og orkumála og Damdin Tsogtbaatar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Lesa meira

Opnun íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum - 9.6.2011

Feneyjartvíæringurinn 2011

Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum var formlega opnaður um liðna helgi í Palazzo Zenobio af Dorrit Moussaieff, forsetafrú,  að viðstöddum á þriðja þúsund gesta. Spænsk - íslenska listatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru fulltrúar Íslands á tvíæringnum að þessu sinni með sýninguna “Under deconstruction”. 

Lesa meira

Þýðing á grunnsáttmálum ESB - 7.6.2011

Utanríkisráðuneytið hefur birt heildarþýðingu á gildandi grunnsáttmálum ESB og er textann að finna hér. Er þetta í samræmi við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í þeim samningaviðræðum sem standa yfir við Evrópusambandið að þýða á íslensku lykilskjöl er snerta viðræðurnar. Liggur því fyrir í fyrsta skipti heildstæð þýðing á sáttmálunum en þeir eru grundvöllur alls starfs Evrópusambandsins sem sækir heimildir til samþykktar nýrrar löggjafar til þeirra. Lesa meira

Skráning fyrir Íslendinga sem dvelja í lengri eða skemmri tíma erlendis - 6.6.2011

Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til útlanda eða dvelja erlendis í lengri eða skemmri tíma geta nú skráð upplýsingar þar að lútandi á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Fyrirkomulag þetta er sérstaklega hugsað fyrir þá sem fara til fjarlægari heimshluta eða svæða þar sem af einhverjum ástæðum má ætla að sé viðsjárvert ástand. Upplýsingarnar eru færðar í þar til gerðan gagnagrunn og geymdar á meðan á dvölinni stendur.

Lesa meira

Fundur fulltrúa Líbíska þjóðarráðsins með utanríkisráðherra - 3.6.2011

ÖS-Guma El-Gamaty
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Guma El-Gamaty, sérstökum fulltrúa Líbíska þjóðarráðsins (National Transitional Council), þar sem fjallað var um málefni Líbíu og aðgerðir alþjóðasamfélagsins þar í landi. Lesa meira

Ísland í efsta sæti friðarvísitölu - 1.6.2011

Ísland trónar á toppi árlegrar friðarvísitölu, Global Peace Index, á þessu ári en hún er árlega gerð af Institute for Economics and Peace og var kynnt í Washington hinn 25. maí síðastliðinn. Í umfjöllun samtakanna er vikið að þeim jákvæðu breytingum sem hafa átt sér stað „undir stöðugri stjórn núverandi ríkisstjórnar” og Jóhönnu Sigurðardóttur er lýst sem „umbótasinnuðum forsætisráðherra.”

Lesa meira

Benedikt Jónsson afhendir trúnaðarbréf - 31.5.2011

Í dag 31. maí afhenti Benedikt Jónsson, sendiherra, Aníbal Cavaco Silva, forseta Portúgal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Portúgal, með aðsetri í London. Að lokinni afhendingu átti sendiherra samtöl við forsetann, utanríkisráðherra Portúgals, Luís F. M. Amado og æðstu embættismenn. Lesa meira

Norðurslóðir og næstu skref Íslands - 31.5.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í Morgunblaðinu í dag grein undir yfirskriftinni "Norðurslóðir og næstu skref Íslands" þar sem hann fer yfir tækifæri Íslands í málefnum norðurslóða, svo sem í loftslags- og umhverfis- og björgunarmálum, orkumálum og á sviði rannsókna á norðurhveli. Greinin fer hér á eftir . Lesa meira

Árangursríkur fundur í Nuuk - 30.5.2011

"Sterkur alþjóðlegur samningur um varnir gegn olíuslysum er því einna efst á forgangslista okkar varðandi norðurslóðir. Í Nuuk samþykktu ríkin að hefja undirbúning að honum", segir m.a. í grein Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um fund Norðurskautsráðsins í Nuuk sem birtist í DV í dag.

Lesa meira

Ísland, Evrópusambandið, norðurslóðir og Kína - 30.5.2011

Össur Skarphéðinsson skrifaði grein í Fréttablaðið, laugardaginn 28. maí, um tengsl norðurslóðamála og Evrópusambandsins, meintan áhuga sambandsins á auðlindum Íslendinga og áhrif aðildarumsóknar Íslands að ESB á samskiptin við Kína.

Lesa meira

Rýnifundi um atvinnu- og iðnstefnu lokið - 26.5.2011

Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla, en hann fellur undir EES-samninginn. Lesa meira

Rýnifundi um dóms- og innanríkismál lokið - 26.5.2011

Fyrir íslenska hópnum fór Ragnhildur Helgadóttir, formaður samningahópsins, en vegna eldgossins í Grímsvötnum tók hluti sérfræðinga þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað frá Reykjavík

Lesa meira

Rýnifundi um utanríkis-, öryggis- og varnarmál lokið - 23.5.2011

Rýnifundi um 31. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, utanríkis- og öryggismál, lauk í Brussel á föstudag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman regluverk ESB í þessum samningskafla en hann stendur utan EES-samningsins. Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir Evrópumál og norðurslóðir í Silfri Egils - 22.5.2011

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var í dag gestur í Silfri Egils og ræddi m.a. um fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins. Hann sagði fjarstæðu að Evrópusambandsþjóðir ásældust Ísland vegna legu þess á norðurslóðum enda væru nú þegar þrjú aðildarríki Norðurskautsráðsins hluti af ESB.

Lesa meira

Clinton, Ísland og norðurslóðir - 20.5.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birtir í Fréttablaðinu í dag stutta grein þar sem hann fer yfir helstu mál af fundi hans og Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lesa meira

Rýnifundi um utanríkisviðskipti og þróunarsamvinnu lokið - 20.5.2011

Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman regluverk ESB í þessum samningskafla en hann stendur utan EES-samningsins. Fyrir íslenska hópnum fór María Erla Marelsdóttir, formaður samningahópsins.

Lesa meira

Afhenti Noregskonungi trúnaðarbréf - 19.5.2011

Gunnar Pálsson afhenti í dag Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna - 18.5.2011

OS-og-HRC-18-mai-litil

Ráðherrarnir sammæltust um viljayfirlýsingu um samstarf á sviði norðurslóðarannsókna, ræddu varnar- og öryggismál, ástandið í Mið-Austurlöndum og samstarf í orkumálum.

Lesa meira

Rýnifundi um efnahags- og peningamál lokið - 17.5.2011

Á rýnifundinum var vakin athygli á að ræða þyrfti nánar umgjörð peninga- og gjaldeyrismála og hugsanlegan stuðning við afnám gjaldeyrishafta í samræmi við meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis. Einnig var vakin athygli á stefnu stjórnvalda um lækkun skulda hins opinbera.

Lesa meira

Rýnifundi um neytenda- og heilsuvernd lokið - 17.5.2011

Á fundinum var rætt um framkvæmd reglna hérlendis á sviði neytenda- og heilsuverndar en 28. kafli er hluti af EES-samningnum og þær gerðir sem ekki hafa verið innleiddar kalla almennt ekki á breytingar á íslenskri löggjöf.

Lesa meira

Afhenti trúnaðarbréf í Nepal - 17.5.2011

Guðmundur Eiríksson sendiherra afhenti í gær forseta Nepals Dr. Ram Baran Yadav trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Nepal með aðsetur í Nýju Delí. Lesa meira

Ráðherra fordæmir ofbeldi sýrlenskra stjórnvalda - 16.5.2011

Utanríkisráðherra ítrekar stuðning við þau öfl sem krefjast frjálsra  og lýðræðislegra  kosninga þar sem fólkið sjálft fái að velja sína valdhafa og þá stefnu sem eigi að leiða það til framtíðar. Lesa meira

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál - 16.5.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði í dag fram skýrslu til Alþingis um utanríkismál þar sem fjallað um helstu verkefni utanríkisþjónustunnar á síðustu 12 mánuðum.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur um norðurslóðir - 16.5.2011

Grein Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um um niðurstöður ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hann sótti í Nuuk á Grænlandi. Lesa meira

Afhenti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf - 13.5.2011

472972---Credentials---13_05_2011---12.09.09
Gréta Gunnarsdóttir afhenti í morgun Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York Lesa meira

Alþjóðleg skýrsla um konur og fæðuöryggi kynnt - 13.5.2011

konur&faeduoryggi_netaugl
Utanríkisráðuneytið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Alþjóðlegur jafnréttisskóli HÍ og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) kynna skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um um fæðumál, landbúnað og stöðu kvenna, mánudaginn 16. maí nk. Lesa meira

Nýtt samkomulag Norðurskautsráðsins mun efla björgunarstarf á norðurslóðum - 12.5.2011

OS-i-Nuuk-12-mai

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag um samstarf um leit og björgun á norðurslóðum ásamt fulltrúum hinna sjö aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðherrafundur þess fer nú fram í Nuuk á Grænlandi.

Lesa meira

Ráðherra skorar á ísraelsk yfirvöld að leysa þegar í stað skattfé Palestínumanna - 12.5.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skorar á ísraelsk yfirvöld að leysa þegar í stað skattfé Palestínumanna til palestínskra stjórnvalda, svo þau geti veitt borgurum þjónustu og greitt opinberum starfsmönnum laun. Lesa meira

Umfangsmikil Íslandsumfjöllun á BBC - 12.5.2011

raxi-BBC
Sendiráð Íslands í London er einn samstarfsaðila BBC sjónvarpsstöðvarinnar um umfangsmikla Íslandsumfjöllun sem staðið hefur það sem af er maí. BBC4 hefur sýnt íslenskt efni daglega á besta tíma; leikið efni, heimildarmyndir og ferðaþætti. Lesa meira

Formennsku Íslands á öryggissamvinnuvettvangi ÖSE lokið - 11.5.2011

SSk-og-ID-a-FSC-fundi-i-Vin
Áherslur í formennsku Íslands voru á friðsamlega lausn deilumála, afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Einkum á að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna,  smá- og léttvopna; gagnsæi, þátttöku kvenna í friðarstarfi og stuðning við mannúðarlög og mannréttindi. Lesa meira

Ísland undirritar Evrópusamning um baráttuna gegn ofbeldi gagnvart konum - 11.5.2011

Uskudar-20110511-00408

Samningurinn er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum.

Lesa meira

Afhenti trúnaðarbréf gagnvart Evrópusambandinu - 5.5.2011

2011-17-mars-Jose-Manuel-Barroso-2
Þórir Ibsen hefur afhent Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Herman Van Rompuy, forseta ráðherraráðs ESB, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu Lesa meira

Undirrita viljayfirlýsingu um orkusamstarf og tvísköttunarsamning - 4.5.2011

Picture-160
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Darja Radic, efnahagsmálaráðherra Slóveníu ræddu Evrópumál og orkusamstarf á fundi í Reykjavík í dag. Lesa meira

Íslenskur kvikmyndakraftur og stóriðjan í Bollywood - 4.5.2011

Grein utanríkisráðherra í DV um möguleika í þjónustu og samvinnu við indverska kvikmyndagerðarmenn.

Lesa meira

Kortlagning skapandi greina - ótvírætt hagrænt gildi - 3.5.2011

Skýrsla um kortlagningu hagrænna áhrifa skapandi greina var kynnt á málstofu í Háskóla Íslands í dag. Utanríkisráðuneytið er aðili að verkefninu sem leitt er af mennta og menningarmálaráðuneytinu og samráðsvettvangi skapandi greina.

Lesa meira

Indverskar speglanir - 2.5.2011

Grein utanríkisráðherra um samskipti Indlands og Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu, 30. apríl.

Lesa meira

Utanríkisráðherra opnar ræðisskrifstofu í Mumbai og fundar með ráðamönnum í Maharastra - 1.5.2011

OS-og-Gul-Kripalani

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Prithviraj Chavan, forsætisráðherra Maharastra, og fór fundurinn fram í höfuðborginni Mumbai. Á fundinum ræddu ráðherrarnir möguleika aukins viðskiptasamstarfs Íslands og Indlands m.a. í sjávarútvegi og jarðhita.

Lesa meira

Utanríkisráðherra ræðir jarðhitamál í Kasmír - 28.4.2011

OS-i-Kasmir
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund  í borginni Jammu með Omar Abdullah, forsætisráðherra Kasmír, og innanríkisráðherranum, Nasir Aslam Wani, um þróun á samstarfi íslenskra og indverskra fyrirtækja um nýtingu jarðhita. Lesa meira

Utanríkisráðherra fundar með S.M. Krishna í Nýju-Delí - 26.4.2011

OS-og-SMK-minni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með indverskum starfsbróður sínum, S.M. Krishna, í Nýju-Delí en Össur er þar í opinberri heimsókn. Hann hitti ennfremur umhverfis- og ferðamálaráðherra landsins.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um indversk-íslenska skapalónið - 26.4.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birtir í dag grein í Fréttablaðinu um samskipti Íslands og Indlands, þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. Lesa meira

Utanríkisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um þjóðaröryggisstefnu - 12.4.2011

Tillagan felur í sér að skipuð verði nefnd tíu þingmanna til að fjalla um og gera tillögur um stefnu sem tryggi þjóðaröryggi Íslands á grundvelli herleysis.

Lesa meira

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna frétta af ofbeldisverkum í flóttamannabúðum - 11.4.2011

Össur Skarphéðinsson,lýsir áhyggjum vegna frétta af ofbeldisverkum gegn óbreyttum borgurum í flóttamannabúðunum Camp Ashraf í Írak. Hvetur ráðherra  írösk stjórnvöld til að vinna að friðsamlegri lausn á stöðu íbúanna og að leitað verði stuðnings Sameinuðu þjóðanna við úrlausn málsins. Lesa meira

Rýnifundi um tollamál lokið - 8.4.2011

Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Lesa meira

Meint brot á mannréttindum í Hvíta-Rússlandi verði rannsökuð - 7.4.2011

Fjórtán aðildarríki ÖSE, Ísland þeirra á meðal, tilkynntu í gær að þau hygðust senda nefnd óháðra sérfræðinga til Hvíta-Rússlands til að rannsaka viðbrögð þarlendra yfirvalda við mótmælum sem urðu í kjölfar forsetakosninga þar í desember sl Lesa meira

Rýnifundi um fjárhags- og framlagamál lokið - 5.4.2011

Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Maríanna Jónasdóttir, formaður samningahópsins. Lesa meira

Samstöðuyfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlandanna og málefni Líbíu - 5.4.2011

Radherrarnir-5-close-up
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í Helsinki. Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um samstöðu með líbísku þjóðinni - 4.4.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra rekur aðgerðir Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins til verndar óbreyttum borgurum í Líbíu og stuðning Íslands við þær.

Lesa meira

Rýnifundi um matvælaöryggi lokið - 31.3.2011

Á fundinum var rætt um framkvæmd reglna hérlendis á sviði matvælaöryggis en 12. kafli er hluti af EES-samningnum og stór hluti gerða Evrópusambandsins á sviðinu eru þegar innleiddar eða verða innleiddar á næstunni. Lesa meira

Utanríkisráðherra á ráðstefnu um Líbíu - 29.3.2011

5570825713_07da436ed1_b
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um 50 ríkja og ríkjabandalaga um Líbíu sem haldin var í London. Ráðstefnuna sátu meðal annars Ban-Ki Moon aðalritari SÞ og forystumenn Arababandalagsins, Evrópusambandsins, Bandalags íslamskra ríkja og NATO ásamt utanríkisráðherrum allflestra Evrópuríkja, Bandaríkjanna, Kanada og fjölmargra Arabaríkja. Lesa meira

Íslendingar fulltrúar ÖSE við eyðingu klasasprengja í Ungverjalandi - 29.3.2011

Ingibjörg Davíðsdóttir ÖSE

Ísland fer nú með formennsku á öryggismálasamvinnuvettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.

Lesa meira

Opið hús í íslenska sendiráðinu í Tókýó fyrir Íslendinga - 23.3.2011

Tokyo-22-mars-2011
Sendiherra sagði frá starfi sendiráðsins og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og þeirri aðstoð sem Íslendingum í Japan hefur verið veitt síðan jarðskjálftinn mikli varð 11. mars sl. Lesa meira

Rýnifundi um byggðamál lokið - 23.3.2011

Rýnifundi um 22. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, byggðastefnu ESB og samræmingu uppbyggingarsjóða, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, formaður samningahópsins.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld veita Japan neyðaraðstoð - 18.3.2011

Íslensk stjórnvöld munu veita 10 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Japan að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem hann kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í Japan ríkir neyðarástand af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem gekk á land hinn 11. mars síðastliðinn. Áætlað er að um 430 þúsund manns hafi misst heimili sín eða verið flutt á brott vegna hættu á geislavirkni. Fólkið hefst við í neyðarskýlum og bráðabirgðahúsnæði. Lesa meira

Íslensk stjórnvöld veita Líbíu neyðaraðstoð - 18.3.2011

Íslensk stjórnvöld munu veita 12 milljónum króna til alþjóðlegrar neyðaraðstoðar í Líbíu samkvæmt ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Neyðarástand ríkir í landinu og tugir þúsunda flóttamanna hafa farið yfir landamærin frá Líbíu til Egyptalands og Túnis. Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna Japan - 17.3.2011

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem eru staddir á Tókýó svæðinu eða fyrir norðan Tókýó að íhuga að flytja sig suður á bóginn þar til aðstæður skýrast. Ráðuneytið ráðleggur fólki áfram fylgjast með leiðbeiningum japanskra stjórnvalda og ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, sérstaklega norrænu ríkjanna. Í öryggisskyni er íslenskum ríkisborgurum eindregið ráðlagt að fara ekki inn á svæði sem er nær Fukushima kjarnorkuverinu en 80 km.

Lesa meira

Rýnifundi um félags- og vinnumál lokið - 17.3.2011

Rýnifundi um 19. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, félags- og vinnumál, lauk í Brussel í gær. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahóps um EES II málefni en 19. kafli er hluti af EES-samningnum.

Lesa meira

Sýningaropnun og bókarútgáfa í Berlín - 16.3.2011

Ausstellung-008-(Medium)

„Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ er yfirskrift sýningar sem opnaði í gærkvöldi í Felleshus, sameiginlegum sýningarsal norrænu sendiráðanna í Berlín.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kosninga 9. apríl - 15.3.2011

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um framtíðargildi laga nr. 13/2011 sem fram fer 9. apríl 2011 hefst 16. mars n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg, og Þórshöfn í Færeyjum.

Lesa meira

Hamfarirnar í Japan - 15.3.2011

Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að Ísland muni taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi vegna neyðarástandsins í Japan með fjárframlögum til fjölþjóðlegra hjálparstofnana. Íslensk stjórnvöld munu fylgjast áfram náið með Íslendingum í Japan og aðstoða þá eftir því sem þörf er á og óskað er eftir. Utanríkisráðuneytið er í nánu samstarfi við önnur Norðurlönd til að leggja mat á stöðu mála og meta möguleg viðbrögð.


Á fundi ríkisstjórnar í morgun gerði utanríkisráðherra grein fyrir viðbrögðum utanríkisþjónustunnar vegna jarðskjálftans í Japan og þess neyðarástands sem skapast hefur.

Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna Japan - 14.3.2011

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Íslendingum í Japan er jafnframt ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið.

Lesa meira

Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast með þróun mála í Japan - 13.3.2011

Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókíó fylgjast náið með þróun mála í Japan og hafa samráð við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins þar. Ráðuneytið hvetur Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fréttum og fyrirmælum þarlendra stjórnvalda m.a. vegna stöðunnar í kjarnorkuverinu í Fukushima.

Lesa meira

Utanríkisráðherra á fundi utanríkisráðherra ESB og umsóknarríkja í Ungverjalandi - 12.3.2011

fjolskyldumynd
Ráðherra fundaði ennfremur með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Svartfjallalands Lesa meira

Búið að ná sambandi við alla Íslendinga sem vitað er um í Japan - 12.3.2011

Tekist hefur að ná sambandi við þá Íslendinga sem vitað er um í Japan og eru þeir allir óhultir. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vinnur nú að því að afla fyllri upplýsinga um staðsetningu þeirra og aðstæður. Ráðuneytið vill enn hvetja Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fyrirmælum stjórnvalda og fréttaflutningi. Vakt verður í utanríkisráðuneytinu yfir helgina vegna ástandsins í Japan.


Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is

Lesa meira

Ferðaviðvörun í kjölfar jarðskjálftans í Japan - nánari upplýsingar - 11.3.2011

Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum.

Lesa meira

Ferðaviðvörun í kjölfar jarðskjálftans í Japan - 11.3.2011

Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum.

Lesa meira

Lúganósamningurinn fullgiltur - 9.3.2011

Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, sem gerður var í Lúganó 30. október 2007, hefur verið fullgiltur og mun öðlast gildi gagnvart Íslandi 1. maí næstkomandi.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um Norðurslóðagáttina á Akureyri - 9.3.2011

Vefgáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar.

Lesa meira

Sautján útskrifast frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna - 9.3.2011

Utskrift-sjavarutvegsskoli

Nemendurnir eru frá fjórtán löndum  og hafa stundað nám í sex mánuði. Þetta er í þrettánda sinn sem nemendur útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum og hafa samtals 223 sérfræðingar frá 43 löndum lokið námi við skólann.

Lesa meira

Tveir sérfræðingar til starfa í Mið-Austurlöndum - 7.3.2011

Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Ágúst Flygenring, stjórnmálafræðingur sinna málefnum íbúa herteknu svæðanna og palestínskra flóttamanna.

Lesa meira

Rýnifundi um skattamál lokið - 4.3.2011

Rýnifundi um 16. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, skattamál, lauk í Brussel í dag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Maríanna Jónasdóttir, formaður samningahópsins. Lesa meira

Utanríkisráðherra undirritar reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu - 3.3.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu.

Lesa meira

Rýnifundi um sjávarútveg lokið - 2.3.2011

Íslenska sendinefndin lagði áherslu á sérstöðu íslensks sjávarútvegs sem er þjóðhagslega mun mikilvægari en í nokkru aðildarríki ESB. Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um þróunarsamvinnu - 2.3.2011

Í greininni segir ráðherra m.a.: "Okkur ber siðferðileg og pólitísk skylda til að leggja af mörkum til að vinna gegn fátækt og hungri í heiminum. Við erum fullvalda ríki, og getum ekki skorast undan þeirri skyldu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum annarra ríkja heims sem miða að efnahagslegum og félagslegum framförum fátækra þjóða."

Lesa meira

Utanríkisráðherra tekur á móti forseta þýska þingsins - 1.3.2011

OS-og-Lammert

Á fundinum ræddu þeir einkum samskipti ríkjanna og stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins þar sem Þjóðverjar hafa stutt Íslendinga dyggilega.

Lesa meira

Íslensk stjórnvöld styðja aðgerðir og ályktanir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Líbíu - 28.2.2011

Íslensk stjórnvöld taka undir harðorða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var um helgina þar sem valdbeiting og mannréttindabrot stjórnvalda í Líbíu eru fordæmd, vopnasölubann sett á landið, svo og ákvæði um ferðabann og frystingu eigna Muammars Gaddafis. Lesa meira

Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna – UN Women – tekur formlega til starfa - 24.2.2011

Sérstök áhersla er lögð á jafnréttismál sem þverlægt áherslusvið i tillögu til þingsályktunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu, sem utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi 17. febrúar sl. og er UN Women tilgreind sem ein fjögurra lykilstofnana í þróunarstarfi Íslands.

Lesa meira

Utanríkisráðherra fordæmir framferði líbískra stjórnvalda harkalega - 22.2.2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmdi harkalega framferði líbískra stjórnvalda gagnvart óbreyttum borgurum þar í landi, úr ræðustól Alþingis í dag.

Lesa meira

Ráðið frá ferðalögum til Líbíu - 22.2.2011

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Líbíu vegna ótryggs ástands þar í landi Lesa meira

Norðurslóðir auka vægi Íslands - 21.2.2011

Grein utanríkikisráðherra í Morgunblaðinu um skipaumferð á norðurslóðum Lesa meira

Verk sjö ungra myndlistarmanna kynnt í sendiráðinu í Berlín - 18.2.2011

Berlin-CIA-feb-2011

Sendiráðið bætist nú í hóp sendiráða Íslands sem leggja sérstaka áherslu á að kynna samtímalist og koma á tengslum fyrir íslenska myndlistarmenn

Lesa meira

Utanríkisráðherra mælir fyrir þróunarsamvinnuáætlun á Alþingi - 17.2.2011

Össur Skarphéðinsson mælti í dag fyrir tillögu til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2011 til 2014. Áætlunin fjallar um þátttöku Íslands í fjölþjóðlegri þróunaraðstoð, tvíhliða samvinnu við einstök ríki, neyðaraðstoð, friðargæslu- og hjálparstarfi.

Lesa meira

Össur fundar með utanríkisráðherra Póllands í Varsjá - 14.2.2011

Sikorski og ÖS
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, í Varsjá. Pólverjar munu taka við formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins 1. júlí nk. Lesa meira

Rýnifundi um réttarvörslu og mannréttindi lokið - 14.2.2011

Kaflinn um réttarvörslu og mannréttindi stendur utan EES-samningsins. Efni hans lýtur að reglum sem ætlað er að tryggja sjálfstæða og óháða dómstóla, fullnægjandi vernd mannréttinda, réttindi borgara ESB-ríkja, auk reglna sem beint er gegn spillingu. Lesa meira

Utanríkisráðherra afhjúpar minningarskjöld í Vilníus - 12.2.2011

110212-Atidengia-lenta

"Til Íslands, sem óttalaust viðurkenndi lýðveldið Litháen, fyrst allra ríkja þann 11. febrúar 1991", segir á skildinum, sem utanríkisráðherra afhjúpaði ásamt Audronius Azubalis utanríkisráðherra Litháen í viðurvist Vytautas Landsbergis og margra annarra sem leiddu sjálfstæðisbaráttu Litháens í upphafi tíunda áratugarins

Lesa meira

Utanríkisráðherra heimsækir Litháen í tilefni ártíðar sjálfstæðisviðurkenningar - 11.2.2011

IMG_8268
Tuttugu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti samhljóða að viðurkenna sjálfstæði Litháen hinn 11. febrúar árið 1991. Össur Skarphéðinsson átti í dag fundi með Daliu Grybauskaite, forseta Litháen, og Audronius Azubalis, utanríkisráðherra. Lesa meira

Nýtt umsóknarferli í Íslensku friðargæslunni - 10.2.2011

Íslenska friðargæslan hefur tekið í gagnið nýtt og aðengilegt, rafrænt umsóknarferli fyrir umsækjendur um friðargæslustörf. Áhugasamir geta sótt um að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Rýnifundi um frjálsa för vinnuafls lokið í Brussel - 9.2.2011

2. kafli er hluti af EES-samningnum og hafa flestar gerðir Evrópusambandsins á sviðinu þegar verið innleiddar.

Lesa meira

Íslensk samtímahönnun í Stokkhólmi - 9.2.2011

Sendiráð Íslands hafa verið bakhjarl sýningarinnar í Kaupmannahöfn,  Sjanghæ, Peking og nú Stokkhólmi.

Lesa meira

Íslensk matvæli á rússneskan lúxusvörumarkað - 9.2.2011

Sendiráð Íslands liðsinnir íslenskum fyrirtækjum við að komast inn á hágæðavörumarkað í Rússlandi. Lesa meira

Námskeið um nýjar úthlutunarreglur til félagasamtaka haldið 24. febrúar - 8.2.2011

Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa gefið út nýjar reglur um úthlutun styrkja til frjálsra félagasamtaka sem stunda þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoð. Efnt verður til námskeiðs um verklagsreglurnar 24. febrúar nk.

Lesa meira

Utanríkisráðherra skrifar um norðurslóðir - 2.2.2011

Ráðherra skrifar um hagsmuni Íslendinga á svæðinu, um mikilvægi þess að styrkja Norðurskautsráðið sem samráðsvettvang og sameiginlega baráttu gegn loftslagsvánni, svo og tækifæri og háska sem felast í breytingum sem eru að verða á norðurslóðum.

Lesa meira

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum af stöðu mála í Egyptalandi - 1.2.2011

Ráðherra fordæmir hörku egypskra yfirvalda gagnvart mótmælendum og að almenningur njóti ekki tjáningarfrelsis. Lesa meira

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Egyptalandi - 31.1.2011

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands vegna ótryggs ástands þar í landi. Lesa meira